„Heyrðu karlinn, Kári minn“

Sigríður Andersen lagði fyrir nokkrum fram frumvarp þar sem fellt eru úr gildi löf frá 2002 sem heimila ríkissjóði að ábyrgjast skuldabréf vegna fjármögnunar nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar ehf.

Í greinargerð segir Sigríður að árið 2002 hafi Íslensk erfðagreining ehf. óskað eftir því við ríkið að það ábyrgðist fjárfestingu móðurfyrirtækis þess, deCODE Genetics Inc, í tengslum við nýja starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar sem þá var fyrirhuguð á sviði lyfjaþróunar. Við þessari beiðni var orðið með sérstökum lögum:

„Hingað til hefur deCODE Genetics Inc. ekki óskað eftir að heimild sú er lögin veita verði nýtt. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis frá október 2015 kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefði deCODE afturkallað beiðni sína um ríkisábyrgð áður en til ríkisábyrgðar kom. Fyrirtækið óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í Bandaríkjunum árið 2009.“

Tillaga Sigríðar Andersen um að fella lögin úr gildi varð tilefni til að Hallmundur Kristinsson hagyrðingur setti saman vísukorn:

Heyrðu karlinn, Kári minn,
kæri vinur góði,
úti skal með aðgang þinn
að okkar ríkissjóði.