Go to ...
RSS Feed

EFST Á BAUGI

Ef og hefði stjórnmálanna

Ef og hefði eru hugtök sem fæstir ættu að lifa eftir. Sá sem lendir í áföllum hugsar strax með sér, ef ég hefði gert eitthvað öðruvísi þá hefði þetta ekki farið svona. Það er svo sem mannlegt, að ætla sér að líta til baka með ef og hefði hugsun og reyna þannig að sjá fyrir

Eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar

Eftir Vilhjálm Árnason, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmálaumræðan er ansi víðtæk, vegir hennar eru endalausir eðli málsins samkvæmt og áhugavert að fylgjast með því inn á hvaða vegi umræðan ratar hverju sinni. Sú mikla umræða sem hefur skapast undanfarin ár í kringum síendurteknar alþingiskosningar hefur verið ansi fátækleg þegar kemur að einu brýnasta hagsmunamáli þjóðarinnar: Samgöngum og

Af álframleiðslu, sögu Íslands og tunglferðum

Eftir Pétur Blöndal Á forsíðu Morgunblaðsins var sama morgun sumarið 1964 frétt um að til stæði að reisa álver í Straumsvík og að Bandaríkjamenn hygðust senda geimfara til tunglsins. Þetta var gríðarleg framkvæmd fyrir Ísland, ekkert síður en Bandaríkin, og stóð heima að í sama mánuði og álverið hóf framleiðslu steig Neil Armstrong fæti á

Vetrarhefti Þjóðmála er komið út

Vetrarhefti Þjóðmála er komið út og verður dreift til áskrifenda á næstu dögum. Auk þess er tölublaðið selt í verslunum Pennans/Eymundsson. Eins og áður er ritið fullt af áhugaverðu efni. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, fjallar um mikilvægi erlendra fjárfestinga fyrir íslenskt hagkerfi. Vilhjálmur Árnason alþingismaður fjallar um umferðaröryggi og aukin lífsgæði. Björn Bjarnason, fv. ráðherra,

Hausthefti Þjóðmála er komið út

Hausthefti Þjóðmála er komið út og verður dreift til áskrifenda. Auk þess er tölublaðið selt í verslunum Pennans/Eymundsson. Eins og áður er ritið fullt af áhugaverðu efni. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, fjallar um samkeppnishæfni Íslands, mikilvægi þess að stjórnvöld setji sér skýr markmið og fylgi þeim eftir. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, alþingismaður og varaformaður Framsóknarflokksins, fjallar

Sumarhefti Þjóðmála er komið út

Sumarhefti Þjóðmála er komið út og hefur verið dreift til áskrifenda. Auk þess er tölublaðið selt í verslunum Pennans/Eymundsson. Eins og áður er ritið fullt af áhugaverðu efni. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, fjallar í grein sinni, Í ljósi sögunnar, um stöðu efnahagsmála og hvaða lærdóm stjórnvöld geta dregið af reynslu fyrri ára. Björn

Mýtur, konur, jafnrétti og Sjálfstæðisflokkurinn

Það lá mikið á – svo mikið að framkvæmda­stjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna [LS] taldi sér ekki fært að bíða eftir lokatölum úr prófkjörum Sjálfstæðismanna í Suðvestur­kjördæmi. Laugardagskvöldið 10. september síðastliðinn ákvað framkvæmdastjórn LS að birta sérstaka yfirlýsingu á fésbókarsíðu sinni þar sem niðurstaða prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi var hörmuð. Síðar varð niðurstaða prófkjörs í Suðurkjördæmi einnig

Blæðandi sár stjórnmálaflokks

Bjartsýni ríkti í herbúðum jafnaðarmanna í aðdraganda kosninga 1999. Langþráður draumur um sameinaðan flokk vinstri manna undir merkjum Samfylkingar var innan seilingar. Markmiðið var ekki aðeins að sameina vinstri menn eftir áratuga sundrungu, heldur ekki síður að velta Sjálfstæðisflokknum úr sessi sem stærsti flokkur landsins. Niðurstaða kosninganna í október síðastliðnum var því áfall, svo ekki

Ríkisrekin bókaútgáfa

Ríkið er einn stærsti bókaútgefandi landsins. Fæstir átta sig á því en Ríkisútgáfa námsbóka, sem síðar hét Námsgagnastofnun og nú Menntamálastofnun, einokar alla útgáfu kennslubóka fyrir grunnskólastigið. Það fyrirkomulag hefur ríkt um áratugaskeið og einskorðast við Ísland. Alls annars staðar í Evrópu er það hlutverk einkarekinna bókaútgáfa að framleiða bækur fyrir skólana. Raunar er slík

Sótt að einkaframtakinu

Flestir stjórnmálamenn segjast styðja frjálsa samkeppni. Þeir hafa til að mynda lögfest strangar samkeppnisreglur og falið sérstökum eftirlitsstofnunum víðtækt vald til þess að grípa inn í rekstur fyrirtækja, ef ástæða þykir til, undir því yfirskyni að tryggja þurfi heilbrigða samkeppni og koma í veg fyrir skaðlega fákeppni. Reyndin er hins vegar önnur. Hið opinbera leggur

Older Posts››