Ég, blýanturinn

Árið 1958 kom út smásagan Ég, blýanturinn, eftir Leonard Read [I, Pencil: My Family Tree as Told to Leonard E. blýanturRead]. Sagan var birt í desember í The Freeman og endurprentuð 1996 og svo 1998 í sérútgáfu þar sem Milton Friedman skrifaði formála. Í 50 ára afmælisútgáfu sögunnar árið 2008 skrifaði Lawrance W. Reed formála og Friedman eftirmála. Síðar notaði . Friedman söguna í vinsælum fræðsluþáttum – Free to Choose – sem sýndir voru á PBS-sjónvarpsstöðv
unum árið 1980.

Ég, blýanturinn er skrifuð í fyrstu persónu. Með einföldum og skiljanlegum hætti fær lesandinn innsýn í flókinn heim frjálsra viðskipta, verkaskiptingu og öðlast skilning á því hvernig frjáls markaður leysir flóknustu verkefni þannig að þau sýnast einföld – eins og að búa til blýant.

The Competitive Enterprise stofnunin lét gera myndband um sögu blýantsins árið 2014.