Staðreyndir um valdatíð

ÁrangurborgarinnarSamfylkingin hefur setið í meirihluta borgarstjórnar frá árinu 2010 undir forystu Dags B. Eggertssonar. Fyrra kjörtímabilið var Besti flokkurinn í meirihluta með Degi og félögum, en frá 2014 hafa Björt framtíð (arftaki Besta flokksins), Vinstri grænir og Píratar staðið við bakið á Degi B. Eggertssyni.

Hægt og bítandi hefur sígið á ógæfuhliðina. Rekstur borgarsjóðs er ekki sjálfbær; enda er eytt um efni fram.

Þær eru fremur nöturlegar staðreyndirnar sem blasa við Reykvíkingum:

 • Árið 2014 voru útsvarstekjur liðlega átta þúsund milljónum króna hærri að raunvirði en 2010 (árið sem Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr tóku völdin í Reykjavík).
 • Samkvæmt áætlun verða tekjur A-hluta borgarsjóðs rúmlega 18 þúsund milljónum krónum hærri að raunvirði á þessu ári en 2010.
 • Tekjur A-hluta verða um 530 þúsund krónum hærri á hverja fjögurra manna fjölskyldu en 2010.
 • Launakostnaður A-hluta samkvæmt áætlun verður 11,6 þúsund milljónum krónum hærri á þessu ári en 2010 á verðlagi 2015.
 • Frá 2010 til 2014 fjölgaði stöðugildum hjá A-hluta um 328. Fyrir utan lífeyrisskuldbindingar má reikna með að árlegur kostnaður vegna fleiri starfsmanna sé um 2,2 þúsund milljónir króna.
 • Að raunvirði verður rekstrarkostnaður borgar-innar í heild liðlega 30 þúsund milljónum hærri að raunvirði á þessu ári en árið sem Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr tóku við völdum í ráðhúsinu.
 • A-hluti borgarsjóðs kostar hverja fjögurra manna fjölskyldu 3,3 milljónir eða 929 þúsund krónum meira en 2010.
 • Frá 2010 til loka þessa árs (gangi áætlun meirihlut-ans eftir) mun eigið fé borgarsjóðs hafa rýrnað um 20,4 þúsund milljónir á föstu verðlagi.
 • Eiginfjárhlutfallið lækkar úr 69% í 49%.
 • Skuldir A-hluta verða um 22,3 þúsund milljónum hærri í lok þessa árs en 2010 á verðlagi 2015.
 • Skuldaaukning borgarsjóðs nemur 734 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu.
 • Fjárhagsáætlun 2016 gerir ráð fyrir að skuldir aukist áfram og hækki um 4,4 þúsund milljónir frá upphafi til loka árs.