Hugsuðir jafnaðarstefnunnar: Thomas Piketty

Tveir kunnustu hugsuðir jafnaðarstefnu okkar daga erubandaríski heimspekingurinn John Rawls, sem birti Kenningu um réttlæti (ATheory of Justice) árið 1971, og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty, semgaf út Fjármagn á tuttugustu og fyrstu öld (Capital in the Twenty-FirstCentury) árið 2014.1

Ég lagði það á mig fyrir skömmu vegna verkefnis, sem ég hafði tekið að mér erlendis, að lesa aftur hin hnausþykku verk þeirra.2 Bók Rawls er 607 blaðsíður og Pikettys 793. Í síðasta hefti Þjóðmála rýndi ég í kenningu Rawls, en sný mér nú að boðskap Pikettys.

Mannauður, lífeyrissjóðir og ríkisafskipti

Boðskapurinn er í stystu máli þessi: Þar eð arður affjármagni vex oftast hraðar en atvinnulífið í heild sinni, verða hinir ríku sífelltríkari og öðlast óeðlileg ítök. Óheftur kapítalismi leiðir til ójafnaridreifingar tekna og eigna en góðu hófi gegnir. Vitnar Piketty í rækilegarrannsóknir sínar og samstarfsmanna sinna á tekju- og eignaþróun víða á Vesturlöndum.Hann vill bregðast við með alþjóðlegum ofursköttum, 80% hátekjuskatti og 5%auðlegðarskatti.

Nú blasir einn galli á kenningu Pikettys við. Hannundanskilur það fjármagn, sem ef til vill er mikilvægast, en það er mannauður (humancapital). Það felst í þekkingu manna, kunnáttu, þjálfun og leikni. Þótt menneigi vissulega misjafnlega mikið af mannauði, dreifist hann þó eflaust jafnarum atvinnulífið en annað fjármagn: Hefur hver sér til ágætis nokkuð. Enn fremurverður að minna á, að nú á dögum er verulegt fjármagn í höndum lífeyrissjóðafrekar en einkaaðila. Eignir lífeyrissjóða námu árið 2017 til dæmis 183% aflandsframleiðslu í Hollandi og 152% á Íslandi.3

Þegar Piketty fullyrðir, að óheftur kapítalismi leiði tilójafnrar tekjudreifingar, horfir hann líka fram hjá þeim ríkisafskiptum, semauka beinlínis á hana. Eitt dæmi er tollar og framleiðslukvótar, sem gagnastfámennum hópum, en bitna á neytendum. Þá má nefna ýmsar opinberar takmarkanir áframboði vinnuafls, sem gera til dæmis læknum, endurskoðendum,hárgreiðslumeisturum og pípulagningamönnum kleift að hirða einokunarhagnað.

Þriðja dæmið er skráning einkaleyfa og vernd höfundarréttar:Auður Bills Gates myndaðist ekki síst vegna einkaleyfa, og Agatha Christie ogJ. K. Rowling urðu ríkar af höfundarrétti (svo að ekki sé minnst á Pikettysjálfan). Minna má og á niðurgreidda þjónustu við efnað fólk, sem umfram aðrasækir tónleika og sendir börn sín í háskóla.4 Tekjudreifingin verðurlíka ójafnari við það, er eigendur og stjórnendur fjármálafyrirtækja fá aðhirða gróðann, þegar vel gengur, en senda skattgreiðendum reikninginn, þá erilla fer, eins og sást erlendis í síðustu fjármálakreppu.5

Velmegun blessun, ekki böl

Munurinn á Rawls og Piketty er að Rawls hefur áhyggjur affátækt, en Piketty af auðlegð. Er skoðun Rawls ekki heilbrigðari? Fátækt erböl, en auðlegð blessun. Sum okkar geta sofið á næturnar, þótt öðrum gangi vel.En ef til vill var þess ekki að vænta, að Piketty gerði fátækt að neinuaðalatriði, því að mjög hefur dregið úr henni í heiminum síðustu áratugi.Samkvæmt nýlegri skýrslu Alþjóðabankans bjó röskur þriðjungur mannkyns við sárafátækt eða örbirgð árið 1990. Aldarfjórðungi síðar, árið 2015, var þessi tala kominniður í einn tíunda hluta mannkyns.6

