Stjórnarafmæli - veikluð stjórnarandstaða - svissneskt dæmi
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fagnaði eins árs afmæli30. nóvember 2018. Forystumenn stjórnarflokkanna, Katrín Jakobsdóttir VG, BjarniBenediktsson Sjálfstæðisflokki og Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokki, minntustdagsins meðal annars með sameiginlegri grein i Morgunblaðinu á afmælisdaginn.
Þau minna á að stjórnarflokkarnir séu ekki „náttúrulegirbandamenn í stjórnmálum“ og þess vegna þurfi að gæta vel að ólíkum sjónarhornumog samráð sé lykilatriði. Fyrir vikið séu „mál unnin í meiri pólitískri sátt ogþví vonandi þannig úr garði gerð að þau geti staðist tímans tönn – ogsviptingar í pólitík“.
Minnt er á að undanfarin 10 ár hafi íslenska þjóðin „búiðvið samfelldan hagvöxt og batnandi kaupmátt og lífskjör“. Ríkisstjórnin hafieinsett sér „að skila hagsældinni sem hér hefur ríkt til alls samfélagsins oggæta þess að komandi kynslóðir njóti hennar líka“. Það hafi meðal annars veriðgert með því auka samfélagsleg framlög og fjárveitingar til innviða um samtals90 milljarða króna í tvennum fjárlögum.
Í greininni segir:
Ástæða er til að staldra sérstaklega við þennan kaflagreinarinnar og hvetja til þess að nýsköpun reist á rannsóknum og vísindum náitil sem flestra þátta. Nýsköpun er afrakstur samkeppni og metnaðar. Hún leiðirtil hagkvæmni og framfara. Losa verður um tök ríkisins á sviði heilbrigðis- ogfélagsmála og leyfa nýjum straumum að leika um þessi stóru útgjaldasvið, ekkitil þess að rýra opinberan fjárstuðning heldur til að tryggja að fjármunir séunýttir undir aga samkeppni.
„Stuðningur við nýsköpun og rannsóknir hefur enn verið efldur, nú síðast með tvöföldun hámarksupphæða endurgreiðslu vegna rannsóknar- og þróunarverkefna fyrirtækja. Sömuleiðis er unnið að nýsköpunarstefnu fyrir Ísland sem er lykilatriði fyrir framtíð samfélagsins og fjölbreyttari stoðir efnahagslífsins. Unnið er að endurskoðun á starfsumhverfi vísinda og rannsókna og von á frumvarpi um heilindi í vísindarannsóknum.“
Hér á þessum vettvangi hefur því verið haldið fram aðsamstarf þessara þriggja ólíku flokka sé vel til þess fallið að skapa æskilegtog nauðsynlegt jafnvægi á stjórnmálavettvangi og í samfélaginu almennt.
Það hefur tekist á fyrsta ári stjórnarsamstarfsins. Næstuvikur reynir á þanþol þess þegar sverfur til stáls í kjaraviðræðum. Nýirforystumenn Eflingar stéttarfélags og Verslunarmannafélags Reykjavíkur (VR) hagasér að nokkru eins og strengjabrúður öfgafullra sósíalista þegar þeir boðaágæti stéttaátaka. Að tekist skuli á við þessa tímaskekkju hér núna þegarkaupmáttaraukning hefur verið meiri en nokkru sinni er til marks um að litlirjaðarhópar hafa komið ár sinni fyrir borð í fjölmennum samtökum launamanna. Umbjóðendurþessa forystufólks finna fyrir skaðsemi þess að fela því ábyrgð verði ekkisamið um kaup og kjör innan þeirra marka sem þjóðarbúið og eðlileg framvinda þessþolir.
Undir lok afmælisgreinar sinnar vara formenn stjórnarflokkannavið öfga- og lýðskrumsflokkum og stjórnmálamönnum sem vilja „sundra og grafaundan þeim lýðræðislegu gildum sem hafa tryggt stórstígar framfarir ímannréttindamálum, hagsæld og öryggi“. Við þessar aðstæður sé mikilvægt „aðsýna fram á að það er hægt að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, miðla málum ogvinna samhent að sameiginlegum markmiðum, þvert á flokka, samfélaginu öllu tilheilla“.
Takist flokkunum þetta verður samstarf þeirra þjóðinni tilheilla.
II.
Að kvöldi þriðjudags 20. nóvember 2018 komu sex þingmennsaman í Klaustri, veitingastað skammt frá Alþingishúsinu. Þetta voru fjórirforystumenn Miðflokksins: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flokksformaður, GunnarBragi Sveinsson, fyrsti varaformaður og þingflokksformaður, Anna KolbrúnÁrnadóttir, annar varaformaður, og Bergþór Ólason, varaformaður þingflokks. Þávoru þarna tveir forystumenn þingflokks Flokks fólksins: Ólafur Ísleifssonþingflokksformaður og Karl Gauti Hjaltason, varaformaður þingflokks.
