Stuttbuxur skekja skákheiminn
Annað hvert ár fer fram Heimsbikarmótið í skák. Á mótinu semer nýlokið tefldu 128 skákmenn með útsláttarfyrirkomulagi. Mótið er ægisterkt,en meðal keppenda á mótinu voru 15 stigahæstu skákmenn heims. Meira að segjaheimsmeistarinn Magnús Carlsen tók þátt.
Íslendingar áttu keppanda á mótinu. Jóhann Hjartarson ávannsér keppnisrétt þegar hann sigraði á Norðurlandamótinu í skák í Växjö í Svíþjóðí sumar. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem teflir á þessu móti í 17 ár, enHannes Hlífar Stefánsson tefldi á mótinu árið 2000.
Þátttaka Jóhanns var athyglisverð. Hann er ekkiatvinnuskákmaður, enda í fullri vinnu hjá Íslenskri erfðagreiningu. Árið 2015hóf Jóhann aftur taflmennsku eftir langt hlé og varð Íslandsmeistari í fyrraþegar mótið var haldið á Seltjarnarnesi. Lengi lifir í gömlum glæðum, en það mánefna að Jóhann var elstur hinna 128 keppenda þrátt fyrir að vera aðeins 54ára. Segir það mikið um hversu ungir sterkustu skákmenn heims eru í dag. Sá einiá topp 100 yfir fimmtugu er Nigel Short.
Tefldar voru tvær skákir með hefðbundnum umhugsunartíma –ein skák á dag. Ef jafnt var, 1-1, var teflt til þrautar með styttri umhugsunartímaá þriðja degi þar úrslit fengust. Eins konar framlenging og vítaspyrnukeppni skákarinnar.Andstæðingur hans var tékkneski ofurstórmeistarinn David Navara. Sá er fæddurárið 1985, sama ár og Jóhann varð stórmeistari. Jóhann náði sér ekki á strikgegn Tékkanum sterka og tapaði báðum skákunum.
Heimsmeistarinn féllúr leik
Þátttaka Magnúsar Carlsen, sem kemur frá Noregi, vaktióneitanlega mikla athygli. Á Heimsbikarmótinu veita tvö efstu sætinþátttökurétt á áskorendamótinu á næsta ári. Þar keppa átta skákmenn um réttinntil að tefla heimsmeistaraeinvígi við Norðmanninn. Þátttaka Magnúsar þýddi þaðað þriðja sætið gat gefið keppnisrétt, þar sem hann getur ekki skorað á sjálfansig.
Magnús byrjaði vel og vann andstæðinga sína í 1. og 2.umferð fremur örugglega 2-0. Í þriðju umferð rakst hann harkalega á vegg þegarhann mætti kínverska stórmeistaranum Bu Xiangzhi. Sá kínverski, sem erfyrrverandi undrabarn og var um tíma yngsti stórmeistari heims, kom Magnúsi áóvart þegar hann fórnaði manni strax með svörtu í 15. leik.

15...Bxh3! 16. gxh3 Dxh3
Hér gat Norðmaðurinn sett öryggið á oddinn og leikið 17.Df3. Bu á þá ekkert betra en að þráskáka með 17...Bh2+ og 18...Bg3+.
Magnús tefldi hins vegar til vinnings með 17. Rf1 en eftir17...He8 18. d4 f5 var hann undir mikilli pressu.
Kínverjinn tefldi óaðfinnanlega og eftir 36. leik Magnúsarkom þessi staða upp. Kínverjinn fann skemmtilega leið til að gera út um taflið.36...Hg1+! Magnús gafst upp. Eftir 37. Rxg1 h2 er ekki hægt að hindra að svarturveki upp drottningu.

