Herhvöt og málið leyst

Ákvörðun Ólafs Ragnar Grímssonar forseta um að sækjast eftir endurkjöri í sumar, hefur gefið hagyrðingum gott fóður. Hallmundur Kristinsson hagyrðingur heldur úti bloggsíðu þar sem margar snjallar vísur eru birtar.

Herhvöt

Á erfiðum óvissutímum

upphefjum gömlu tólin,

þulhnúum þau og límum

þjóðhöfðingjann við stólinn.

 

Málið leyst

Yfir okkur vakir vættur.

Virðist allur skaði bættur.

Hér er okkar maður mættur,

mun ei vera nærri hættur!