Bára Halldórsdóttir sem var stödd í Klaustri fyrir tilviljuntók upp samtalið með leynd í 3 klst. og 41 mínútu. Í samtali við Stundina 7.desember kom fram að henni blöskraði svo níðangurslegt tal þingmannanna umkonur og fatlað fólk að hún notaði farsíma sinn sem upptökutæki. Sjálfri sérlýsir hún sér sem samkynhneigðri og öryrka.
Að kvöldi miðvikudags 28. nóvember birtust bútar afsamtalinu á vefsíðum DV og Stundarinnar með mynd af hlutaþingmannanna. Síðan rúllaði málið af stað og skildi eftir sig pólitísktsvöðusár.
Fyrir utan að tala niður til kvenna með skítlegum orðum vorutvö mál þingmönnunum ofarlega í huga.
Í fyrsta lagi vildu Miðflokksmenn reyna að fá Karl Gauta ogÓlaf til að ganga til liðs við sig. Virtist Ólafi standa til boða að verðaþingflokksformaður Miðflokksins í stað Gunnars Braga.
Í öðru lagi minnti Gunnar Bragi á að hann hefði skipað ÁrnaÞór Sigurðsson, þáv. þingmann VG, sendiherra samtímis Geir H. Haarde, fyrrv.forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Þetta hefði hann gert til aðskapa frið um skipun Geirs og tekist það. Hann hefði rætt málið við BjarnaBenediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Gunnar Bragi gaf til kynna að hannætti inni hjá sjálfstæðismönnum að þeir skipuðu sig sendiherra. Sigmundur Davíðtók undir þau orð. Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þórðarson utanríkisráðherrahafa afdráttarlaust hafnað því að Gunnar Bragi eigi eitthvað inni hjásjálfstæðismönnum varðandi stöðuveitingar.
Birting á samtölum þingmannanna og einkum niðrandi ummæliþeirra um konur vöktu hneykslun og reiði fimmtudaginn 29. nóvember. SteingrímurJ. Sigfússon, forseti alþingis, sagði á ruv.is:
„Mér líður mjög illa. Mér finnst þetta hryllilegur atburður [...] Þannig að þetta er óskaplega dapur dagur.“
III.
Að kvöldi fimmtudagsins 29. nóvember var árlegtkvöldverðarboð forseta Íslands fyrir alþingismenn. Hvorki Gunnar BragiSveinsson né Bergþór Ólason, orðljótustu mennirnir á fundi sexmenninganna,sóttu veisluna. Vildu þeir hlífa samstarfsmönnum við návist sinni. Föstudaginn30. desember boðuðu þeir tveir fjarveru á nefndarfundum.
Bar þetta vott um að í hópi samstarfsmanna á þingi væru þeirilla séðir. Sama viðhorf var innan þeirra eigin flokka.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, birti eftirfarandiyfirlýsingu á vefsíðu flokksins föstudaginn 30. nóvember:
„Í ljósi alvarlegs trúnaðarbrests sem upp er kominn í þingflokki Flokks fólksins ákvað stjórn flokksins á nýafstöðnum fundi sínum í dag, að vísa þingmönnum flokksins þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni úr Flokki fólksins, sbr. samþykktir flokksins grein 2.6 en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega“. Stjórnin harmar þá rýrð sem þeir hafa kastað á Flokk fólksins, með óafsakanlegri þátttöku sinni á fundi með þingmönnum Miðflokksins á Klaustur-bar þann 20. nóv. sl. [Séra] Halldór Gunnarsson hefur sagt sig úr stjórn flokksins ásamt öðrum trúnaðarstörfum er hann gegndi.“
Karl Gauti og Ólafur voru ósáttir við brottreksturinn. Þeirsögðust ætla að starfa utan flokka á þingi. Halldór Gunnarsson sagði sig úrstjórn flokksins af því að hann vildi ekki reka þá félaga sína úr honum. Þeirhefðu ekki gerst sekir um óviðurkvæmilegt tal.
Inga Sæland sá hins vegar að Karl Gauti talaði niður tilhennar. Hún áttaði sig einnig á því að þeir sátu þennan fund til að leggja áráðin um andóf gegn henni, ef ekki beina uppreisn í samvinnu við Miðflokksmenn.
Lítið er spunnið í flokksformann sem bregst ekki við slíkumsamblæstri.
