Þola ekki ungar hægri konur

„Vinstrimenn virðast ekki þola að sjá ungar konur hægra megin við miðju tjá sig. Þeim skal komið frá sem fyrst!“

Þessu heldur Geir Ágústsson fram á bloggsíðu sinni. Íslenskir vinstri menn telji að þeir einir eigi að ákveða um hvað sé rætt, hvenær og hversu lengi. Kveikjan að bloggfærslu geir eru viðbrögð vinstri manna við grein sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, skrifaði í Fréttablaðið 4. febrúar undir fyrirsögninni; Það má ekki nota skrúfjárn sem sleikjó.

Geir vitnar til skrifa Illuga Jökulssonar á fésbókarsíðu sinni þar sem sá síðarnefndi úthúðar skrifum ritara Sjálfstæðisflokksins:

„Í fyrsta lagi gefur hann til kynna að öll vandamálin sem greinin telur upp séu hreinlega öll þau vandamál í samfélaginu sem greinarhöfundur getur komið auga á. Svo tæmandi held ég að fáar greinar séu!

Í öðru lagi gerir hann lítið úr vandamálunum sem talin eru upp – þau eru smávægileg óþægindi í besta falli sem taki því ekki að ræða. Þó er það svo að fá vandamál eru meira rædd af vinstrimönnum, t.d. á Alþingi, en einmitt þau sem talin eru upp.

Í þriðja lagi er það vandlætingartónninn. Nú eru ekki margir sem þora að taka þátt í umræðunni á Íslandi af ótta við skítkast og sérstaklega virðist vera við hæfi hrauna yfir alla af kvenkyninu sem tjá sig. Hin unga kona sem greinina skrifar er ein af fáum kynsystrum hennar sem þora að taka slaginn. Fyrir vikið hefur hún uppskorið vænan skammt af uppnefnum og háði. Vinstrimenn virðast ekki þola að sjá ungar konur hægra megin við miðju tjá sig. Þeim skal komið frá sem fyrst!“

Það er rétt að í stuttri grein fjallar Áslaug ekki um „stærstu vandamál“ heims en Geir Ágústsson bendir á að það sem einmitt punkturinn:

„Ef ríkisvaldið getur ekki hætt að skipta sér af öllu þessu litla og ómerkilega í daglegu lífi okkar hvernig er þá nokkur von til þess að það geti einbeitt sér að stærri vandamálunum og hvað þá leyst þau?“

Geir bætir síðan við:

„Ríkisvaldið flækist fyrir svo mörgu að það framleiðir fleiri vandamál en það leysir. Þau vandræði sem ríkisvaldið skapar með því að angra friðsama borgara verða þeim mun stærri þegar það flækist einnig fyrir einstaklingum sem vilja láta til sín taka á sviði heilbrigðisþjónustu, fjölbreyttrar líkamsræktar og almennri bætingu lífskjara á Íslandi.“