Af svarar stjórn Rithöfundasambandsins ekki?

Vísir.is upplýsti 11. janúar síðastliðinn að allir stjórnarmenn í stjórn Rithöfundasambands Íslands [RSÍ] hafi fengið úthlutað 12 mánaða listamannalaunum. Ákvörðunin um listamannalaun er í höndum þriggja manna nefndar sem stjórn Rithöfundasambandsins skipar sjálf.

Í kjölfar fréttarinnar spruttu miklar umræður og sætti stjórn Rithöfundasambandsins harðri gagnrýni. Ljóst að rithöfundar eru ekki allir hrifnir af stjórnarháttum við hafa viðgengist. Í annað skipti á nokkrum vikum skrifar Helgi Ingólfsson rithöfundur í Fréttablaðið og óskar eftir skýringum frá RSÍ um skipan í úthlutunarnefnd launasjóðs. Fyrri greinin birtist 21. janúar og sú síðari 10. febrúar. Spurningarnar eru skýrar en af einhverjum ástæðum fást engin svör:

1. Hvaða skýringar eru á því að Björn Vilhjálmsson, nefndarmaður RSÍ í úthlutunarnefnd í Launasjóði rithöfunda, sat ekki í þrjú ár eins og verklagsreglur gera ráð fyrir, heldur einungis eitt?

2. Hvaða rök lágu að baki því að Birni var skipt út óforvarendis?

3. Hvernig fór það ferli fram að Birni var skipt út? Hver átti hugmyndina að því og hvers vegna? Stóð stjórn RSÍ að útskiptingunni saman? Einhuga?

4. Hvernig var nýr aðili fundinn? Hvaða aðferðafræði lá til grundvallar? Hver talaði við hann? Allir stjórnarmenn? Hvernig var þeim fundi háttað þar sem ákveðið var að skipta um mann, sem og þeim fundi þar sem valinn var nýr? Var fundurinn/-irnir formlegur? Var ritari að fundinum/-unum? Var skráð fundargerð?

5. Var stjórn RSÍ beitt utanaðkomandi þrýstingi við að skipta Birni út eða gerði hún það alfarið að eigin frumkvæði?

6. Hefur upplýsingagjöf af hálfu stjórnar vegna útskiptingarinnar verið jöfn og lýðræðisleg til allra almennra félagsmanna innan sambandsins? Má ætla að sumir almennir félagsmenn innan RSÍ hafi meiri vitneskju um ferlið og málið allt heldur en aðrir?

7. Má búast við að þagnir verði viðbrögð stjórnar RSÍ í framtíðinni, þegar forðast þarf áleitnar spurningar?