IV.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sendiflokkssystkinum sínum bréf föstudaginn 30. nóvember. Þar tilkynnti hann aðGunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason hefðu verið sendir í leyfi. Hann sagðiþingmenn flokksins „miður sín yfir mörgum þeirra orða sem féllu í einkasamtölumsem gerð hafa verið opinber undanfarna daga“.
Vanlíðan viðkomandi þingmanna hefði verið mikil. Hann „hefðiátt að stöðva“ fundinn í Klaustri.
Þá sagði flokksformaðurinn:
„Ég skammast mín fyrir að hafa ekki gert það en sök mín hvað þetta varðar er því miður miklu meiri en nemur þessum eina fundi. [...] Ég hef setið ótalsinnum með fulltrúum ólíkra flokka þar sem sambærilegar umræður hafa átt sér stað án þess að ég eða aðrir höfum stöðvað þær.“
Hafi Sigmundur Davíð setið marga fundi um menn og málefniþar sem orðbragð og hugarfar er á borð við það sem upptökurnar af kráarfundinumí Klaustri sýna ber það vott um stjórnmálastarf á fúnum grunni.
Hann hnykkir á og segir:
„Ég hef hlustað á þingmenn flestra flokka úthúða flokksfélögum sínum og nota orðbragð sem í sumum, jafnvel mörgum, tilvikum er enn grófara en það sem birst hefur að undanförnu. Þingmenn af báðum kynjum eiga þar í hlut og fórnarlömbin eru auk þess af báðum kynjum.“
Og enn segir flokksformaðurinn:
„Mér hefur þótt það til marks um einstaka hræsni þegar fólk sem maður hefur ítrekað heyrt segja hreint út sagt ógeðfellda hluti um félaga sína og grófustu brandara sem ég veit um stígur nú fram uppfullt af vandlætingu.“
Allt er þetta sagt til að skýra hvers vegna Gunnar Bragi ogBergþór Ólason áformi „að taka sér leyfi frá störfum. Iðrun þingmanna er mikilog einlæg og ég vona að þið getið með tímanum séð ykkur fært að veitafyrirgefningu,“ segir Sigmundur Davíð.
Þetta telur Sigmundur Davíð einnig duga sér til varnar oghann sitji áfram á þingi sem flokksformaður eins og það eina sem hafi gerst séað hann hafi ekki slitið drykkjusamkvæmi þegar hæst stóð.
Birt hefur verið útskrift sem sýnir að Sigmundur Davíðflutti langt mál um innkomu sína í stjórnmálin að hvatningu Guðna Ágústssonar. Hvemiklu skipti fyrir hann að kynnast Gunnari Braga, sem veitti honum ekki stuðningí fyrstu en hefði síðan ávallt staðið eins og klettur sér við hlið.
Erindi þessara pólitísku fóstbræðra við forystumenn íþingflokki Fólks flokksins var að fá þá til að standa með sér aðmið-hægriflokki. Það væri dauðadæmt fyrir þá að vera í flokki undir forystuIngu Sæland – þar köstuðu þeir hæfileikum sínum á glæ en nýttu þá til fulls ísamstarfi innan Miðflokksins undir formennsku Sigmundar Davíðs.
V.
Þannig er ástandið í tveimur af fimmstjórnarandstöðuflokkunum þegar ríkisstjórnin fagnar eins árs afmæli.
Staðan í flokki Pírata er ekki góð. Agnes Bragadóttir birtifróðlega skýringu á henni á í Morgunblaðinu28. september. Samstarfsmönnum Pírata á þingi finnst þeir „afskaplega erfiðir ísamstarfi“. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, og HalldóraMogensen, varaformaður þingflokksins, sækja illa fundi formanna þingflokka meðforseta alþingis og tilviljun virðist ráða hver kemur í þeirra stað. Agnessegir:
„Þetta hafi orðið til þess að þingmenn Pírata hafi á stundum ekki verið með á nótunum hvað varðar dagskrá þingsins og hleypt vissum óróa í þingsal af þeim sökum.“
Innan raða Pírata ríkir það sjónarmið að þingmenn þeirra séuekki bundnir af sameiginlegum ákvörðunum á fundi þingforseta með formönnumþingflokka nema að gefnu skriflegu samþykki. Þetta endurspeglar ekki annað enóeiningu og vantraust milli Pírata sjálfra. Þeir hafa samþykkt að tilkynnaforseta alþingis skriflega hvort þingflokkur þeirra og þingflokksformaðursamþykki tillögu þingforseta, þetta lýtur meðal annars að tilhögun funda, lengdræðutíma eða annarra slíkra hluta sem ákveða þarf til að tryggja framgang málaá þingi.
