Frjáls markaður mun bregðast við matarsóun
Fjallað var um matarsóun í KastljósiRíkissjónvarpsins í vikunni og þar rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherraog Rakel Garðarsdóttur, sem kynnt var sem aðgerðarsinni.
Um það verður ekki deilt að matarsóun er engum til góðs. Þaðsér hver heilvita maður að það er með öllu tilgangslaust að framleiða matvælisem hafa þann eina tilgang að lenda í ruslinu. Það er hins vegar staðreynd aðvestræn ríki sóa umtalverðu magni af matvælum.
Rakel hafði í byrjun þáttarins fjallað stuttlega um helstuþætti matarsóunar, að við ættum að einblína á sjálfbærni, vera meðvituð um máliðog svo framvegis. Það er svo sem lítið út á það að setja, hún hefur eitthvaðtil síns máls hvað þetta varðar. Guðmundur Ingi bætti þó um betur og minnti sjálfstæðismenná hverjir það eru sem leiða núverandi ríkisstjórn.
„Það er markaðurinn sem er að drífa þetta áfram að mjög mörguleyti. Þannig að grunnrótin er kapítalisminn, sem er þarna að kalla á meirineyslu og ýta að okkur að neyta meira og neita verr heldur en við ættum að veraað gera,“ sagði Guðmundur Ingi. Í kjölfarið flutti hann svo langa tölu um að ríkiðhygðist skipa starfshóp (menn eru fljótir að læra rétta orðalagið ístjórnmálum) til að taka á þessum vanda.
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður bar upp réttmætaspurningu um það hvernig ætti að breyta hugarfari fólks. Þá stóð ekki á svarihjá Rakel.
„Það er það flóknasta sem við gerum, að breyta huga mannsinsog neysluhegðun. Sérstaklega þegar við erum með stóru öflin, peningaöflin, ámóti okkur. […] Auðvitað vilja verslanir og framleiðendur selja meira. Þauhagnast meira af því og við búum í þannig samfélagi,“ sagði Rakel.
Í kjölfarið flutti hún óáreitt langa tölu um það hvernigvandamálið lítur út en hafði lítið fram að færa til að leysa það. GuðmundurIngi bætti þó úr því og boðaði nýja urðunarskatt í boði Sjálfstæðisflokksins,hvað annað. Svo hlógu þau fallega saman og sögðust alltaf vera sammála.
Sem fyrr segir verður því ekki neitað að matarsóun erraunveruleg og engum til gagns. Það má með rökum jafnvel halda því fram að þauRakel og Guðmundur Ingi hafi að einhverju leyti rétt fyrir sér í því aðmatarsóun sé kapítalismanum að kenna. Matarsóun er nýtt fyrirbæri í sögulegu samhengi.Fyrir 200 árum þurfti enginn að hafa áhyggjur af því að eiga of mikið eða illanýtt matvæli en í kjölfar aukinna og frjálsra milliríkjaviðskipta, sem aliðhafa af sér þá mestu hagsæld sem finna má í mannkynssögunni, höfum við mögulegafarið fram úr okkur hvað varðar framleiðslu og neyslu á matvælum. Það erkapítalismanum að þakka að við búum ekki við skort á matvælum, jafnvel ofgnótt.Stuðningsmenn sósíalismans geta þó hreykt sér af því að í fyrirmyndarríkjumþeirra, ríkjum á borð við Venesúela, þarf enginn að hafa áhyggjur af matarsóun.
Þær forsendur sem Guðmundur Ingi og Rakel gefa sér hinsvegar eru rangar. Það eru í raun engin „peningaöfl“ að berjast gegn matarsóun –þvert á móti. Sá sem framleiðir eða selur matvæli áttar sig á því að þessi þróunmun ekki ganga til lengri tíma og menn finna lausnir og aðferðir til að réttamarkaðinn af í samræmi við þörfina. Sá sem rekur veitingahús áttar sig á því aðþað er til lítils að kaupa inn hráefni sem endar í ruslinu og sá sem rekur heimiliáttar sig á því að það gerir lítið fyrir heimilisbókhaldið til lengri tíma aðkaupa mat til þess eins að henda honum.
Í stuttu máli, það eru meiri líkur á því að kapítalisminnleysi vandann en að ríkið geri það. Við getum þakkað kapítalismanum fyrir þávelmegun sem við búum við í dag og okkur er óhætt að treysta kapítalismanum tilað viðhalda þeim lífsins gæðum.