Hundruð milljóna Kínverja hafa brotist úr fátækt tilbjargálna vegna þess, að Kína ákvað upp úr 1980 að tengjastalþjóðakapítalismanum. En hagkerfið á meginlandi Kína er aðeins eitt af fjórumkínverskum hagkerfum. Lífskjarabætur hafa orðið miklu meiri í þeim þremurkínversku hagkerfum, sem reist eru á ómenguðum kapítalisma.

Árið 2017 var landsframleiðsla á mann 57.700 Bandaríkjadalirí Singapúr, 46.200 í Hong Kong og 24.300 í Taívan, en aðeins 8.800 í Kína.7Og frjálsu kínversku hagkerfin þrjú sluppu við ofsakommúnisma Maós, en íhungursneyðinni vegna „Stóra stökksins“ í Kína 1958–1962 týndu um 44 milljónirmanna lífi.8

Talnarunur um tekjur mega síðan ekki dylja þá staðreynd, aðlífið er almennt orðið miklu þægilegra. Kjör fátæks fólks eru nú jafnvel ummargt betri en kjör ríks fólks fyrir tveimur öldum vegna bíla, vatnslagna,húshitunar og húskælingar, ísskápa, síma, netsambands, ódýrra flugferða og ótalannarra lífsgæða. Venjulegur launþegi vann fyrir 186 ljósastundum (Lumen-stundum)á öndverðri nítjándu öld, en fyrir 8,4 milljónum árið 2018.9 Lífiðer ekki aðeins orðið betra, heldur lengra. Árið 1751 voru lífslíkur við fæðingu38 ár í Svíþjóð, en árið 2016 82 ár. Árið 1838 voru lífslíkur við fæðingu 33 árá Íslandi, en árið 2016 hinar sömu og í Svíþjóð, 82 ár.10 Heilsa hefurbatnað og menntun aukist. Árið 1950 hafði um helmingur mannkyns aldrei gengið ískóla. Árið 2010 var þessi tala komin niður í einn sjöunda hluta mannkyns.11Allt skiptir þetta máli í umræðum um auð og eklu.

Tekjuhópar ósambærilegir við farrými á skipi

Í doðranti sínum víkur Piketty að feigðarför farþegaskipsinsTitanic árið 1912 og segir, að stéttaskiptingin um borð hafiendurspeglað stéttaskiptinguna í Bandaríkjunum. Þótt hinn auðugi og ógeðfelldiHockley hafi verið hugsmíð James Camerons, hefði hann getað verið til.12

Piketty líkir stéttaskiptingu í frjálsu hagkerfi við stéttaskiptingu á farþegaskipi eins og Titanic, þar sem sumir ferðast á fyrsta farrými. En í frjálsu hagkerfi fara menn iðulega á milli tekjuhópa, og sumir brjótast úr fátækt í bjargálnir.

Þessi líking Pikettys er þó hæpin. Farþegar um borð í skipi hafa keypt miða hver á sitt farrými, svo að segja má, að þeir verðskuldi hver sinn stað. Líklega voru miðarnir á þriðja farrými á Titanic einmitt ódýrari, af því að gestirnir á fyrsta farrými greiddu hátt verð fyrir sína miða. Farþegar á skipi geta sjaldnast flust milli farrýma. En í Bandaríkjunum fyrir 1914 braust fjöldi manns með dugnaði og áræðni úr fátækt í bjargálnir, eins og dæmi milljóna örsnauðra innflytjenda sýndi.