Þegar Agnes leitaði eftir áliti þingflokksformanna eðaþeirra sem sitja í forsætisnefnd alþingis á þessu ráðslagi Pírata og ræðu HelgaHrafns, þingmanns þeirra, um það vildi enginn nema píratinn Jón Þór Ólafssontjá sig; „Þeir töldu að slíkt væri einungis til þess fallið að stökkva olíu áeldinn og sögðust ekkert vilja segja, sem reitt gæti Pírata til reiði.“
Þetta orðalag bendir til þess að einhvers konar reiði- eðafrekjustjórn Pírata ráði máli manna í Alþingishúsinu. Fólk hafi fengið svo uppí kok af yfirgengilegri framgöngu að það þegi til að halda friðinn.
Að þetta andrúmsloft skapist á þjóðþinginu er stóralvarlegt.Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata, sagði sig úr flokknum og villhverfa úr borgarstjórnarflokki hans. Frá þessu sagði hún á FB föstudaginn 2.nóvember 2018. Þar stóð meðal annars:
„Undanfarnar vikur hef ég gefið Pírötum færi á að snúa frá meðvirkni með eineltishrottum sem notfæra sér strúktúr flokksins til að níða og hrekja burt fólk sem þau telja „ópírataleg“. En ekkert gerist. Aftur og aftur vinna hin freku og óheiðarlegu með óljósum ásökunum, heift og sjálfhverfum túlkunum á grunngildum Pírata. Eftir sitja þeir sem níðst er á ein og óstudd af þeim sem geta stigið inn. Ég hef virkilega vonað að hægt yrði að leiðrétta það sem hefur verið gert rangt, á hlut margra. En það gerðist ekki. Ég vonaði að Píratar væru hópurinn sem myndi aldrei vera rotinn að innan og myndu svo sannarlega standa upp ef það gerðist. En það gerðist ekki! Fólkið sem hagar sér með þessum hætti felur sig á bak við flatan strúktúr, en þetta er ekki flatur strúktúr, þetta er stjórnleysi og vanhæfni! Ofbeldistæki hinna freku!“
Eftir úrsögn Rannveigar Ernu hvarf Atli Þór Fanndal,pólitískur ráðgjafi Pírata, einnig úr flokknum. Hann tilkynnti þetta á FB 3.nóvemer 2018 og sagði:
„Ég varð fyrir hrottaleg einelti sem barn. Það hefur kennt mér að ekkert er til sem heitir hlutleysi gagnvart slíku. Kafkaeskt einelti er hugsanlega það ógeðslegasta sem fyrir finnst. Það er ekkert eins ógeðslegt og að upplifa einelti sem hluta af strúktúr. Kerfi sem virðast svo fullt af dysfúnksjón að það hunsar allt mannlegt og fær fólk til að upplifa sig smátt og valdalaus eru nú oftar en ekki hönnuð af mikilli natni og virka nákvæmlega eins og þeim er ætlað. [...] Ég mun ekki starfa fyrir Pírata, veita neina ráðgjöf, vera í flokknum né kjósa hann eða styðja nema ég sjái áhrifafólk flokksins setja þeim sem standa að aðförinni stólinn fyrir dyrnar. Ítrekuðum ráðleggingum mínum um hvernig takast á við svona hegðun hefur ekki verið fylgt. Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun.“
Pírötum hefur gengið merkilega vel að halda þessum ágreiningiinnan dyra hjá sér. Ástæðan er meðal annars sú að þetta er dæmigerðurafkimaflokkur. Talsmenn hans láta eins og þeir séu í raun eins og pólitískir hvítvoðungarí samanburði við aðra. Það sé ekki unnt að tala um þá í sömu andrá og aðra vegnaþess hve miklu betri, heiðarlegri og heilbrigðari en aðrir þeir séu.
Þetta kann að vera ástæðan fyrir því að ekki kemst í hámælihér að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata, er kosinnefndarformaður á Evrópuráðsþinginu í Strassborg sem fulltrúi þingflokksjafnaðarmanna.
VI.
Þegar hugað er að málefnum sem sameina stjórnarandstöðuflokkanaeru þau ekki auðgreinanleg. Undanfarnar vikur hefur 3. orkupakkamálið, það erhvort innleiða eigi þetta EES-mál í íslensk lög, borið hátt. Athygli vakti aðSigmundur Davíð og Gunnar Bragi hafa allt aðra afstöðu til málsins nú en þegarþeir sátu í ríkisstjórn sem forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Þá unnu þeirað því að 3. orkupakkinn yrði EES-mál og Sigmundur Davíð ræddi við DavidCameron, forsætisráðherra Bretlands, um ágæti þess að leggja sæstreng til aðflytja raforku milli Íslands og Bretlands. Nú segjast þeir vera andvígir hvorutveggja. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er einnig andvíg innleiðingu 3.orkupakkans.
