Leigulóðir eru vélabrögð

Það er stefna Reykjavíkurborgar og sumra annarra sveitarfélaga að lóðir (fasteignir) skuli vera í opinberri eigu sveitarfélaganna, leigulóðir, en ekki eign húseigenda. Þetta er ósanngjarnt fyrirkomulag fyrir húseigendur, sem verða þannig ekki fasteignaeigendur í lagalegum skilningi, því hin raunverulega grunnfasteign verður eign sveitarfélagsins. Þeir eiga aðeins það sem er tengt við fasteignina, það sem er byggt á henni, mannvirkið.

Þannig skrifar Jóhann J. Ólafsson í vetrarhefti Þjóðmála en hann bendir á að í lagalegum skilningi sé fasteign skilgreind sem afmarkaður hluti af yfirborði jarðar með þeim mannvirkjum, sem við hann er fest. Af þessu má sjá að jörðin þ.e. lóðin er hin raunverulega fasteign:

„Heildarlóðamat í Reykjavík er 370 milljarðar króna. Af þeirri upphæð er 89 milljarðar eignarlóðir eða 30%. Leigulóðir, þinglýst eign borgarinnar er hins vegar 281 milljarður eða 70%. Er það virkilega stefna flokkanna að eignir séu í opinberri eigu en ekki eignir einstaklinga? Eða er þetta ástand sem líður áfram í hugsunarleysi?“

 Jóhann-J.-Ólafsson-leigulóðir.pdf