Hvaðan kom hann og fyrir hvað stóð hann?

Ronald Reagan lét af embætti forseta Bandaríkjanna árið 1988 eftir átta ár í Hvíta húsinu. Reagan er einhver vinsælasti forseti sem setið hefur að völdum í Bandaríkjunum en um leið var hann umdeildur.

Reagan reyndi fyrir sér sem kvikmyndaleikari og tókst illa upp. Hann snéri sér síðar að stjórnmálum og boðaði einfaldleika; lága skatta og takmörkuð ríkisafskipti. Regan var alla tíð sannfærður andstæðingur kommúnismans og lék aðalhlutverk þegar lönd Austur-Evrópu náðu frelsi undan ógnarstjórn kommúnista. Hann var hugsjónamaður sem andstæðingar vanmátu. Hann átti sér þann draum að Bandaríkin yrðu líkt að „björt og fögur brorg á hæðinni“.

Hér er heimildarþáttur frá BBC frá 2011 um 40. forseta Bandaríkjanna.