Ríki meðal ríkja, þjóð meðal þjóða

Afi minn veiktist í spænsku veikinni en náði blessunarlegafullum bata og kenndi sér vart meins eftir það. Mér eru minnisstæðar sögur semhann sagði mér frá árinu 1918, frostavetrinum mikla, Kötlugosinu og síðast enekki síst þeim viðburði þegar Ísland varð sjálfstætt, frjálst og fullvaldakonungsríki.

Hinir útvöldu: Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918
Höfundur: Gunnar Þór Bjarnason
Útgefandi: Sögufélag í samstarfi við Afmælisnefnd aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Reykjavík, 2018
404 bls.

Fyrir mér runnu þessir stórviðburðir ársins 1918 saman íeitt. „Frostaveturinn mikli“ stóð þó aðeins yfir í um hálfsmánaðarskeið í janúar1918, en tíðarfar var óvenju gott um vorið og haustið milt. Þegar hin skæðadrepsótt barst til landsins var sem betur fer ekki sá fimbulkuldi sem landsmennhöfðu fengið að finna fyrir í byrjun ársins.

Viðburðir ársins 1918 eru raktir í nýútkominni bók GunnarsÞórs Bjarnasonar sagnfræðings Hinirútvöldu, en meginviðfangsefni bókarinnar er vitaskuld sigurstundsjálfstæðisbaráttunnar.

Fremst í bókinni birtist hin fræga mynd af athöfninni viðStjórnarráðshúsið 1. desember 1918 sem landsmönnum hefur fram til þessa fundistdrungaleg og tengt við hörmungar ársins. En eins og Gunnar bendir á erglaðasólskin þennan dag og Magnús Ólafsson ljósmyndari á í mesta basli með að takamyndina. Birtan er svo mikil að Magnús nær ekki styttunni af Jóni Sigurðssynimeð á myndina, en hún stóð á þeim tíma þar sem nú er minnismerki HannesarHafstein. Fjöldi fólks var saman kominn neðst í Bankastræti og sömuleiðis áLækjartorgi. Líklega hafa mun fleiri fylgst með viðburðinum heldur enathöfninni sem haldin var á sama stað á aldarafmælinu 1. desember 2018 - ínístandi norðankulda!

Gunnar dregur líka fram lýsingar fólks af þessum degi sem íhuga þess er dýrðardagur. Við blasir allt önnur mynd en við þekkjum. Þegar íbyrjun bókarinnar komum við því að einu helsta einkenni góðra sagnfræðirita - aðbregða nýju ljósi á söguna. Í þessu tilfelli eina ljósmynd, en ljósmynd semhaft hefur mikil áhrif á mynd okkar af þessum merkisviðburði.

Ranghugmyndirleiðréttar

Ein helsta ranghugmyndin um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga erað henni hafi lokið 1944. Í þjóðarétti er enginn greinarmunur á hugtökunumfullveldi og sjálfstæði og því rökleysa að tala um að Ísland hafi orðiðsjálfstætt ríki 1944, eins og oft er gert og börnum jafnvel kennt í skólum.Virtir sagnfræðingar hafa meira að segja haldið því fram í nýlegumsagnfræðiritum að Íslendingar hafi alltaf ætlað að stofna lýðveldi þegar tími sambandslagannarynni út 1943.

Umræða um lýðveldisstofnun kviknar þó ekki fyrr en eftir aðsíðari heimsstyrjöldin brýst út. Sambandslögin voru eitt og konungssambandið annað.Hinn 1. desember 1918 varð Danmörk erlent ríki þrátt fyrir sambandslögin ogDanir gengu í Þjóðabandalagið en Íslendingar ekki, svo dæmi sé tekið. Þannig höfðuÍslendingar sjálfstæða utanríkisstefnu þó svo að danska utanríkisþjónustan annaðistframkvæmd hennar.

