Viðskiptaskilmálar

Á vefsíðu Þjóðmála er hægt að gerast styrktaraðili útgáfunnar með því að skrá sig fyrir ákveðinni upphæð á mánuði sem skuldfærð er á kort viðkomandi. Þá selur félagið vörur ýmsan varning sem merktur er Þjóðmálum. Félagið áskilur sér rétt til að hætta við afgreiðslu pantana, þar með talið, vegna rangra verðupplýsinga, skekkju í birgðastöðu eða annarra atvika sem upp geta komið.

Kennitala Þjóðmála ehf. er 550113-0203 og vsk. númer er 112996.

Vöruafhending

Allar pantanir í vefverslun eru afgreiddar samdægurs eða næsta virka dag eftir pöntun. Öllum pöntunum er dreift með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.

Verð á vöru og sendingarkostnaður

Öll verð í vefverslun bera að teknu tilliti til 11% og 24% virðisaukaskatt. Sendingarkostnaður innanlands er auk þess innifalinn nema annað sé tekið fram.

Pantanir eru afgreiddar samdægurs eða næsta virka dag og sendar á pósthús alla virka daga. Afhendingartími fer eftir afhendingaráætlun Íslandspósts.

Að skila og skipta vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vörum gegn framvísun sölureiknings sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær vara er keypt. Vörur þurfa að vera ónotaðar og í upprunalegu ástandi þegar þeim er skilað. Við skil á vörum er miðað við upprunalegt verð þeirra, nema um hafi verið að ræða kaup á útsölu eða á sértilboði. Ef kaupandi vill ekki skipta vöru sem skilað er fyrir aðra vöru er gefin út inneignarnóta eftir að skil eiga sér stað. Inneignarnótur eru í formi kóða sem notaður er á síðunni þegar verslað er og gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Sé farið fram á endurgreiðslu er hún framkvæmd þegar vöru er skilað.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er kaupanda boðin önnur vara í skiptum sér að kostnaðarlausu. Einnig er hægt að fara fram á endurgreiðslu. Að öðru leyti vísast til laga um neytendasamninga nr. 16/2016 og laga um neytendakaup 58/2003.

Trúnaður

Félagið heitir viðskiptavinum sínum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskipti við félagið. Upplýsingarnar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Póstlisti

Með kaupum í vefverslun Þjóðmála veitir kaupandi heimild til að skrá sig á póstlista (nefndur vinaklúbbur). Viðskiptavinum er heimilt að skrá sig af póstlistanum hvenær sem er.

Varnarþing og gildandi lög

Um þessa viðskiptaskilmála og túlkun þeirra gilda íslensk lög. Rísi upp ágreiningur skal málið rekið fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.