Skrýtin nóta um lögbrot

Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins hefur berist afsökunar á Stundarskaupi sem sýnt var á gamlársdag. Þetta gerði hann í sérstakri yfirlýsingu en fjölmiðlarýni Viðskiptablaðsins finnst sú nóta vera skrýtin enda lögbrot verið framið.

Andrés Magnússon segir í vikulegum pistli sínum um fjölmiðla í Viðskiptablaðinu, að Stundarskaupið hafi verið fordæmalaust „þar sem pólitísk ádeila, persónuníð og innræting átti greiða leið í þátt fyrir börn“. Hann gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingu dagskrárstjóra ríkisins en segir meðal annars:

„Í Stundarskaupinu 2015 var atriði sem er ekki í samræmi við þá ritstjórnarlínu sem við höfum fylgt varðandi barna- og fjölskylduefni. Full ástæða er til að biðjast afsökunar á því. Ég og umsjónarmenn Stundarinnar okkar erum sammála um að barnaefni er ekki og á ekki að vera vettvangur pólitískrar ádeilu og það hefur ekki breyst.“

Greinilegt er að Andrési er misboðið og segir um yfirlýsinguna:

„Atarna er skrýtin nóta. Þar er látið eins og sjálft atriðið hafi einhvernvegin skrikað á ritstjórnarlínunni og afsökunar beðist á því. Þarna var hins vegar um ský¬ laust lögbrot að ræða, því Ríkis¬útvarpinu eru lagðar sérstakar skyldur á herðar um að gæta „fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð“. Ekki þarf að orðlengja að því ber að auðsýna sérstaka aðgæslu og nærfærni þegar barnaefni á í hlut.

Getur verið að starfsmenn Ríkisútvarpsins geti brotið lög um stofnunina án þess að það hafi nokkrar afleiðingar aðrar en að þeir þurfi að birta afsökunarbeiðni þar sem þeir segjast vera sammála um að það megi ekki gera það sem þeir gerðu?!“