Gunnar Þór dregur ágætlega saman hvað raunverulega fólst ífullveldi og vitnar meðal annars til ræðu Einars Arnórssonar á Alþingi íseptember 1918 þar sem rætt var um sambandslögin: „Annað hvort er maður lifandieða dauður; annað hvort er um fullveldi að ræða eða ekki.“

Ýmsir málsmetandi menn í okkar samtíma - þar með taliðalþingismenn - mættu gjarnan kynna sér þessa sögu og þá hvað raunverulega felstí fullveldi. Fullveldi er ekki í nokkrum stigum, það er ekki kaka sem hægt erað skera í sneiðar.

Að tala um „framsal fullveldis“ og „fullveldisafsal“ er þvírökleysa. Eitt helsta einkenni fullvalda ríkja er þjóðréttarhæfi, þau geta gertalþjóðasamninga - í krafti fullveldisins. Þeir samningar geta þó auðvitað veriðóhagstæðir eftir atvikum en ríkið er jafnfullvalda fyrir því.

Ísland var því til að mynda ekki minna fullvalda þó svo aðkonungurinn væri erlendur. Ekki frekar en fjölmörg fullvalda ríki fyrr og síðarsem hafa sinn þjóðhöfðingja annars staðar. Nærtækasta dæmið í okkar samtíma erKanada. Englandsdrottning hefur þó staðgengil sinn þar í landi, en því var ekkiað heilsa hér á landi og færa má rök fyrir því að það hafi verið ljóður ástjórnskipun konungsríkisins Íslands.

Enn ein bábiljan í umræðum um Íslandssöguna er að gjarnan ertalað um heimsóknir „Kristjáns X. Danakonungs“ hingað til lands 1921, 1926,1930 og 1936. Kristján konungur kom hingað vitaskuld ekki sem Danakonungur heldursem konungur Íslands. Alexandrína drottning varð drottning Íslands, synirþeirra prinsar af Íslandi og önnur ættmenni konungs urðu prinsar og prinsessuraf Íslandi. Hér var þó enginn konungsgarður og aldrei var smíðuð kóróna eðaönnur veldistákn.

Æðsti dómstóll betursettur í öðru ríki?

Í bókinni er efni sambandslaganna útlistað vel, til að myndaþað heimildarákvæði að Íslendingar stofnuðu æðsta dómstól í landinu sjálfu. Áárunum 1910–1919 var innan við 4% dóma Landsyfirréttar skotið til Hæstaréttar íKaupmannahöfn. Þegar Ísland varð fullvalda ríki var ekki ljóst hvort stofnaðuryrði íslenskur Hæstiréttur, en eins og Gunnar Þór nefnir í bókinni þá tölduýmsir að minni trygging yrði þá fyrir réttlátum og óhlutdrægum dómum en áður.Jón Magnússon forsætisráðherra sagði síðan í umræðum um stofnun íslensksHæstaréttar 1919 að líkast til yrði hörgull á mönnum „sem hafa átt svo mikiðvið dómstörf að jafnfærir teljist mönnum þeim sem hæstarétt skipa í stóru löndunum“.

Þessar vangaveltur eru áhugaverðar og staða Hæstaréttar íKaupmannahöfn sem æðsti dómstóll Íslands er rannsóknarefni út af fyrir sig.Almenn sátt virðist hafa ríkt hérlendis um niðurstöður Hæstaréttar Dana. Þarsátu fimm óvilhallir dómarar í öðru landi. Vitaskuld var þetta dýrt íframkvæmd, þýða þurfti lög, reglulegerðir og lögskýringargögn. En hefði ef tilvill verið farsælla fyrir þróun íslenskrar lögfræði sem fræðigreinar efHæstiréttur í Kaupmannahöfn hefði áfram verið æðsti dómstóll ríkisins? Allténthefði íslensk lögfræði þar með orðið í betri tengslum við stefnur og strauma ámeginlandi Evrópu. Þetta leiðir líka hugann að því að margir af helstuforystumönnum þjóðarinnar í byrjun tuttugustu aldar voru mjög alþjóðlega sinnaðir,þrátt fyrir að vera um leið miklir þjóðernissinnar, enda voru þeir sumir hverjirhámenntaðir og höfðu lengi dvalist á meginlandinu. Í þeirra huga skyldi frjálstog fullvalda Ísland verða ríki meðal ríkja, það væri órjúfanlegur hluti Evrópuog evrópskrar menningar. Því miður einangraðist Ísland á þeim áratugum sem íhönd fóru. Kannski réðu peningamálin mestu þar um.

