Go to ...
RSS Feed

ÞRÖSTUR

Reykjavík: Stækkandi kerfi í boði vinstri manna

Reykjavíkurborg hefur hafnað því að Hjálpræðisherinn fái ókeypis lóð undir nýtt húsnæði sitt í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa árið 2013 afhent Félagi múslima á Íslandi lóð undir mosku í Sogamýri árið 2006 og Ásatrúarfélaginu lóð undir hof í Öskjuhlíð árið 2006. S. Björn Blöndal, fráfarandi formaður borgarráð, var til svara um málið í fréttum

„Út á landi er fullt af fólki sem á ekki tölvu”

Það vakti athygli á síðasta ári þegar þáttastjórnandi á RÚV velti því upp hvort það væri ekki bara betra fyrir íbúa Fjarðarbyggðar að flytja til Reykjavíkur í stað þess að byggja snjóflóðavarnir á svæðinu. Í afsökunarbeiðni sinni velti hann því síðan fyrir sér hvort það væru yfir höfuð fjöll á Selfossi. Þetta rifjaðist upp fyrir

Gömul lofræða um ógnarstjórn Kim Il Sung

Íslenskir sósíalistar hafa í áratugi sungið lofræður um sósíalistastjórnir annarra ríkja. Nægir þar að nefna Kína, Kúbu, Sovétríkin sálugu, Venesúela og loks Norður Kóreu. Í öllum þessum ríkjum hefur sósíalisminn leitt af sér eintómar hörmungar fyrir almenning og dregið tugi milljóna manns til dauða. En takmarkinu um efnahagslegan jöfnuð hefur þó verið náð, þannig að

Kröfur um að fólk sjái um sig sjálft

Þröstur er hugsi yfir stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, ekki síst þegar kemur að stefnu í málefnum innflytjenda. Í sáttmálanum segir að vandað verði „til reglubundinnar móttöku kvótaflóttafólks og stefnt að því að taka á móti fleiri flóttamönnum“. Í sáttmálanum segir síðan „Styðja verður við innleiðingu nýrra útlendingalaga til þess að tryggja virkni

Barist fyrir Icesave-samningi

Til að réttlæta tilveru sína getur Viðreisn aldrei gefið eftir kröfuna um að þjóðaratkvæðagreiðslu um „framhald aðildarviðræðna” við Evrópusambandið. Frambjóðendur flokksins fyrir kosningar eru flestir ef ekki allir sannfærðir ESB-sinnar en Þröstur tók eftir því hve mikið þeir lögðu á sig að fela raunverulega stefnu. Þegar ESB-sinnar töldu að Ísland væri að ganga inn í

Birgitta segir af sér þingmennsku í apríl

Þröstur reiknar með því að Birgitta Jónsdóttir leiðtogi Pírata segir af sér þingmennsku í apríl næstkomandi. Hann á ekki von á öðru en að þingmaður sem segist berjast gegn spillingu standi við gefin loforð. Birgitta Jónsdóttir er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hún var fyrst kjörin á þing árið 2009 fyrir Borgarahreyfinguna. Eitt af baráttumálum

Uppboðin hafin: 11 milljarða loforð Pírata

Eftir því sem nær dregur kosningum verður uppboðsmarkaður stjórnmálanna virkari. Þröstur tekur eftir því að Píratar ætla sér stóra hluti á þeim markaði og sverja sig þannig æ meira í ætt við hefðbundna vinstri flokka. Nýjasta loforðið er gjaldfrjálsar tannlækningar . Birgitta Jónsdóttir viðurkenndi í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að hún hefði ekki hugmynd

Sigmundur Davíð: Ætlast til að ríkisstjórnin klári verkefnin

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, mun á næstunni „aftur hefja fulla þátttöku í stjórnmálabaráttunni“. Í tölvupósti til flokksmanna segir Sigmundur Davíð að endurkoma hans muni „vekja viðbrögð“ en látið „það ekki slá ykkur út af laginu“. Hann bætir síðan við: „Viðbrögð, jafnvel ofsafengin viðbrögð gegn mér og okkur eru nú sem fyrr

Töfralausn að hætti Samfylkingarinnar

Þröstur hefur alltaf haft varan á sér þegar settar eru fram töfralausnir eða eins konar “fix-ídeur” til að leysa vandamál. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, telur sig hafa lausn á vanda Sjálfstæðisflokksins – sem ekki hefur náð fyrri pólitískum styrk sínum. Styrmir telur nauðsynlegt að forysta flokksins verði kjörin í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra flokksbundinna sjálfstæðismanna. Í

Hættir Steingrímur J. þingmennsku?

Þröstur veltir eftirfarandi fyrir sér: Ætlar Steingrímur J. Sigfússon að sækjast eftir endurkjöri í komandi þingkosningum? Þessi spurning kom upp í hugann eftir að Þröstur las pistil eftir Pál Vilhjálmsson þar sem hann bendir á eftirfarandi: “Góða fólkið, vinstrimenn með pírataívafi, er ósátt við að Ólafur Ragnar Grímsson bjóði sig fram til forseta. Þau rök

Older Posts››