Píratar missa flugið

Fylgi Pírata hefur minnkað um nær 30% frá því það var mest í febrúar síðastliðnum, samkvæmt könnunum MMR. Ný könnun MMR leiðir í ljós að fylgi Pírata sé 26,8% en í febrúar komst fylgið í 38,6%.

Aðrir vinstri flokkar njóta ekki minnkandi fylgis Pírata. Vinstri grænir eru með 12,9%, Samfylkingin 8,4% og Björt framtíð er að þurrkast út með aðeins 3,9%. Framsóknarflokkurinn yrði minnsti þingflokkurinn með aðeins 8,3%. Viðreisn fengi hins vegar 9,4% og Sjálfstæðisflokkurinn 24%.

Sjá MMR.