Svört saga gjaldeyriseftirlitsins
Það skiptir máli hver stjórnar Seðlabankanum
Það var létt yfir Fjölni þegar hann sá að Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, hefði verið skipaður seðlabankastjóri. Fjölnir hefur ekki alltaf verið sammála Ásgeiri en telur hann margfalt betri kost en þá sem honum komu næstir að mati hæfnisnefndar um stöðuna.
Ásgeir býr yfir yfirburðaþekkingu á fjármálamörkuðum og erraunsær og sanngjarn maður. Hans bíður vissulega nokkur áskorun við sameininguSeðlabankans og Fjármálaeftirlitsins (FME) en Fjölnir treystir honum til aðleysa það verkefni vel af hendi.
Það er þó margt sem betur hefði mátt fara í aðdragandaskipunarinnar. Á það hefur verið bent, með málefnalegum rökum, að formaður nefndarinnar,Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fyrrverandi framkvæmdastjórifjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans og núverandi bankaráðsmaður í LandsbankaÍslands, var með öllu vanhæf til að sinna því hlutverki. Það að bankaráðsmaður leiðihæfnisnefndina gengur auðvitað ekki upp. Eins og Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins,hefur réttilega bent á þætti engum eðlilegt að forstjóri eftirlitsskylds félagsá fjármálamarkaði færi fyrir nefnd sem ætti að meta hæfi umsækjenda um starf forstjóraFME. Sú samlíking er ekki úr lausu lofti gripin, þar sem Seðlabankinn og FME munusameinast um næstu áramót.
Fjölnir hefði haldið miðað við þann mikla áhuga semeinstaklingar úr öllum áttum hafa sýnt góðum stjórnsýsluvenjum á liðnum misserum,sérstaklega í kringum Landsréttarmálið, að fleiri myndu láta í sér heyra íþessu ferli sem öllum má vera ljóst að er gallað. Þögn þeirra er æpandi nú. Umþetta verður sjálfsagt tekist á þegar fram líða stundir.
***
Hæfnisnefndin hafði áður metið fjóra umsækjendur mjög velhæfa til að gegna stöðunni. Fyrir utan Ásgeir voru það Gylfi Magnússon, dósentvið Háskóla Íslands (og núv. formaður bankaráðs Seðlabankans), Jón Daníelsson,prófessor við LSE í London, og Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra ogfyrrverandi aðalhagfræðingur og aðstoðarseðlabankastjóri.
Það sætir furðu að Gylfi hafi ekki sagt af sér sem formaðurbankaráðs um leið og hann sótti um stöðu seðlabankastjóra. Fjölnir hefur ekkiupplýsingar um það hvort Gylfi upplýsti forsætisráðherra um það að hann hygðistsækja um stöðuna og þá hvort forsætisráðherra hafi gert einhverjar athugasemdirvið áframhaldandi setu hans í bankaráðinu. Þó er ljóst að Þórunn Guðmundsdóttir,hæstaréttarlögmaður og varaformaður bankaráðs Seðlabankans, sat íhæfnisnefndinni og var þannig sett í afar óþægilega stöðu – að meta hæfiformanns bankaráðsins til að sinna embætti seðlabankastjóra.
Nú mun Gylfi áfram sitja sem formaður bankaráðs meðseðlabankastjóra sem hafði hann undir í baráttunni um stólinn.Stjórnsýslufræðingar þessa lands, réttmætir og sjálfskipaðir, hljóta að hafaskoðun á þessu.
***
Annar vel hæfur umsækjandi var Arnór Sighvatsson, sem lengihefur starfað innan Seðlabankans. Arnór getur ekki hreinsað hendur sínar afþeirri miklu valdníðslu sem Seðlabankinn hefur sýnt bæði einstaklingum ogfyrirtækjum í kringum gjaldeyrishöftin á liðnum árum. Að mati Fjölnis ber hannjafn mikla ábyrgð á því og Már Guðmundsson, fráfarandi seðlabankastjóri, endasvo sem aldrei neitt komið fram um það að hann hafi hreyft nokkrum mótmælumvegna aðgerða Seðlabankans í þeim málum.
***
Þá komum við að því sem Fjölni er helst hugleikið viðbrotthvarf Más úr Seðlabankanum. Það hefur verið létt yfir Má í fjölmiðlum ísumar og nokkuð ljóst að hann vill láta minnast sín sem mannsins sem spilaði stórthlutverk í því að endurreisa efnahag landsins eftir fjármálakrísuna haustið2008. Á stýrivaxtafundi fyrr í sumar, þeim síðasta sem Már stýrði, lagði hannáherslu á þann árangur sem náðst hefði á liðnum árum. Þeir sem þekkja tilfjármálageirans, nú eða efnahagsmála yfirleitt, vita að sá árangur sem náðsthefur verður ekki rakinn til stórverka Seðlabankans.
***
Það eru aftur á móti nokkur mál sem vert er að hafa í hugaþegar horft er á störf Más og Seðlabankans síðastliðin tíu ár.