Heimsmeistarinn náði ekki að jafna metin í seinni skákinniog féll því úr leik. Fleiri sterkir skákmenn féllu úr leik í sömu umferð og má þarnefna Nakamura, Kramnik og Caruana. Mótinu lauk 27. september en þegar þetta varritað lágu endanleg úrslit ekki fyrir.
Stóra stuttbuxnamálið
Tap heimsmeistarans var samt ekki það sem stal senunni ískákfjölmiðlum í þriðju umferðinni heldur voru stuttbuxur eins keppandans einnigí sviðsljósinu.
Rússneskættaði Kanadamaðurinn Anton Kovalyov hafði byrjaðfrábærlega á mótinu. Hann vann fyrrverandi heimsmeistarann Vishy Anand íannarri umferð. Eftir sigurinn á Indverjanum vöktu ummæli Kanadamannsins íviðtali við vefsíðu mótsins nokkra athygli. Þar talaði hann um að hann væri kominnlengra en hann ætti von á – og það hentaði honum afar illa í námi sínu.
Meðal annars gagnrýndi Emil Sutovsky, formaður Félagsatvinnuskákmanna, það að menn sem ekki hefðu löngun til að komast áfram væru aðtaka sæti af sterkum atvinnuskákmönnum.
Kovalyov hafði mætt til leiks til Tíblisi með einn lítinnbakpoka og í honum voru engar buxur – aðeins skrautlegar stuttbuxur. Þær reyndustmiklar happabuxur í fyrstu umferðunum tveimur. Þegar hann mætti til leiks í þriðjuumferð gegn ísraelska stórmeistarann Rodshtein gerði yfirdómarinn hins vegar athugasemdirvið klæðnað Kovalyov, sem samræmdist ekki kröfum mótsins um snyrtilegan klæðnað.
Kanadamaðurinn benti á að hann hefði þegar teflt í þessumbuxum í umferðum 1 og 2 og einnig á síðasta Heimsbikarmóti. Í framhaldinu gerðiKovalyov athugasemdir við að hann hefði svart í fyrstu skákinni, en hann taldisig hafa hvítt. Kanadamaðurinn hafði þar rangt fyrir sér, en óvenjulegt er aðsterkir skákmenn hafi ekki litinn á hreinu fyrir skákir.

Á meðan yfirdómarinn skoðaði málið mætti GeorgíumaðurinnZurab Azmaiparashvili, aðalskipuleggjandi mótsins, til leiks og sagði Kovalyovað skipta um föt. Áttu þeir orðaskipti og var greinilegt að Azmaiparashvili varekki kátur.
Kovalyov hélt úr skáksalnum. Í stað þess að fara upp áhótelherbergi og skipta um föt og mæta aftur í skákina virðist sem hann hafi pantaðsér flug til heim til Kanada. Nokkru síðar sást hann úti við á leiðinni íleigubíl. Í framhaldinu sendi hann frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem hannbar því við að eiga ekki síðbuxur sem pössuðu sér – þar sem hann hefði fitnað.Bar hann skipuleggjanda mótsins þungum sökum fyrir dónaskap, hann hefði öskraðá sig og meðal annars kallað sig sígauna.

Azmaiparashvili er mjög umdeildur maður. Eftir að hann tókvið forsetaembætti Skáksambands Evrópu hefur það dafnað, vaxið og styrkst.Azmaiparashvili er hins vegar langt því frá allra og er skapmaður mikill og segirstundum hluti sem eru betur ósagðir. Í yfirlýsingu hans í framhaldinu sagðisthann hafa notað orðið sígauni í þeirri merkingu að Kovalyov ætti ekki að veraklæddur eins og heimilislaus maður.
Alls konar eftirmál hafa orðið af málinu og meðal annarsstóð áðurnefndur Sutovsky, formaður Félags atvinnuskákmanna, fyrir undirskriftasöfnuntil stuðnings Kovalyov, sem hann hafði gagnrýnt skömmu áður fyrir að taka þáttí mótinu – þrátt fyrir tímaskort. Það er ekki bara hart barist á reitunum 64.
Höfundur er forsetiSkáksambands Íslands.
—-
Greinin birtist í hausthefti Þjóðmála, 3. tbl. 2017. Hægt er að gerast áskrifandi að Þjóðmálum með því að senda tölvupóst á askrift@thjodmal.is eða skilaboð á facebook síðu ritsins. Ritið færst einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.