Meginmál

Hafist handa við yfirboð og loforð – rúmu ári fyrir kosningar

Kosningabaráttan virðist byrja óvenju snemma. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra er komin í kosningaham. Hún hefur gefið út 8 milljarða kosningavíxil, sem að vísu kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að tryggja að verði greiddur. Eygló hefur boðað hækkun fæðingarorlofsgreiðslna og lengingu orlofsins. Samkvæmt tillögum nefndar…


Af hverju styður Ingibjörg Sólrún ekki Magnús Orra til formennsku?

Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í flokkum á landsfundi í sumar. Af því tilefni skrifar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður: „Forystumaður Samfylkingarinnar í Landsdómsmálinu hefur stigið fram og telur sig vel til flokksforystu fallinn.“…


Ber Reykjavíkurborg enga ábyrgð á ónýtum götum í borginni?

Jón Magnússon Leiðari Fréttablaðsins er oft athyglisverður einkum þar sem fyrrum borgarstjóri Jón Gnarr er í fleti fyrir aftan ritstjórana í stjórnunarstöðu á 365 miðlum. Í leiðara blaðsins í dag er fjallað um hryllilegt ástand gatna í borginni, ástand sem aldrei hefur verið…


Hallærislegt, magnlaust, stefnulaust og hugmyndalaust

Egill Helgason segir að margir á vinstri vængnum taki því með „feginleik“ að Katrín Jakobsdóttir skuli ekki ætla að sækjast eftir embætti forseta Íslands. Þeir vilji ekki missa Katrínu. „Það hefði þó verið ákveðinn sigur fyrir vinstri hreyfingu sem er í molum að…


Hvernig væri lífið þá?

Óli Björn Kárason Ég velti því stundum fyrir mér hvernig líf okkar Íslendinga væri ef hugmyndafræði vinstrimanna hefði haft betur í samkeppninni við borgaraleg viðhorf. Alltaf kemst ég að sömu niðurstöðu: Tilveran væri fremur grámygluleg, litbrigði mannlífsins fábreyttari, möguleikarnir takmarkaðri, lífskjörin lakari og…



Breytingar á stjórnarskránni

Jón Magnússon Samkomulag hefur náðst í stjórnarskrárnefnd um að leggja fram ákveðnar breytingar á stjórnarskrár lýðveldisins. Það er fagnaðarefni og þannig á að vinna að breytingum á stjórnarskrá í þróuðum lýðræðisríkjum, að ná sem víðtækastri sátt um þann þjóðfélagssáttmála sem stjórnarskráin er og…


Með góðan málstað en tapa umræðunni

Óli Björn Kárason Ríkisstjórnarflokkarnir eru að læra harða lexíu. Í stjórnmálabaráttu nútímans dugar ekki að vísa eingöngu til góðra verka. Góður málstaður, rífandi hagvöxtur, aukinn kaupmáttur launa, lág verðbólga og tuga milljarða aukning í velferðarkerfið, nægir ekki lengur til að tryggja stjórnmálaflokkum gott…


Almenningur fái 12% í bönkunum og Íslendingar verða kapítalistar

Allir íslenskir ríkisborgarar með skattalega heimilisfesti hér á landi eiga að fá afhent hlutabréf í viðskiptabönkunum; Landsbanka, Íslandsbanka og Arion banka, á næstu þremur árum. Í grein sem Óli Björn Kárason, skrifar í Morgunblaðið leggur hann til að almenningur fái alls 12% hlutafjár…


Íslensk heimili fái 74 milljarða eign sína

Í huga margra er tíminn aldrei réttur. Það er ekki hægt að lækka skatta vegna þess að þensla er of mikil eða aðstæður svo erfiðar að ríkissjóður hefur ekki „efni“ á því að missa tekjur. Ekki er hægt að ráðast í umfangsmiklar fjárfestingar…