Nýjasta hefti Þjóðmála er komið út
Sumarhefti Þjóðmála er komið út og verður dreift til áskrifenda. Tímaritið er að venju fullt af góðu og vönduðu efni.Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fer í viðtali yfir stöðu efnahagsmála, útlitið fram undan, mögulegt brotthvarf verðtryggingar af íslenskum heimilum, fjárfestingu í innviðum og fleira. Þá svarar hann spurningum um gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umdeild ummæli sín um hagsmunahópa frá því í vor.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fjallar um brostnar vonir þeirra sem aðhyllast sósíalisma og mikilvægi þess að hægrimenn haldi umræðu um frjálst markaðshagkerfi á lofti.Svanhildur Hólm Valsdóttir fjallar um áherslur atvinnulífsins og nýlega viðhorfskönnun sem Viðskiptaráð gerði á meðal félagsmanna í aðdraganda kosninga.Björn Bjarnason fjallar um stöðuna og þjóðfélagsumræðuna í aðdraganda kosninga.Fjórir frambjóðendur skrifa greinaflokk í aðdraganda alþingiskosninga. Bergþór Ólason skrifar um orkunotkun og lífsgæði, Birgir Ármannsson skrifar um breytingar á stjórnarskrá, Hanna Katrín Friðriksson skrifar um afturför heilbrigðiskerfisins undir núverandi stjórn og Jóhann Friðrik Friðriksson skrifar um atvinnumál.Finnur Thorlacius Eiríksson fjallar um ásakanir um meinta aðskilnaðarstefnu í Ísrael.Sigurður Már Jónsson fjallar um fjölmenningu og nýjan kenningarheim.Í Þjóðmálum er líka fjallað um skák, menningu og fleira.Helgi Áss Grétarson fjallar um skáksumarið og heimsbikarmót FIDE.Ísrael Daníel Hanssen fjallar um Berlínarmúrinn í bíómyndum.Magnús Lyngdal Magnússon fjallar um Humperdinck og óperuna Hans og Grétu.Birt eru tvö ljóð í þýðingu Atla Harðarsonar.Geir Ágústsson fjallar um hinar tvær fylkingar þjóðmálaumræðunnar og bók Thomas Sowell, A Conflict of Visions.Þá er fjallað um tilraunir til að slaufa Jordan Peterson, stöðu Íslands í barnfóstruvísitölunni, vindla og fleira. Þjóðmál kemur út ársfjórðungslega. Áskriftarverð er kr. 6.000 á ári. Hægt er að gerast áskrifandi með því að senda tölvupóst á askrift[a]thjodmal.is. Þá fæst ritið einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.