GAMMA Reykjavíkurskákmótið
GAMMA Reykjavíkurskákmótið 2019 fór fram í Hörpu dagana 8.-16. apríl. Mótið var að þessu sinni tileinkað minningu Stefáns Kristjánssonar stórmeistara, sem lést langt fyrir aldur fram í fyrra.
Sérstakur heiðursgestur mótsins var nýr forseti FIDE, hinnrússneski Arkady Dvorkovich. Sá varum tíma aðstoðarforsætisráðherra Rússlands og var formaður undirbúningsnefndar umHM í fótbolta í Rússlandi í 2020, mót sem þótti takast frábærlega. Möguleikinn áað halda heimsmeistaraeinvígið 2022 í Hörpu var ræddur.
Jafnframt kom til landsins Smbat Lputian, æðsti stjórnandi armenska skákskólans og formaður nefndar FIDE um skák í skólum.
Armenar hafa ávallt vakið mikla athygli fyrir afar sterktskáklandslið miðað við mannfjölda. Þeir eru þrefaldir ólympíumeistarar. Lputianhefur áhuga á að hjálpa til við uppbyggingu skákkennslu á Íslandi og mun aðöllum líkindum hitta Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og kynna hennihugmyndir sínar. Mikill metnaður er innan skákhreyfingarinnar til að gefaverulega í varðandi æskulýðsstarf og skákkennslu í skólum. Byggja þarf landsliðframtíðar og rannsóknir hafa sýnt að skák hefur mörg jákvæð áhrif á námsárangurkrakka. Í sumum skólum hefur verið reynt að minnka snjalltækjanotkun í skólumog þar getur skákin komið sterk inn.
Skákframtíðin erbjört!
Skáksamband Íslands hleypti nýlega af stokkunum verkefni sember nafnið Skákframtíðin. Markmiðið er að hlúa að ungu afreksfólki í skák ogbyggja upp framtíðarlandslið Íslands. Stofnaðir voru úrvalsflokkar, 9-12 ára og13-16 ára, sem hvor um sig verður skipaður 6-10 þátttakendum.

Reglulega verður nýjum áhugasömum ungmennum boðin þátttaka í Skákframtíðinni. Styrktarsjóður Sigtryggs Sigurðssonar glímukappa styður afar myndarlega við verkefnið.
Þátttakendur munu njóta sérstakrar handleiðslu af hálfuíslenskra og erlendra þjálfara. Þjálfunin innanlands verður í umsjón Björns Ívars Karlssonar, þjálfarakvennalandsliðsins og FIDE-meistara, og kennara Skákskóla Íslands undir umsjón Helga Ólafssonar, stórmeistara,landsliðsþjálfara og skólastjóra Skákskólans.
Úkraínsku stórmeistararnir Oleksandr Sulypa og AdrianMikhalchishin munu koma til landsins og þjálfa 3-4 sinnum á ári, en báðireru þrautreyndir þjálfarar. Sá fyrrnefndi er landsliðsþjálfari Úkraínu, eins sterkastalandsliðs heims, og sá síðarnefndi hefur verið yfirþjálfari FIDE um árabil, enauk þess að gegna stöðu landsliðsþjálfara kvennaliðs Tyrklands hefur hann ritaðfjölmargar skákbækur.
Skákframtíðin byggir á svipuðu verkefni frá Póllandi semSulypa og Mikhalchishin komu einmitt að. Það skilaði miklum árangri því Pólverjarvoru nálægt því að fagna sigri á síðasta Ólympíuskákmóti!
Sulypa kom til landsins í febrúar og kynntist þar flestumþátttakendum þessa metnaðarfulla verkefnis. Óhætt er að segja að það hafi gengiðvel. Í framhaldinu hafa þeir félagar lagt fyrir verkefni og verið með kennslu áSkype.
GAMMAReykjavíkurskákmótið
Þegar þetta er ritað eru um 230 keppendur frá 37 löndumskráðir til leiks á Reykjavíkurskákmótið og þar af um 27 stórmeistarar. Þeirrastigahæstur er enski stórmeistarinn Gawain Jones. Tveir fyrrverandi sigurvegarareru meðal keppenda; Abhijeet Gupta, Indlandi, og Erwin L´ami, Hollandi.

Heimsmeistarinn í flokki 20 ára og yngri, ParhamMaghsoodloo, mætir til leiks, en sá þykir eitt mesta efni í heiminum. Landihans, Alireza Firouzja, er líka nafn sem rétt væri að leggja á minnið. Sá eraðeins 16 ára og er að mati Ivans Sokolov, þjálfara Írans, líklegt heimsmeistaraefni.
Indverska undrabarnið Dommaraju Gukesh teflir í fyrstaskipti á Reykjavíkurskákmóti. Í janúar síðastliðnum varð hann næstyngsti stórmeistarisögunnar, 12 ára, 7 mánaða og 17 daga. Aðeins Sergey Karjakin varð stórmeistariyngri.
Kvennahersveitin er sterk nú sem endranær. Má þar nefna hinaindversku Tönju Sachdev, sem er tíður gestur hérlendis. Dinara Saduakassova fráKasakstan er þrefaldur heimsmeistari stúlkna í yngri flokkum. Reykjavíkurskákmótiðnú rekst á EM kvenna í skák og bandaríska meistaramótið þannig að sterkarskákkonur frá Bandaríkjunum og Evrópu hafa stundum verið fjölmennari en núna.
GAMMA Reykjavíkurskákmótið er miklu meira en skákmót. Þareru alls konar hliðarviðburðir. Má þar nefna Fischerslembiskákmót. Slembiskákvirkar þannig að peðunum er raðað upp á hefðbundinn hátt. Mönnunum á bak viðþau er hins vegar raðað upp á tilviljanakenndan hátt. Alls eru 960 mögulegarupphafsstöður. Margir telja að vegur slembiskákarinnar muni aukast mjög á komandiárum.
MikilvægiReykjavíkurskákmótsins

Reykjavíkurskákmótið er afar mikilvægt fyrir íslenskt skáklíf og hefur verið flaggskip þess síðan framsýnir menn héldu fyrsta Reykjavíkurskákmótið í Lídó árið 1964. Mótið er afar vinsælt og hátt skrifað úti í hinum stóra heimi og hefur síðustu ár lent í 2.-4. sæti á lista yfir bestu opnu skákmót heims í vali atvinnuskákmanna.
Reykjavíkurskákmótið er yfirleitt fyrsta alþjóðlega mótiðsem ungir íslenskir skákmenn taka þátt í. Fyrir um áramót var mótið opnað fyriröllum og var það mikið gæfuspor – ekki síst fyrir íslenska skákæsku.
Höfundur er forseti Skáksambands Íslands.
—
Greinin birtist í vorhefti Þjóðmála, 1. tbl. 2019. Hægt er að gerast áskrifandi að Þjóðmálum með því að senda tölvupóst á askrift@thjodmal.is eða skilaboð á facebook síðu ritsins. Ritið færst einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.