Sameiginleg vá – röng viðbrögð

Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, í vorhefti Þjóðmála um gróðurhúsaáhrif. Afleiðingar hlýnunar á jörðunni eru nú þegar orðnar sýnilegar með bráðnun jökla, hækkandi sjávarborði og flótta lífvera af hefðbundnum búsvæðum sínum yfir á kaldari svæði á landi og í sjó. Þá þykjast menn sjá merki um auknar öfgar í veðurfari, staðbundinn aukinn þurrk og aftakaregn. Hafið tekur við miklu af losun mannkyns á koltvíildi og léttir þannig á styrkaukningu þess í andrúmsloftinu. Þetta ísog veldur súrn-un hafsins, sem þynnir varnarhjúp skeldýra og leysir upp kórala.

 Gróðurhúsaáhrif