Hættir Steingrímur J. þingmennsku?

20131031 Steingrímur J. Sigfússon vid Nordiska rådets session i Stortinget i Oslo. Foto: Magnus Fröderberg/norden.org

Þröstur veltir eftirfarandi fyrir sér:

Ætlar Steingrímur J. Sigfússon að sækjast eftir endurkjöri í komandi þingkosningum?

Þessi spurning kom upp í hugann eftir að Þröstur las pistil eftir Pál Vilhjálmsson þar sem hann bendir á eftirfarandi:

„Góða fólkið, vinstrimenn með pírataívafi, er ósátt við að Ólafur Ragnar Grímsson bjóði sig fram til forseta. Þau rök eru notuð að það sé ólýðræðislegt af Ólafi Ragnari að sækjast eftir endurkjöri.

Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna er níu sinnum búinn að bjóða sig fram til alþingis og setið á þingi frá 1983 – í 33 ár.

Góða fólkið telur lýðræði aðeins gilda fyrir suma.“