Aserar komu, sáu og sigruðu á Evrópumóti landsliða
Evrópumót landsliða var haldið á grísku eyjunni Krít 28.október til 6. nóvember við afar góðar aðstæður. Við Íslendingar héldum samamót í Laugardalshöllinni árið 2015 og getum borið höfuðið hátt. Enn er talað umvel heppnað mótshald okkar.
Ísland tók þátt í opnum flokki og endaði í 27. sæti af 40liðum; sama sæti og liðinu var raðað í fyrir fram samkvæmt styrkleika. Þótt sumumíslenskum skákáhugamönnum finnist þessi frammistaða ekki góð og miði þá viðgullaldartímana í skák var íslenska liðið næstbest Norðurlandaþjóðanna ámótinu. Aðeins Norðmenn gerðu betur en við – en þeir enduðu í 23. sæti.Heimsmeistarinn, Magnús Carlsen, tefldi ekki með þeim.
Á fyrsta borði tefldu þeir fram Aryan Tari, nýkrýndumheimsmeistara undir tvítugu. Norðmenn eiga því tvo heimsmeistara þessa stundina.Í Noregi er mikil skákáhugi, sem auðvitað má að mestu rekja til Magnúsar.
Evrópukeppninsterkari en Ólympíuskákmótið

Evrópumót taflfélaga er sterkara mót en Ólympíuskákmótið. ÁEvrópumóti eru afar fá veik lið. Á Ólympíuskákmótinu greiða mótshaldarar alltuppihald fyrir þátttökuþjóðir en á Evrópumótinu greiðir hvert lið fyrir sig.Þátttaka er því dýr og tekur í budduna. Smærri skáksambönd í Evrópu láta þvíoft Ólympíuskákmótið duga. Sum skáksambönd, eins og Skáksambands Skotland,greiða allan kostnað liðsins á Ólympíuskákmótið en einungis hluta þegar kemurað EM. Á Evrópumóti tefla því mun veikari skákmenn fyrir Skotana en áÓlympíuskákmótinu. Á mótið vantaði öll Eystrasaltslöndin og Írland.
Öll stærri skáksambönd Evrópu tóku þátt í mótinu að þessu,að Svíum undanskildum, og vakti þátttökuleysi þeirra óneitanlega töluverðaathygli og var töluvert gagnrýnt heima fyrir. Reyndar tóku Búlgarar ekki heldurþátt, en þar eru miklar innbyrðis deilur og ekkert skáksamband viðurkennt sem stenduraf búlgörskum yfirvöldum né FIDE.
Kasparov frægasti skákmaðurinnfrá Bakú
Aserar komu, sáu og sigruðu. Þetta var þriðji sigur Asera áEvrópumóti í síðustu fimm mótum, sem er býsna magnað, þar sem ávallt eru Rússarmeð sterkasta liðið á pappírnum. Fyrir sveit Asera fór hinn afar viðkunnanlegi SjakríarMamedjarov, sem nú er þriðji stigahæsti skákmaður heims. Mikill Íslandsvinur semhefur margoft teflt á Reykjavíkurskákmótinu.
Þekkasti skákmaður fæddur í Aserbaídsjan fyrr eða síðar erað sjálfsögðu þrettándi heimsmeistarinn í skák, Garrí Kasparov, sem fæddist íBakú árið 1964. Kasparov er hins vegar af armenskum og rússneskum ættum ogtefldi með Rússum eftir fall Sovétríkjanna. Hann flutti til Moskvu um 1990 endaörugglega ekki auðvelt að vera af armenskum ættum í Aserbaídsjan.
ÓmenntaðirEvrópumeistarar
Asersku landsliðsmennirnir fara ekki sömu leið og þeiríslensku. Þegar skákhæfileikar ungra manna (og kvenna) eru uppgötvaðir í æskueru ungmennin einfaldlega tekin úr skóla og sett í massífa skákkennslu.Liðsmenn Evrópumeistara Asera eru því með öllu ómenntaðir – þótt ekki vantigáfurnar og námshæfileikana. Væntanlega væru þeir ekki þetta góðir skákmenn ánþeirra. Þessir menn hafa það síðan gríðarlega gott á aserskan mælikvarða og erMamedjarov þar algjör þjóðhetja sem keyrir um á glæsikerrum.
Það að menn séu teknir úr skóla kornungir og veðjað áskákina á sér í stað í Rússlandi, Kína og Indlandi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Fyrirþessa einstaklinga er skákin kannski eina tækifærið, eða a.m.k. bestatækifærið, til skera sig úr fjöldanum.
Aserskur agi

Það er alltaf gaman að fylgjast með Aserum á stærri mótum. Íkringum þá er ávallt haugur af aðstoðarmönnum, þó ekki jafn margir og hjáRússum, en Aserar virðast yfirleitt vera næstfjölmennastir.
Asersku landsliðsmennirnir eru einstaklega skemmtilegarfýrar. Ávallt brosmildir og líflegir. Hafa stöku sinni orðið uppvísir að því aðfá sér í glas og fara í spilavíti í miðju skákmóti, sem myndi ekki líðast íherbúðum flestra liða. Þeir fá sannarlega ekki verðlaun fyrir það að veraagaðasta liðið. Sjálfsagt hefðu Lars og Heimir ekki alltaf verið sáttir við þá.
Rússar urðu að sætta sig við annað sæti í opnum flokki enhöfðu sigur í kvennaflokki.
Árangur Íslands
Íslenska liðið skipuðu Héðinn Steingrímsson, Hjörvar SteinnGrétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Guðmundur Kjartansson. Liðsstjóri varIngvar Þór Jóhannesson.
Af þeim tefldi Hjörvar Steinn best, en hann tefldi á öðruborði og fékk 5½ vinning í 9 skákum. Besta skák hans var gegn svissneska stórmeistaranumSebastian Bogner í áttundu og næstsíðustu umferð.
Eftir 34 leiki átti Hjörvar leik.

35. Dh4! g6 36.Bxg6!! Dg7 (36...fxg6 37. Hd7) 37. Rf5! Bxg2 38. Kg1 og svartur gafst upp.
Glæsilegur sigur hjá Hjörvari.
Árangur Íslands var viðunandi á mótinu; hvorki góður néarfaslæmur. Nánast á pari. Auðvitað vilja menn gera betur og það ætlum við aðgera á Ólympíuskákmótinu í Batumi í Georgíu í september næstkomandi.
Höfundur er forseti Skáksambands Íslands.
—-
Greinin birtist í vetrarhefti Þjóðmála, 3. tbl. 2017. Hægt er að gerast áskrifandi að Þjóðmálum með því að senda tölvupóst á askrift@thjodmal.is eða skilaboð á facebook síðu ritsins. Ritið færst einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.