Þjóðmál: Sviptingar í stjórnmálum, aðför RÚV, áhyggjur skattgreiðenda og aprílgapp í rammaáætlun

Sumarhefti Þjóðmála er komið út. Páll Vilhjálmsson blaðamaður skrifar um „aðför Ríkisútvarpsins“ að Sigmundi Davíð og Björn Bjarnason fer yfir vettvang stjórnmálanna en þar hafa stórtíðini orðið á undanförnum mánuðum. Óli Björn Kárason heldur því fram að skattgreiðendur eigi að hafa áhyggjur í aðdraganda kosninga. Bjarni Jónsson segir að áfangaskýrsla 3. áfanga Rammaáætlunar sé eins og aprílgabb.

Meðal efnis:

Sviptingar á sviði stjórnmálanna

Stórtíðindi hafa gerst á vettvangi stjórnmálanna undanfarna mánuði. Hefði einhver spáð því fyrir ársfjórðungi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segði af sér sem forsætisráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson hætti við að hætta sem forseti til þess eins að ákveða aftur að hætta, Árni Páll Árnason hætti sem formaður Samfylkingarinnar, nýr stjórnmálaflokkur, Viðreisn, kæmi til sögunnar eða Bretar segðu sig úr Evrópusambandinu hefði sá hinn sami verið talinn í besta falli ótrúverðugur. Björn Bjarnason skrifar um stöðu stjórnmálanna, fjallar um frægt Kastljóstviðtal, nýja ríkisstjórn, og forsetakosningar. Hann fer yfir stöðu Samfylkingarinnar, nýjan Evrópusambandsflokk og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi.

Skattar

Skattgreiðendur – jafnt einstaklingar sem fyrirtæki – ættu að hafa áhyggjur í aðdraganda þingkosninga í haust. Að óbreyttu bendir flest til þess að áður en árið er úti komist ný ríkisstjórn vinstri flokkanna til valda. Yfirlýsingar forráðamanna vinstri flokkanna benda til að skattastefna frá tíma Vinstri grænna og Samfylkingar 2009 til 2013 verði tekin upp að nýju. Þannig verða áform um frekari skattalækkanir að engu gerðar. Óli Björn Kárason dregur upp mynd af stöðu skattamála og um leið eru birtar grafískar upplýsingar frá Samtökum atvinnulífsins.

Aðför RÚV að Sigmundi Davíð

Páll Vilhjálmsson heldur því fram að Ríkisútvarpið hafi efnt til aðfarar að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni til að knýja hann til afsagnar sem forsætisráðherra. Til að ná markmiði sínu notaði fréttastofa RÚV lygar og blekkingar og þverbraut eigin siðareglur.

Eignarhald banka: Þegar hugmyndir Davíðs urðu undir

Stjórnmálamaðurinn Davíð Oddsson hafði alltaf varann á sér þegar kom að umsvifamiklum aðilum í viðskiptalífinu. Hann barðist fyrir auknu frelsi en taldi nauðsynlegt að viðskiptalífinu væri veitt aðhald, að tryggt væri að farið væri eftir skráðum og óskráðum leikreglum. Sem forsætisráðherra lagði Davíð áherslu á að við einkavæðingu fjármálafyrirtækja væri eignarhald þeirra dreift og að „almenn arðsemissjónarmið” réðu ferðinni í rekstri en ekki hagsmunir stórra hluthafa. Hugmyndir Davíðs um dreift eignarhald mættu mikilli andstöðu og þær náðu ekki fram að ganga.

Gallað auðlindamat

Bjarni Jónsson skrifar um áfangaskýrslu um 3. áfanga Rammaáætlunar. Hann líkir skýrslunni við aprílgabb vegna þeirra einhæfu sjónarmiða sem þar trollríða húsum. Bjarni leiðir rök að því að skýrsluna skorti vísindalegan trúverðugleika og sé jafnvel meira í ætt við fúsk en vísindi.

Nýlendulok

Allt frá barnsaldri hefur Þorsteini Antonssyni fundist austurlenskt mannlíf standa sér nær en það íslenska. Hann skrifar um heim araba, þátt nýlenduþjóða í umróti og ófriði síðustu áratuga. Þorsteinn fjallar um kristni og íslam, hryðjuverk og olíu.

Bækur:
  • Úr álögum
  • Kafli úr metsölubókinni Þjóðarplágan íslam eftir Hege Storhaug.
  • Bókadómur: Ellefta landsplágan

Jón Magnússon skrifar um bók Hege Storhaug.