***
Samherjamálið stendur þar upp úr. Í lok mars 2012 ruddustfulltrúar Seðlabankans og embættis sérstaks saksóknara, í nánu samstarfi viðRíkissjónvarpið, inn í höfuðstöðvar Samherja á Akureyri og í Reykjavík og gerðuþar húsleit. Fyrrnefndur Arnór, ásamt Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóragjaldeyriseftirlits Seðlabankans, skrifaði undir rökstuðning bankans fyrirhúsleitinni.
Næstu sjö ár á eftir rak Seðlabankinn málið áfram af fullrihörku, án nokkurs árangurs fyrir bankann en með miklum skaða fyrir Samherja ogþá einstaklinga sem því ágæta fyrirtæki stýra. Fyrst um sinn var gefin sú skýringá húsleitinni að grunur léki á að Samherji hefði stundað ranga verðlagningu meðsjávarafurðir innan fyrirtækja í samsteypu Samherja, bæði hér og erlendis, ogþannig brotið á gjaldeyrislögum. Már Guðmundsson sagði í fjölmiðlum að brotinhlypu á tugum milljarða.
Sama dag og húsleitin var gerð sendi Seðlabankinn frá sértilkynningu á ensku, sem eðli málsins samkvæmt fór víða. Seðlabankinn stundarþað ekki almennt að senda frá sér tilkynningar á ensku, þannig að það má vera nokkuðljóst að eini tilgangurinn með því að senda út slíka tilkynningu hafi verið að skaðaforsvarsmenn Samherja með öllum mögulegum ráðum - og sem víðast.
***
Þessi aðför Seðlabankans, undir forystu Más, Arnórs ogIngibjargar, stóð á veikum grunni frá upphafi. Fljótlega eftir húsleitina kom íljós að útreikningar Seðlabankans voru, svo vægt sé til orða tekið, kolrangir.Seðlabankinn vísaði nokkrum atriðum til embættis sérstaks saksóknara, semtvisvar gerði bankann afturreka með þau atriði. Eins og Fjölnir hefur áður bentá hefur aldrei verið gefin út ákæra og þaðan af síður hefur fallið dómur gegn nokkrumstarfsmanni Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum (reyndar hefur enginn verið sakfelldurhér á landi fyrir brot á gjaldeyrislögum, þrátt fyrir nokkrar tilraunir).
Allir dómar sem fallið hafa í þessu máli hafa fallið gegnSeðlabankanum. Sá síðasti þegar dómstólar dæmdu Samherja í vil eftir að fyrirtækiðhafði neitað að greiða sekt upp á 8,5 milljónir króna. Með sektinni ætlaðist Seðlabankinn,undir forystu Más, til þess að Samherji lyki málinu í sátt. Þegar Samherji neitaðiað ljúka málinu með þeim hætti var sektin hækkuð í 15 milljónir króna án þessað fyrir lægi nokkur rökstuðningur fyrir því. Verstu handrukkarar landsins hafavæntanlega horft með aðdáun á aðfarir Seðlabankans. Sem fyrr segir dæmdudómstólar Samherja í vil hvað þennan lið varðar.
***
Það væri hægt að rekja Samherjamálið í löngu máli – og þaðhefur verið gert að stórum hluta í bókinni Gjaldeyriseftirlitið eftir BjörnJón Bragason. Þar er einnig fjallað um tvö önnur mál þar sem Seðlabankinn,undir forystu Más, beitti sér af mikilli hörku gegn fyrirtækjum ogeinstaklingum úti í bæ.
***
Annað þeirra er hið svokallaða Aserta-mál. Að undanfarinnihúsleit voru fjórir einstaklingar ákærðir fyrir stórfelld brot ágjaldeyrislögum. Vert er að minnast þess þegar haldinn var sérstakurblaðamannafundur um málið. Þar sat fyrrnefnd Ingibjörg ásamt þáverandi forstjóraFME og fulltrúa ákæruvaldsins og lýsti því yfir að hinir grunuðu í málinu hefðuframið stórfellda glæpi. Allir voru þeir þó sýknaðir í héraðsdómi og málinu varekki áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins.
Í ljós kom að allir höfðu þeir stundað viðskipti sín í samræmivið þær ráðleggingar sem þeir fengu frá fyrrverandi samstarfsmanni sínum oglögfræðingi Straums – sem var einmitt sama Ingibjörg og nokkrum mánuðum síðar stóðfyrir þessari aðför að þeim. Orðið kaldhæðni nær ekki einu sinni að fangaþennan súra veruleika. Enginn þeirra sem sátu fyrir svörum á fyrrnefndumblaðamannafundi hefur nokkurn tímann beðið þá afsökunar á framferði hinsopinbera.
Hitt málið snýst um það hvernig Már beitti sér gegn því aðhópur fjárfesta sem átt höfðu hæsta tilboðið í tryggingafélagið Sjóvá (sem þávar í eigu Eignasafns Seðlabankans) fengi að kaupa félagið. Það varfjárfestingarfélagið Ursus, sem var og er í eigu Heiðars Guðjónssonar, semleiddi hópinn.