Hinn ógeðfelldi Hockley var ekki til. Hann var hugsmíð. Enmargir raunverulegir auðmenn voru farþegar á Titanic. Tveir þeirra,Benjamin Guggenheim og John Jacob Astor IV, neituðu að fara um borð íbjörgunarbáta, fyrr en allar konur og börn hefðu komist þangað. Báðir fórustmeð skipinu. Ida og Isidor Strauss, sem áttu vöruhúsakeðjuna Macy’s, vorueinnig farþegar. Ida neitaði að stíga niður í björgunarbát án manns síns. Húnvildi eins og Bergþóra forðum heldur deyja í faðmi manns síns. Fátækurskipverji, George Symons, varð hins vegar alræmdur, þegar honum var falin umsjábjörgunarbáts, sem tók fjörutíu manns. Hann hleypti þangað sex öðrum skipverjumog fimm farþegum af fyrsta farrými, en lagði síðan frá.13 Fátækirmenn þurfa ekki að vera betri en ríkir. Manngæska skiptist eftir öðru lögmálien auður og ekla.

Fjármagn: Hreyfing frekar en upphleðsla

Piketty telur, að við óheftan kapítalisma hafi fjármagntilhneigingu til að hlaðast upp: Það vaxi oftast hraðar en atvinnulífið íheild.

En er þetta rétt? Er fjármagnið óbifanlegt?

Bandaríska tímaritið Forbes birtir árlega lista umríkustu milljarðamæringa heims. Árið 1987 voru sex af tíu efstu japanskir,aðallega eigendur fasteigna. Auður þeirra er nær allur horfinn. Hinir sænskuRausing-bræður, sem voru í sjötta sæti, ávöxtuðu fé sitt betur, en þó aðeins um2,7% á ári. Reichmann-bræður, sem voru í sjöunda sæti, urðu síðar gjaldþrota, þótteinn þeirra ætti eftir að efnast aftur. Kanadíski kaupsýslumaðurinn Kenneth RayThomson náði besta árangri á meðal hinna tíu ríkustu í heimi. Hann ávaxtaði fésitt þó ekki nema um 2,9%. Hagvöxtur er oft meiri.14

Síðasti listi Forbes er frá 2018. Nú eru sjö af tíuefstu auðkýfingunum bandarískir, og sköpuðu flestir þeirra auð sinn sjálfur,þar á meðal Jeff Bezos í Amazon, Bill Gates í Microsoft, Mark Zuckerberg íFacebook og fjárfestirinn Warren Buffett. Nú eru um tveir þriðju hlutar allramilljarðamæringanna á listanum menn, sem hafa skapað auð sinn sjálfir.15Þessi þróun er enn skýrari, þegar árlegur listi Lundúnablaðsins Sunday Timesum þúsund ríkustu menn Bretlands er skoðaður. Árið 2018 höfðu hvorki meira né minnaen 94% þeirra orðið auðugir af eigin rammleik. Þegar sá listi var fyrst birtur1989, átti það aðeins við um 43% þeirra.16 Þá voru dæmigerðirauðmenn landeigendur, sem skörtuðu aðalstitli. Nú er öldin önnur.

Piketty kann að hafa rétt fyrir sér um, að hlutur auðmanna íheildartekjum sé nú stærri en áður, þótt kjör hinna fátækustu hafi vissulega umleið stórbatnað. En það er vegna þess, að heimskapítalisminn hefur gert þeim kleiftað skapa auð, sem ekki var til áður. Þetta eru framkvæmdamenn og frumkvöðlar, skapendurauðs, ekki erfingjar. Og þótt hinir ríku hafi orðið ríkari, hafa hinir fátækulíka orðið ríkari.

Balzac: Auðurinn fallvaltur

Piketty heldur því fram, að vegna stjórnlausrar upphleðsluauðs í fárra höndum sé þjóðskipulagið nú að verða svipað því, sem var á fyrrihluta 19. aldar, þegar dreifing tekna og eigna var mjög ójöfn. Vitnar hannóspart í skáldsögu Honorés de Balzacs, Föður Goriot, máli sínu tilstuðnings.17 Þegar sú saga er hins vegar lesin, sést, að hún er ekkium það, að auðurinn festist í höndum einstakra manna, heldur einmitt um hitt,hversu fallvaltur hann sé. Goriot var auðugur kaupmaður, sem elskaði dætursínar tvær út af lífinu og hafði afhent þeim nær allt sitt fé. Hann er dæmi um mann,sem lætur ástríður ráða, ekki fégirnd. Dætur hans, sem giftust aðalsmönnum, erubáðar í fjárhagsvandræðum, því að friðlar þeirra eru þurftafrekir, eneiginmennirnir naumir á fé. Grípur önnur þeirra til þess óyndisúrræðis aðhnupla ættardýrgripum eiginmannsins og selja.

