Ábending til sjálfstæðismanna um pólitíska reiðmennsku

Sumir bloggarar eru kjarnyrtari en aðrir og það án þess að leggjast í persónuníð. Halldór Jónsson verkfræðingur er einn afkastamesti bloggari landsins og er víðlesinn. Hann orðað hlutina án tæpitungu enda með ákveðnar skoðanir á þjóðfélagsmálum.

Halldór segir að framsóknarmenn séu með hrekkjatilburði í ríkisstjórnarsamstarfinu enda farnir að ókyrrast vegna „gæftaleysis“. Af þessu tilefni brýnir Halldór félaga sína í Sjálfstæðisflokknum og skrifar:

„Gleymum því ekki Sjálfstæðismenn að það verður að ríða Framsóknartruntunni við stangabeisli og stífa keðju og helst nasamúl líka, annars getur hún hlaupið illilega útundan sér þegar minnst varir. Það getur þurft að hafa þunga ól í hendinni og slá duglega í ef hún ætlar að vera með hrekkjatilburði.“