Go to ...
RSS Feed

STJÓRNMÁL

Í anda sátta og samlyndis

Margir líta svo á að á seinni tímum þurfi stjórnmálin með einhverjum hætti að breytast. Þannig þurfi ólíkir flokkar og ólíkir stjórnmálaforingjar að eiga samtal sem þeir hafa ekki átt áður. Tilgangurinn er iðulega óljós, en oftast fylgir það sögunni að hægt sé að sættast á mál sem eigi hvort eð er ekki að vera

Kæfandi faðmur ríkisins

Þó svo að aðdragandi nýliðinna kosninganna sé að mörgu leyti, eða réttar sagt að nær öllu leyti, undarlegur er ekki þar með sagt að kosningarnar sjálfar hafi verið það. Öllum mátti vera ljóst að ríkisstjórnarflokkarnir þrír störfuðu saman í ástlausu hjónabandi; það var e.t.v. aðeins tímaspursmál hvenær annar litlu flokkanna guggnaði á því að sýna

Lilja Dögg: Komið verði á fót Stöðugleikasjóð

Eitt helsta verkefni stjórnmálamanna á Íslandi er að stuðla að stöðugleika. Stofnun Stöðugleikasjóðs á Íslandi yrði mikilvægt skref að því marki sem gæti markað vatnaskil í sögu þjóðarinnar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, í grein í nýjasta riti Þjóðmála. Lilja Dögg segir í grein sinni að markmið slíks sjóðs yrði skýrt;

Mýtan um kerfisbreytingar

Einn helsti frasi stjórnmála síðustu ára hefur verið sá að nauðsynlegt sé að fara í kerfisbreytingar. Þeir sem hafa sig hvað mest í frammi um slíkar breytingar eru þó í raun bara að boða sína eigin pólitísku hugsjón. Í sjálfu sér er ekkert rangt við það, en það þarf ekki að kalla það kerfisbreytingu. Engin

Íbúar Kúbu verða frjálsir einn daginn

Um miðjan júní tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hann hygðist snúa við ákvörðun forvera síns í starfi, Barack Obama, og setja aftur á viðskiptabann á Kúbu. Bandaríkin lögðu viðskiptabann á Kúbu í áföngum á árunum 1959-62. Rétt er þó að hafa í huga að Bandaríkin hafa aldrei stöðvað viðskipti Kúbu við þriðja aðila, viðskiptabannið

Mynd: Birt með góðfúslegu leyfi DV.

Óþol gagnvart andstæðum skoðunum

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, fjallar um tíðar hótanir Pírata í stjórnmálaumræðunni og hvernig þær hótanir reynast í nær öllum tilvikum innihaldslausar í nýjasta riti Þjóðmála. Í grein sinni rifjar Óli Björn upp fjölmörg dæmi um það hvernig Píratar og forverar þeirra hafa á síðustu árum ítrekað hótað vantrauststillögum á

Kosningavetur framundan

Ritstjórnarbréf í sumarhefti Þjóðmála 2017 Gengið verður til sveitastjórnarkosninga eftir tæpt ár. Fjárhagur flestra sveitafélaga hefur stórbatnað á síðustu árum og því verður athyglisvert að sjá hvernig kosningabaráttan, sem væntanlega er hafin að einhverju leyti, muni þróast á komandi vetri – svo ekki sé minnst á kosningarnar sjálfar. Sveitastjórnarkosningar opinbera að sumu leyti raunverulega stöðu

Léttvæg ­arfleifð ­Obama í utanríkismálum

Í tilefni af sigri Donalds Trumps í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 8. nóvember ræddi Peter Foster, Evrópuritstjóri The Telegraph í Bretlandi, við Ian Bremmer, bandaríska stjórnmálafræðinginn sem kynnti til sögunnar hugtakið G-Zero til að lýsa veröld án augljósrar vestrænnar forystuþjóðar til að takast á við framtíðar-áskoranir. Eftir Brexit og sigur Donalds Trumps finnst mörgum að hættuleg

Mýtur, konur, jafnrétti og Sjálfstæðisflokkurinn

Það lá mikið á – svo mikið að framkvæmda­stjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna [LS] taldi sér ekki fært að bíða eftir lokatölum úr prófkjörum Sjálfstæðismanna í Suðvestur­kjördæmi. Laugardagskvöldið 10. september síðastliðinn ákvað framkvæmdastjórn LS að birta sérstaka yfirlýsingu á fésbókarsíðu sinni þar sem niðurstaða prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi var hörmuð. Síðar varð niðurstaða prófkjörs í Suðurkjördæmi einnig

Blæðandi sár stjórnmálaflokks

Bjartsýni ríkti í herbúðum jafnaðarmanna í aðdraganda kosninga 1999. Langþráður draumur um sameinaðan flokk vinstri manna undir merkjum Samfylkingar var innan seilingar. Markmiðið var ekki aðeins að sameina vinstri menn eftir áratuga sundrungu, heldur ekki síður að velta Sjálfstæðisflokknum úr sessi sem stærsti flokkur landsins. Niðurstaða kosninganna í október síðastliðnum var því áfall, svo ekki

Older Posts››