Vorhefti Þjóðmála er komið út

Vorhefti Þjóðmála er komið út og verður dreift til áskrifenda á næstu dögum. Auk þess er tölublaðið selt í verslunum Pennans/Eymundsson.Eins og áður er ritið fullt af áhugaverðu efni.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar um átaksverkefni ríkisins og fjármögnun þeirra.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fjallar um hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar.Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, fjallar um stöðu og áskoranir íslenskra fjármálafyrirtækja.Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, fjallar um sóknarfæri Sjálfstæðisflokksins og mikilvægt hlutverk kvenna í stjórnmálum.Sænski hagfræðingurinn Fredrik Kopsch fjallar um mögulega gjaldheimtu á helstu ferðamannastaði.Albert Jónsson sendiherra fjallar um hernaðarlega stöðu Íslands í sögu og samtíma.Björn Bjarnason, fv. ráðherra, fjallar um borgarstjórn, Landsrétt og umdeilt frumvarp um umskurn í reglulegum pistli sínum, Af vettvangi stjórnmálanna.Gísli Freyr Valdórsson fjallar um innkomu tekjuskatta í hinn vestræna heim.Fjölnir fjallar um aðdragandann að skipan dómara í Landsrétt.Guðfinnur Sigurvinsson fjallar um plastmengun í hafi sem kallar á aðgerðir.Lone Nørgaard fjallar um viðhorf Sameinuðu þjóðanna í garð Ísraelsmanna.Hjörtur J. Guðmundsson segir tímabært að endurskoða aðildina að EES.Bjarni Jónsson fjallar um hagsmunatengsl Íslands og Bretlands.Í blaðinu er einnig viðtal við Tom Palmer, sem er fræðimaður hjá Cato-hugveitunni í Bandaríkjunum og varaformaður stjórnar Atlas Network-stofnunarinnar. Þar fer Palmer yfir stöðu mála nú þegar Donald Trump hefur verið forseti Bandaríkjanna í rúmt ár, um það hvernig falsfréttir hafa nýst honum og stuðningsmönnum hans, um stöðu ríkisvaldsins og fleira sem tengist bandarískum stjórnmálum í dag. Þá fjallar Palmer stuttlega um stöðuna í Venesúela, þar sem hann þekkir vel til.Þjóðmál kemur út ársfjórðungslega. Áskriftarverð er kr. 5.550 á ári. Lausasöluverð er kr. 1.650. Hægt er að gerast áskrifandi með því að senda tölvupóst á askrift[a]thjodmal.is.

Previous
Previous

Borgarstjórn, Landsréttur og umskurður

Next
Next

Hvernig kommúnismi varð að sjúkdómnum sem hann reyndi að lækna