Sósíalisti úr Þistilfirði með framsóknarblóð

Íslensk vinstrihreyfing á í alvarlegri kreppu. Ítrekaðar tilraunir til sameiningar vinstrimanna hafa ekki borið árangur til langframa og aldrei hafa jafnmargir vinstriflokkar boðið fram og fyrir síðustu alþingiskosningar, eða ellefu alls. Kannanir benda til að þrautagöngu vinstriflokkanna sé hvergi nærri lokið og engin teikn á lofti um sameiningu þeirra.

Langreyndasti þingmaðurinn á vinstri-vængnum er Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, og enginn ber jafnmikla ábyrgð á stjórnarstefnu áranna 2009–2013 en einmitt hann. Til að skilja umrótið á vinstrivængum undanfarna áratugi er nauðsynlegt að þekkja sögu Steingríms.

Björn Jón Bragason sagnfræðingur bregður upp nærmynd af Steingrími J. Sigfússyni.

 Steingrímur J. Sigfússon