Þegar aðeins átti eftir að undirrita kaupsamning tilkynntiseðlabankastjóri að ekki væri hægt að ganga frá viðskiptunum, þar sem Ursusværi til rannsóknar hjá gjaldeyriseftirlitinu. Þetta kom fjárfestahópnum í opnaskjöldu, enda höfðu ekki verið framin nein brot á gjaldeyrislögum.
Seðlabankinn kærði Ursus til embættis sérstaks saksóknara –sem felldi málið niður enda ekkert við viðskipti Ursus sem gaf tilefni til þessað rannsaka málið frekar, hvað þá að gefa út ákæru. Seðlabankinn lét sér ekkisegjast, heldur kærði ákvörðun sérstaks saksóknara til ríkissaksóknara – semsíðar staðfesti ákvörðunina um að fella málið niður. Það eina sem situr eftir íþessum málum er sá skaði sem þessir einstaklingar sem urðu fyrir af hálfugjaldeyriseftirlits Seðlabankans, undir forystu Más. Fyrir utan háanlögfræðikostnað sitja menn uppi með glataðan tíma, glötuð tækifæri ogorðsporshnekki.
***
Þessi misnotkun á opinberu valdi hefur þó ekki mikil áhrif áhelstu stjórnendur Seðlabankans. Már hlakkar bara til að hætta og rifjarsjálfur upp hvað hann hefur staðið sig vel, Arnór sækir um stöðuseðlabankastjóra eins og ekkert sé og Ingibjörg skellti sér í nám í virtumháskóla í Bandaríkjunum. Fréttablaðið hefur á undanförnum vikum leitað upplýsingaum það hvort Seðlabankinn hafi greitt fyrir námið, að hluta til eða í heild, enbankinn neitar að svara þeim spurningum.
***
Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands mótar svarta söguáranna eftir hrun. Þrátt fyrir að gjaldeyrishöftin hafi verið afnumin árið 2015starfaði gjaldeyriseftirlitið áfram og það má áætla með raunhæfum hætti aðkostnaður þess nái upp undir tvo milljarða króna.
***
Viðbrögð stjórnmálamanna við þessu offorsi Más og annarrastarfsmanna Seðlabankans eru ekki síður vonbrigði. Þegar á árinu 2014, þegarBjarni Benediktsson skipaði Má aftur til fimm ára (seðlabankinn heyrði þá undirfjármálaráðuneytið), lá fyrir hvernig gjaldeyriseftirlitið hagaði sér. Þáverandiríkisstjórn mátti vera ljóst að hér væri að eiga sér stað alvarleg misnotkun áopinberu valdi en kaus að setja kíkinn á blinda augað.
Þegar Hæstiréttur kvað upp úrskurð sinn síðastliðið haust(þar sem fyrrnefnd sekt bankans gegn Samherja var felld niður) óskaðiforsætisráðherra eftir greinargerð frá bankaráði Seðlabankans vegna málsins. Þávildi nú ekki betur til en svo að tveir bankaráðsmenn, þau ÞórunnGuðmundsdóttir og Sigurður Kári Kristjánsson, sáu ástæðu til að gera alvarlegarathugasemdir við framgöngu stjórnenda Seðlabankans gagnvart bankaráðinu viðundirbúning þeirrar greinargerðar.
Með öðrum orðum reyndu stjórnendur Seðlabankans, með Má íbroddi fylkingar, að móta afstöðu bankaráðsins sér í hag.
Greinargerðinni var þó skilað, bankaráðið taldi að aðförbankans gegn Samherja væri ekki í lagi og Gylfi Magnússon sat fyrir svörum hjástjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að reifa málið. Síðan þá hefurlítið gerst í málinu og sjálfsagt vill stjórnsýslan - ásamt stjórnmálamönnum -helst gleyma því.
***
Hér hefur ekkert verið minnst á klúður Seðlabankans, undirforystu Más, við söluna á hinum danska FIH banka – sem kostaði skattgreiðendur hérá landi stórfé. Þá væri líka hægt að rifja upp það skrautlega ferli þegar Márfór í mál við bankann vegna launa sinna sem hann taldi vera of lág.
Þetta minnir okkur á að af nægu er að taka og sjálfsagtgefst tími til að rifja þetta allt reglulega upp. Þessi framganga Más, Arnórs ogIngibjargar er geymd en ekki gleymd.
Það skiptir máli hver stjórnar í Seðlabankanum. Vonandi munum við aldrei upplifa þann dag að embættismenn, eins og þeir sem störfuðu við gjaldeyriseftirlit bankans, hegði sér eins með þeim hætti sem helst má líkja við starfsaðferðir gömlu skoðanabræðra Más í Austur-Þýskalandi.
---
Greinin birtist í sumarhefti Þjóðmála, 2. tbl. 2019. Hægt er að gerast áskrifandi að Þjóðmálum með því að senda tölvupóst á askrift@thjodmal.is eða skilaboð á facebook síðu ritsins. Ritið færst einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.