Go to ...
RSS Feed

Ívilnunarsamningar: Meðgjöfin yfir 10 milljónir á starfsmann

Ívilnunarsamningur sem íslensk stjórnvöld hafa gert við Silicor Materials jafngildir 10,3 milljónum króna á hvert starf. Þetta kemur fram í grein sem Óli Björn Kárason skrifar í Morgunblaðið. ESA – Eftirlitsstofnun EFTA – hefur gefið grænt ljós á samninginn sem er vegna byggingar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Samningurinn tryggir eigendum verksmiðjunnar skattalegt hagræði og sérreglur um leigu

KLIPPT OG SKORIÐ

Þjóðmál: Sviptingar í stjórnmálum, aðför RÚV, áhyggjur skattgreiðenda og aprílgapp í rammaáætlun

Sumarhefti Þjóðmála er komið út. Páll Vilhjálmsson blaðamaður skrifar um „aðför Ríkisútvarpsins“ að Sigmundi Davíð og Björn Bjarnason fer yfir vettvang stjórnmálanna en þar hafa stórtíðini orðið á undanförnum mánuðum. Óli Björn Kárason heldur því fram að skattgreiðendur eigi að hafa áhyggjur í aðdraganda kosninga. Bjarni Jónsson segir að áfangaskýrsla 3. áfanga Rammaáætlunar sé eins

Píratar missa flugið

Fylgi Pírata hefur minnkað um nær 30% frá því það var mest í febrúar síðastliðnum, samkvæmt könnunum MMR. Ný könnun MMR leiðir í ljós að fylgi Pírata sé 26,8% en í febrúar komst fylgið í 38,6%. Aðrir vinstri flokkar njóta ekki minnkandi fylgis Pírata. Vinstri grænir eru með 12,9%, Samfylkingin 8,4% og Björt framtíð er

Herhvöt og málið leyst

Ákvörðun Ólafs Ragnar Grímssonar forseta um að sækjast eftir endurkjöri í sumar, hefur gefið hagyrðingum gott fóður. Hallmundur Kristinsson hagyrðingur heldur úti bloggsíðu þar sem margar snjallar vísur eru birtar. Herhvöt Á erfiðum óvissutímum upphefjum gömlu tólin, þulhnúum þau og límum þjóðhöfðingjann við stólinn.   Málið leyst Yfir okkur vakir vættur. Virðist allur skaði bættur.

Ekki fréttir, kjánaskapur og Dagur B. borgarstjóri

Síðasta föstudag lét Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sjónvarpsstöðvar vita af því að hann væri að fara á dekkjaverkstæði. Samkvæmt reglum var föstudagurinn síðast löglegi dagur nagladekkja. Borgarstjóri sá tækifæri, klæddi sig í vinnugalla og var tilbúinn fyrir myndavélarnar. Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi ráðherra, var ekki hrifinn. Eiður, sem var í mörg ár sjónvarpsfréttamaður áður en

Afleit hugmynd

„Við erum sammála um að í núverandi stöðu stjórnmálanna á Íslandi gefast mikil tækifæri. Það eru öfl sem vilja nýja gerð af pólitík og nýjar áherslur í stjórn landsmála. Það er mikill áhugi á að reka nýja gerð af pólitík, segja skilið við þessa gömlu pólitík og reka framtíðarpólitík.“ Þetta sagði Magnús Orri Schram, fyrrverandi

MEGINMÁL

Aðför RÚV að Sigmundi Davíð

Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og kennari, heldur því fram að Ríkisútvarpið hafi skipulagt aðför að Sigmundir Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi forsætisráðherra. RÚV hafi nýtt sér almennt vantraust til stjórnmálanna og búið til til atburðarás sem leiddi til afsagnar forsætisráherra 5. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í ítarlegri grein sem Páll skrifar í sumarhefti Þjóðmála. Aðförin er einstakt dæmi um

Um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi

Frosti Sigurjónsson Frá því fjármálakreppan skall á hefur krafan um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi verið talsvert áberandi. Fjöldi sérfræðinga og nefnda í mörgum löndum hafa fjallað um málið en niðurstaðan er ekki einhlít um hve langt þurfi ganga í aðskilnaði. Lögum og reglum hefur verið breytt til að draga úr áhættu í bankarekstri og efla

Loforð um félagslegt réttlæti, siðbót, opna stjórnsýslu og aukið gagnsæi

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur, stundaði baktjaldamakk við umsókn að Evrópusambandinu, ætlaði að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu með samningum fyrir luktum dyrum. Þetta er dómur Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar og áður ráðherra í sömu ríkisstjórn. Dóminn felldi Árni Páll í bréfi til félaga í Samfylkingunni 11. febrúar 2016. „Flokkurinn sem var stofnaður

Capacent

Af hverju styður Ingibjörg Sólrún ekki Magnús Orra til formennsku?

Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í flokkum á landsfundi í sumar. Af því tilefni skrifar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður: „Forystumaður Samfylkingarinnar í Landsdómsmálinu hefur stigið fram og telur sig vel til flokksforystu fallinn.” Augljóst er að Ingibjörg Sólrún verður ekki í stuðningsliði Magnúsar Orra í

Icesave-skuld Svavars-samninganna: 208 milljarða eftirstöðvar

Ef Icesave-samningarnir, sem kenndir eru við Svavar Gestsson, hefðu verið samþykktir árið 2009 hefðu eftirstöðvar þeirra hinn 5. júní næstkomandi numið tæpum 208 milljörðum króna, að gefnu óbreyttu gengi punds og evru. Þetta er um 8,8% af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins 2016. Þetta kemur fram í svari Hersirs Sigurgeirssonar, dósent í fjármálum við Háskóla Íslands

ÞRÖSTUR

Birgitta segir af sér þingmennsku í apríl

Þröstur reiknar með því að Birgitta Jónsdóttir leiðtogi Pírata segir af sér þingmennsku í apríl næstkomandi. Hann á ekki von á öðru en að þingmaður sem segist berjast gegn spillingu standi við gefin loforð. Birgitta Jónsdóttir er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hún var fyrst kjörin á þing árið 2009 fyrir Borgarahreyfinguna. Eitt af baráttumálum

Uppboðin hafin: 11 milljarða loforð Pírata

Eftir því sem nær dregur kosningum verður uppboðsmarkaður stjórnmálanna virkari. Þröstur tekur eftir því að Píratar ætla sér stóra hluti á þeim markaði og sverja sig þannig æ meira í ætt við hefðbundna vinstri flokka. Nýjasta loforðið er gjaldfrjálsar tannlækningar . Birgitta Jónsdóttir viðurkenndi í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að hún hefði ekki hugmynd

Sigmundur Davíð: Ætlast til að ríkisstjórnin klári verkefnin

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, mun á næstunni „aftur hefja fulla þátttöku í stjórnmálabaráttunni“. Í tölvupósti til flokksmanna segir Sigmundur Davíð að endurkoma hans muni „vekja viðbrögð“ en látið „það ekki slá ykkur út af laginu“. Hann bætir síðan við: „Viðbrögð, jafnvel ofsafengin viðbrögð gegn mér og okkur eru nú sem fyrr

Töfralausn að hætti Samfylkingarinnar

Þröstur hefur alltaf haft varan á sér þegar settar eru fram töfralausnir eða eins konar “fix-ídeur” til að leysa vandamál. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, telur sig hafa lausn á vanda Sjálfstæðisflokksins – sem ekki hefur náð fyrri pólitískum styrk sínum. Styrmir telur nauðsynlegt að forysta flokksins verði kjörin í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra flokksbundinna sjálfstæðismanna. Í

Hættir Steingrímur J. þingmennsku?

Þröstur veltir eftirfarandi fyrir sér: Ætlar Steingrímur J. Sigfússon að sækjast eftir endurkjöri í komandi þingkosningum? Þessi spurning kom upp í hugann eftir að Þröstur las pistil eftir Pál Vilhjálmsson þar sem hann bendir á eftirfarandi: “Góða fólkið, vinstrimenn með pírataívafi, er ósátt við að Ólafur Ragnar Grímsson bjóði sig fram til forseta. Þau rök

Panama-skjölin matreidd samkvæmt uppskrift fjölmiðla

Fréttastofa Ríkisútvarpsins upplýsti í gær – sunnudag – að nöfnum „alþingismanna og ráðherra síðustu tvo áratugi hefur verið flett upp í Panama-skjölunum“. Í fréttaskýringu Tryggva Aðalbjörnssonar, fréttamanns, kom fram að þau nöfn sem fundust hafi þegar komið fram. Þessi fullyrðing er byggð á upplýsingum frá Reykjavik Media – fyrirtækis Jóhannesar Kr. Kristjánssonar. ICIJ – alþjóðsamtök