Honoré de Balzac sýnir í skáldsögu sinni, Föður Goriot, fram á fallvelti auðsins frekar en einhverja tilhneigingu hans til að hlaðast upp í höndum einstakra manna.

Aðalsöguhetjan, sem býr á sama fátæklega gistiheimilinu og Goriot gamli, hinn ungi og metnaðargjarni Eugène de Rastignac, lifir langt umfram efni. Piketty vitnar óspart í ræðu, sem dularfullur náungi á gistiheimilinu, Vautrin, heldur yfir Rastignac um, hvernig hann eigi að öðlast frama með því að brjóta öll boðorð. En Vautrin hafði sjálfur fórnað starfsframa sínum fyrir myndarlegan afbrotamann, sem hann hafði lagt ást á (og er þetta ein fyrsta lýsingin í franskri skáldsögu á samkynhneigð). Vautrin er að lokum handtekinn fyrir ýmsa glæpi og getur því varla talist heppilegur kennari um það, hvernig eigi að safna auði og öðlast frama.

Í lok ræðu sinnar segir Vautrin, að á bak við illskýranlegauðæfi leynist jafnan einhver óupplýstur glæpur, sem eigi eftir að gleymast.18Mario Puzo, höfundur Guðföðurins, einfaldaði síðar þessi orð: „Afbroteru að baki öllum stórauðæfum.“19

Er sú afdráttarlausa fullyrðing miklu hæpnari en hin, semBalzac lagði í munn Vautrins. Hvað sem því líður, er skáldsagan Faðir Goriotekki um auð, heldur andstæður auðs og eklu. Langflestar söguhetjurnar líðafyrir skort á auði.

Frumburðarréttur ekki lengur í gildi

Piketty vitnar líka í skáldsögu Jane Austen, Visku ogviðkvæmni (Sense and Sensibility), sem gerist í lok átjándu aldar.20En sú saga styður ekki heldur hugmyndir Pikettys. Flestir þekkja hana eflaustaf verðlaunamynd Emmu Thompson. Hún er um Dashwood-systurnar þrjár, sem standaskyndilega uppi tekjulágar og eignalitlar, eftir að faðir þeirra fellur frá ogeldri hálfbróðir þeirra efnir ekki loforð um að sjá fyrir þeim. Hrekjast þærásamt móður sinni af óðalinu, þar sem þær höfðu alist upp. En þetta segir okkurekkert um þá tekjudreifingu samkvæmt frjálsu vali á markaði, sem Piketty hefurþyngstar áhyggjur af, heldur sýnir aðeins, hversu ranglátur frumburðarréttur var,þá er elsti sonur erfði ættaróðal óskipt.21 Þetta sýnir líka, hversuranglátt það var, þegar stúlkur nutu ekki erfða til jafns við syni. Nú á dögumeru báðar þessar ranglátu reglur fallnar úr gildi.

Jane Austen lýsir í skáldsögu sinni, Visku og viðkvæmni, ranglátum erfðareglum í Englandi, sem stuðluðu að ójafnri dreifingu eigna og tekna, en eru löngu fallnar úr gildi. Hér er hún á tíu punda seðlinum breska.

Leiða má þetta í ljós með hinum kunna Ginimælikvarða á tekjudreifingu. Þegar einn aðili í hóp hefur allar tekjurnar, er Gini-stuðullinn 1, en þegar allir í honum hafa sömu tekjur, er hann 0.22 Hefðu Dashwood-systurnar erft sama hlut og hálfbróðir þeirra, eins og verið hefði á okkar dögum, þá hefði Gini-stuðullinn um tekjur þeirra eða eignir verið 0. En af því að hálfbróðirinn erfði allt einn, var stuðullinn 1.

