Silfrið: Vinstrið vann síðasta vetur

Í síðustu tveimur heftum Þjóðmála hefur verið birtur listi yfir þá gesti sem tekið hafa, að beiðni þáttarstjórnenda, þátt í umræðum undir liðnum Vettvangur dagsins í stjórnmálaþættinum Silfrinu sem sýndur er á sunnudögum í Ríkissjónvarpinu.

Þegar vorhefti Þjóðmála kom út hafði 121 gesti verið boðið að taka þátt í umræðum undir fyrrnefndum lið. Af þessum gestum var hægt með sanngjörnum hætti að flokka 63 þeirra sem vinstrimenn. Hlutföllin höfðu því haldist svo gott sem óbreytt frá því í aðventunni. Af 121 gest mætti flokka 21 til hægri og 23 í miðju. Aðrir, 14 talsins, voru óflokkaðir eftir pólitísku litrófi.

Þegar Silfrið fór í sumarfrí í lok maí höfðu 142 gestir þegið boð um að taka þátt í umræðum í þættinum.

Vinstri menn mega vel við una því af þessum 142 gestum má flokka 73 þeirra til vinstri, eða 51% allra gesta. 28 gesti, eða 20%, mætti flokka í miðju og 27 þeirra, eða 19%, til hægri. 14 gestir, eða um 10%, eru óflokkaðir.

Vinstri menn unnu Silfrið síðasta vetur. Þá er bara spurning hvað gerist á komandi vetri. Í lögum um um Ríkisútvarpið ohf. er skýrt kveðið á um skyldu til óhlutdrægni og fyllstu hlutlægni í allri umfjöllun og fréttaflutningi. Eftirfylgni á þessum lögum er þó ávallt háð huglægu mati.