Hörmungarsaga séríslensksgjaldmiðils

Gunnar Þór fjallar í lok bókarinnar um það hversu vanburðugtkonungsríkið Ísland var efnahagslega. Fram að fyrri heimsstyrjöld höfðu öllNorðurlöndin haft með sér myntbandalag, þar sem ein dönsk króna jafngiltri einnisænskri og einni norskri. Þessar myntir hvíldu á gullfæti, líkt og aðrar myntirþess tíma og seðlar voru innleysanlegir í gulli. Við gerð sambandslaganna stóðuvonir til þess að þetta samstarf héldi og enginn sá fyrir sér að til yrðiséríslensk króna.

Efnahagsmálin voru þó komin í slíkt óefni sumarið 1922 aðtekin var upp sérstök gengisskráning erlendra gjaldmiðla og þar með var orðintil íslensk örmynt sem læsti íslenskt efnahagslíf inni í haftakerfi með allri þeirrispillingu og sóun fjármuna sem því fylgdi. Ísland varð þróað ríki með vanþróað fjármálakerfi.Saga íslensku krónunnar er ein hörmungarsaga.

Það er ágætt að halda því líka til haga í umræðum umfullveldi að sérstakur þjóðargjaldmiðill er ekki ein af forsendum fullveldis. Örmyntirhafa um aldaskeið átt örðugt uppdráttar. Minnstu ríkin í Evrópu hafa því næröll hallað sér að stærri þjóðunum í þessu tilliti. Lúxemborgarar notuðust viðbelgískan franka og íbúar Liechtenstein eru enn með svissneskan franka. RíkiEvrópu hafa síðan á seinni árum borið gæfu til að hverfa á nýjan leik tilaukins samstarfs í peningamálum með evrusamstarfinu sem hefur stóraukið viðskiptilanda á milli og þar með velsæld.

Fyrirmyndarrit

Hinir útvöldu ættiað geta vakið Íslendinga 21. aldar til betri vitundar um eigin sögu og leitt umleið til aukins skilnings á eigin samtíma. Texti Gunnars Þór er leikandi og léttur.Hann notar gjarnan sviðsetningar og í bókinni er ein besta aldafarslýsing semég hef séð í íslenskum fræðiritum. Hann rekur fyrir okkur undirstöðursjálfstæðisbaráttunnar og hvað fullveldið fól í sér.

Allur frágangur er til mikillar fyrirmyndar. Myndaval ereins og best verður á kosið, myndir njóta sín vel og eiga jafnan vel við textannhverju sinni. Þá er skemmtilegt hvernig sumar myndir eru látnar ná út í jaðra blaðsíðnannaen sama er gert með einstaka síður úr dagblöðum. Þessu er öllu stillt upp afstakri smekkvísi. Prófarkalestur hefur verið eins vandaður og frekast erkostur. Sagnfræðirit verða ekki öllu betur úr garði gerð.

Höfundur er doktorsnemi í lögfræði og sagnfræði.

---

Bókarýnin birtist í vetrarhefti Þjóðmála, 4. tbl. 2018. Hægt er að gerast áskrifandi að Þjóðmálum með því að senda tölvupóst á askrift@thjodmal.is eða skilaboð á facebook síðu ritsins. Ritið færst einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.

Previous
Previous

GAMMA Reykjavíkurskákmótið

Next
Next

Ærumissir í boði opinbers valds