Elsta Dashwood-systirin, Elinor, er skynsöm og jarðbundin,en systir hennar, Marianne, lætur iðulega tilfinningarnar ráða. Marianne verðurástfangin af hinum glæsilega John Willoughby, sem lætur fyrst dátt við hana, enkvænist síðan til fjár, eftir að hann hafði sólundað arfi sínum, og er það eittdæmið af mörgum úr skáldsögum Balzacs og Austen um fallvelti auðsins. Allt ferþó vel að lokum. Marianne lætur skynsemina ráða, og þær Elinor giftast mönnum,sem þær treysta. Nú á dögum hefðu þær haldið út á vinnumarkaðinn og þannigorðið fjárhagslega sjálfstæðar. Kapítalisminn leysti fólk úr álögum, ekki sístkonur.

Umdeilanleg talnameðferð

Í bók sinni þylur Piketty upp tölur um þróun eigna- ogtekjudreifingar í mörgum vestrænum löndum, þar á meðal Frakklandi, Bretlandi,Bandaríkjunum og Svíþjóð. Að baki þeim liggja að hans sögn margra ára rannsóknirhans og samstarfsmanna hans.

En sýna gögn, að eigna- og tekjudreifing hafi orðið mikluójafnari síðustu áratugi? Um það má efast. Sumar tölur Pikettys virðast veramælingaskekkjur frekar en niðurstöður áreiðanlegra mælinga. Til dæmis eraðalástæðan til þess, að eignadreifing mælist nú talsvert ójafnari í Frakklandiog víðar en áður, að fasteignaverð hefur rokið upp. Því veldur aðallega tvennt:Ríkið hefur haldið vöxtum óeðlilega langt niðri, og einstök bæjarfélög hafaskapað lóðaskort á margvíslegan hátt, meðal annars með ströngu bæjarskipulagi. (ViðÍslendingar þekkjum þetta hvort tveggja af eigin raun.) Ef hins vegar er litiðá arð af því fjármagni, sem bundið er í fasteignum, þá hefur hann ekki aukistsíðustu áratugi. Þess vegna er hæpið að tala um, að eignadreifing hafi orðiðtil muna ójafnari.23

Tölur Pikettys um miklu ójafnari tekjudreifingu íBandaríkjunum vegna skattalækkana Ronalds Reagans virðast líka veramælingaskekkjur. Þegar skattar lækka, flyst fjármagn úr óskattlögðum farvegi ískattlagðan: Það verður allt í einu sýnilegt, en var auðvitað raunverulegtáður. Árið 1981 var jaðarskattur á fjármagnstekjur lækkaður í Bandaríkjunum úr70% í 50%. Þá losuðu fjármagnseigendur sig við skattfrjáls verðbréf á lágumvöxtum, til dæmis skuldabréf bæjarfélaga, og keyptu þess í stað arðbærariverðbréf og aðrar eignir. En þótt tekjudreifingin hefði ekki breyst, svo aðheitið gæti, mældist hún þess vegna ójafnari. Árið 1986 var jaðarskattur átekjur síðan lækkaður úr 50% í 28%. Þetta hvatti hátekjufólk eins og lækna oglögfræðinga til að vinna meira og til að greiða sér frekar út laun beint í staðþess að taka tekjurnar út í fríðindum eins og kaupréttar- og lífeyrissamningum.Enn þarf ekki að vera, að tekjudreifingin hefði breyst, þótt hún mældist ójafnari.Piketty notar líka tölur um tekjur fyrir skatt, en tekjudreifingin er vitanlegamiklu jafnari eftir skatt.24

Margt fleira mætti nefna,25 en meginniðurstaðan ersú, að boðskapur Pikettys um ofurskatta á efnafólk í því skyni að jafna eigna-og tekjudreifingu í heiminum sé lítt ígrundaður.

Höfundur er stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands.