Í umræðum um afstöðu Íslendinga til EESsamstarfsins erstundum vakið máls á því að það yrði betri leið til samstarfs við ESB að geratvíhliða samninga eins og EFTA-ríkið Sviss hefur gert. Það er mikillmisskilningur að Íslendingar yrðu betur settir í stöðu Sviss. Þegar rætt er umhana horfa menn gjarnan framhjá því að allt aðrir stjórnarhættir ríkja í Svissen hér á landi. Skal eitt nýlegt dæmi nefnt því til stuðnings.
Svissneskir kjósendur höfnuðu með miklum meirihluta íþjóðaratkvæðagreiðslu sunnudaginn 25. nóvember tillögu um „forgang svissneskralaga“. Alls sögðu 66,2% nei við tillögunni en 33,8% já. Kjörsókn var mikil á svissneskanmælikvarða við þjóðaratkvæðagreiðslur; 47,7%.
Lýðflokkurinn (SVP), hægriflokkur, stóð að baki tillögunni,sem fól í sér að alþjóðleg lagaákvæði vikju fyrir svissneskum lögum nema meðmjög fáum undantekningum.
Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar sögðu stuðningsmenntillögunnar að sjálfstæði Sviss og stjórnarhættir þjóðarinnar, reistir á beinulýðræði, væru í hættu. Andstæðingar tillögunnar sögðu hana á hinn bóginn ógna stöðugleika,lífskjörum og trúverðugleika Svisslendinga sem þátttakenda í alþjóðasamstarfi.
Hefði tillagan hlotið samþykki kynni hún að hafa leitt tilþess að Svisslendingar segðu sig frá alþjóðlegum skuldbindingum. Var jafnveltalið að með henni yrði vegið að mannréttindum. SVP hefur beitt sér fyrir ýmsumtillögum um málefni útlendinga og hafa sumar þeirra hlotið meirihlutastuðning.Flokkurinn nær að jafnaði minni árangri þegar hann snýr sér að hreinuminnanlandsmálum.
Niðurstaðan að þessu sinni var meðal annars skýrð á þannhátt að hvað sem liði mikilli varðstöðu Svisslendinga um beint lýðræði hefðuþeir hafnað tillögunni um forgang svissneskra laga vegna þess að þeir vilduekki spilla áliti sínu og lands síns út á við eða spilla fyrir útflutningi.
Hans-Ueli Vogt, þingmaður SVP og upphafsmaður tillögunnar,sagði úrslitin sýna „hægfara dauða beins lýðræðis“. Skýringar á að SVP tapaði íatkvæðagreiðslunni lytu meðal annars að því að flokkurinn væri kominn einslangt og honum væri fært á þeirri braut að vinna að einangrun Sviss. Eitt væriað vilja sporna við straumi útlendinga til landsins, annað að reisa lagamúra áöllum sviðum um landið.
Svo virðist sem andstæðingar 3. orkupakkans, sem er héraðeins til umræðu af því að Ísland er EFTA-ríki í EES, vilji nota hann til aðspilla almennt samstarfi okkar á EES-vettvangi, ef ekki beinlínis taka stefnunaút úr EES. Sé litið á efnislega hlið málsins eru andmælin gegn 3. orkupakkanumeinskis virði, sé formlega hliðin hins vegar metin getur einhliða skammsýni viðafgreiðslu málsins valdið sama tjóni hér og sagt var að kynni að hafa orðið íSviss með því að samþykkja ofangreinda tillögu SVP-flokksins.
Þennan sama sunnudag, 25. nóvember, greiddu Svisslendingar atkvæði um tvær aðrar tillögur. Í fyrsta lagi um hvort veita ætti þeim sem kanna með leynd grun um sviksemi félagslegra bótaþega auknar heimildir til rannsókna og í öðru lagi um hvort banna ætti bændum að saga horn af kúm og geitum. Fyrri tillagan var samþykkt með 64,7% atkvæða en síðari tillagan var felld með 54,7% atkvæða.
Af vettvangi stjórnmálanna birtist í vetrarhefti Þjóðmála, 4. tbl. 2018. Hægt er að gerast áskrifandi að Þjóðmálum með því að senda tölvupóst á askrift@thjodmal.is eða skilaboð á facebook síðu ritsins. Ritið færst einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.