Meginmál

Hlutverk hins opinbera við eflingu nýsköpunar

Nýsköpun er ein meginforsenda framleiðniaukningar, verðmætasköpunar, samkeppnishæfni og gjaldeyrisöflunar fyrirtækja og þjóða. Markmiðið með nýsköpunarstefnu og aðgerðum í málaflokknum er að efla þjóðarbúið í harðri alþjóðlegri samkeppni um störf og verðmætasköpun. Sýn og stefna í nýsköpun er þannig ein af meginstoðum öflugrar atvinnustefnu….


Stórýktar fréttir af andláti kapítalismans

Það er engin leið að leggja mat á það efnahagslega tjón sem útbreiðsla kórónuveirunnar mun valda hagkerfum heimsins. Enginn getur séð það fyrir, ekki einu sinni Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor sem þó sá fyrir efnahagshrunið 2008 árið 2009. Hér á landi verða áhrifin gífurleg,…


Með ömmu í tölvunni og Helga Björns í stofunni

Móðuramma mín, rétt rúmlega áttræð, býr á dvalarheimili utan Reykjavíkur. Ég hef alltaf verið náin ömmu og margar af mínum bestu æskuminningum eru frá heimili ömmu og afa. Samskiptin við hana hafa því verið dýrmæt og á síðari árum, þá sérstaklega eftir að…


Vorhefti Þjóðmála er komið út

Vorhefti Þjóðmála er komið út og verður dreift til áskrifenda. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fjallar um viðbrögðin við kórónuveirunni, mikilvægi markaðshagkerfisins, áhrif embættismanna, umhverfið í stjórnmálum, stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins og fleira í ítarlegu viðtali. Þórlindur Kjartansson, Guðmundur Hafsteinsson, Þórdís…


Ósk Samfylkingarinnar um kalt hagkerfi

Nú stefnir í að niðursveiflan í íslenska hagkerfinu verði dýpri og lengri en áður hafði verið gert ráð fyrir. Það stafar fyrst og fremst af þeim áhrifum sem Covid-19 vírusinn er þegar farinn að valda hér á landi. Ef fer sem horfir verður…


Þarf opinber aðili að sækja sorpið?

Það eru ýmis atriði sem hægt er að gagnrýna í undarlegri deilu Eflingar við Reykjavíkurborg. Ófaglærðir starfsmenn á leikskólum borgarinnar sem og sorphirðumenn hafa nú verið í verkfalli í rúmar tvær vikur og ekki sér fyrir endann á því. Án þess að taka…


Saga og árangursleysi sniðgöngu Araba á hendur Ísrael

Hugmyndin að sniðgöngu á Ísrael tók að vekja athygli á 21. öld með stofnun BDS- hreyfingarinnar árið 2005. Sniðganga, sem aðferð til að valda skaða og tilraun til að stuðla að eyðingu Ísraelsríkis, hófst þó snemma á 20. öld með viðskiptabanni Araba á…


Leiðtogar með vindla

Ef við hugsum um fræga stjórnmálamenn og vindla er það helst Winston Churchill sem kemur upp í hugann. Churchill er líklega einn þekktasti vindlareykingamaður 20. aldarinnar og til eru óteljandi myndir af honum með stóran vindil í hendi. Winston Churchill var á 91….


Kóbra-áhrifin og afskipti stjórnmálamanna

Á þeim tíma sem Indland var bresk nýlenda var tekin sú ákvörðun, líklega af breska landstjóranum, að losa skyldi Delí, höfuðborg Indlands, við kóbra-slöngur. Þær eru sem kunnugt er hættulegar og eðlilegt að menn vilji lítið með þær hafa nálægt borgum. Stjórnvöld buðu…


Popúlismi, evran og hugsanleg aðild að ESB

Í þessari grein færi ég rök fyrir því að uppgangur „popúlískra“ afla í Evrópu eigi sér að hluta til skýringu í stofnanauppbyggingu Evrópusambandsins, sem grefur undan þjóðríkinu, sem er þrátt fyrir allt sú skipulagseining, sem nýtur hollustu þegnanna og er meginvettvangur lýðræðislegrar umræðu…