Greinin birtist í sumarhefti Þjóðmála, 2. tbl. 2019. Hægt er að gerast áskrifandi að Þjóðmálum með því að senda tölvupóst á askrift@thjodmal.is eða skilaboð á facebook síðu ritsins. Ritið færst einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.

Heimildir:

1. John Rawls, A Theory of Justice (Cambridge MA: Belknap Press, 1971); Thomas Piketty, Capital in the Twenty-First Century (Cambridge MA: Belknap Press, 2014).
2. Hannes H. Gissurarson, Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty, and Other Redistributionists (Brussel: New Direction, 2018).
3. Pension Funds in Figures (Paris: OECD, 2018), 1. bls.
4. Jeffrey Miron, The Role of Government in Creating Inequality, Anti-Piketty: Capital for the 21st Century (Washington DC: Cato Institute, 2017), 193.–202. bls.
5. Hannes H. Gissurarson, Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse (Brüssel: New Direction, 2017).
6. Poverty and Shared Prosperity 2018: Piecing Together the Poverty Puzzle (Washington DC: World Bank, 2018).
7. Heimasíða Alþjóðabankans, GDP per capita, current US$, nema fyrir Taívan Directorate-General of Budget, Accounting and Statistics, Executive Yuan, og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.
8. Frank Dikötter, Mao’s Great Famine: The History of China’s Most Devastating Catastrophe, 1958–62 (London: Bloomsbury, 2010).
9. Matt Ridley, Heimur batnandi fer (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2014), 27. bls.
10. Human Mortality Database, Max Planck Institute for Demographic Research og University of California, Berkeley, og INED, París. https://www.mortality.org
11. Nicholas Eberstadt, Longevity, Education, and the Huge New Worldwide Increases in Equality, Anti-Piketty, 19.–28. bls.
12. Piketty, Capital, 180. og 367. bls.
13. Jonah Goldberg, Mr. Piketty’s Big Book of Marxiness, Commentary (July, 2014). https://www.commentarymagazine. com/articles/mr-pikettys-big-book- of-marxiness/
14. Juan Ramón Rallo, Where are the ‘Super-Rich’ of 1987, Anti-Piketty, 31.–35. bls.
15. Kerry A. Dolan og Louisa Kroll, Forbes Billionaires 2018: Meet the Richest People on the Planet, Forbes 6. Mars 2018; Louisa Kroll, The Forbes 400 Self-Made Score: From Silver Spooners to Bootstrappers, Forbes 3. október 2018.
16. Robert Watts, The Rich List: At last, the self-made triumph over old money, Sunday Times 13. maí 2018.
17. Honoré de Balzac, Faðir Goriot, þýð. Sigurjón Björnsson (Reykjavík: Skrudda, 2017 [1834–1835]).
18. Balzac, Goriot, 116. bls.
19. Mario Puzo, Guðfaðirinn, þýð. Hersteinn Pálsson (Akureyri: Bókaforlag Odds Björnssonar, 1973), 5. bls.
20. Jane Austen, Sense and Sensibility (Ware, Hertfordshire: Wordsworth, 1992 [1811]).
21. Á þetta benti Adam Smith, Rannsókn á eðli og orsökum auðlegðar þjóðanna, þýð. Þorbergur Þórsson (Reykjavík: Bókafélagið, 1997 [1776]), III. bók, II. k., 295. bls.
22. Sbr. Ragnar Árnason, Ævitekjur og tekjudreifing, Tekjudreifing og skattar, ritstj. Ragnar Árnason og Birgir Þór Runólfsson (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2014), 25.–44. bls.
23. Henri Lepage, Is Housing Capital? Anti-Piketty, 81.–84. bls.
24. Martin Feldstein, Piketty’s Numbers Don’t Add Up, Anti-Piketty, 73.–76. bls.
25. Sjá m. a. Richard Sutch, The One Percent across Two Centuries: A Replication of Thomas Piketty’s Data on the Concentration of Wealth in the United States, Social Science History, 41. árg. (2017), 587.–613. bls.

Previous
Previous

Reglur um leigumarkað

Next
Next

Maríusystur í Darmstadt