Vorhefti Þjóðmála er komið út

Vorhefti Þjóðmála er komið út og verður dreift til áskrifenda á næstu dögum. Auk þess er tölublaðið selt í verslunum Pennans/Eymundsson.

Eins og áður er ritið fullt af áhugaverðu efni.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar um átaksverkefni ríkisins og fjármögnun þeirra.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fjallar um hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar.

Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, fjallar um stöðu og áskoranir íslenskra fjármálafyrirtækja.

Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, fjallar um sóknarfæri Sjálfstæðisflokksins og mikilvægt hlutverk kvenna í stjórnmálum.

Sænski hagfræðingurinn Fredrik Kopsch fjallar um mögulega gjaldheimtu á helstu ferðamannastaði.

Albert Jónsson sendiherra fjallar um hernaðarlega stöðu Íslands í sögu og samtíma.

Björn Bjarnason, fv. ráðherra, fjallar um borgarstjórn, Landsrétt og umdeilt frumvarp um umskurn í reglulegum pistli sínum, Af vettvangi stjórnmálanna.

Gísli Freyr Valdórsson fjallar um innkomu tekjuskatta í hinn vestræna heim.

Fjölnir fjallar um aðdragandann að skipan dómara í Landsrétt.

Guðfinnur Sigurvinsson fjallar um plastmengun í hafi sem kallar á aðgerðir.

Lone Nørgaard fjallar um viðhorf Sameinuðu þjóðanna í garð Ísraelsmanna.

Hjörtur J. Guðmundsson segir tímabært að endurskoða aðildina að EES.

Bjarni Jónsson fjallar um hagsmunatengsl Íslands og Bretlands.

Í blaðinu er einnig viðtal við Tom Palmer, sem er fræðimaður hjá Cato-hugveitunni í Bandaríkjunum og varaformaður stjórnar Atlas Network-stofnunarinnar. Þar fer Palmer yfir stöðu mála nú þegar Donald Trump hefur verið forseti Bandaríkjanna í rúmt ár, um það hvernig falsfréttir hafa nýst honum og stuðningsmönnum hans, um stöðu ríkisvaldsins og fleira sem tengist bandarískum stjórnmálum í dag. Þá fjallar Palmer stuttlega um stöðuna í Venesúela, þar sem hann þekkir vel til.

Þjóðmál kemur út ársfjórðungslega. Áskriftarverð er kr. 5.550 á ári. Lausasöluverð er kr. 1.650. Hægt er að gerast áskrifandi með því að senda tölvupóst á askrift[a]thjodmal.is.