Miðstýring var verst fyrir konur
Mikill hvítþvottur á sögunni hefur átt sér stað samhliða þvíað hundrað ár eru liðin frá rússnesku byltingunni. Mögulega er þó að finnafáránlegasta hvítþvottinn í nýlegri grein í New York Times þar sem því erhaldið fram að konur í kommúnistaríkjunum hafi „notið margvíslegra réttinda ogfríðinda sem á þeim tíma voru óþekkt í lýðræðisríkjum“.
Raunveruleikinn er sá að þrátt fyrir fagurgalann umjafnrétti kynjanna leiddi miðstýringin af sér skelfilegt kynjamisrétti. Þegarenginn markaðshvati er fyrir hendi til að uppfylla þarfir fólks eru þaðkonurnar sem gleymast fyrst.
Verksmiðjur kommúnista létu meira að segja hjá líða aðframleiða vörur sem mættu grunnþörfum kvenna. „Á öllum þessum árum gat kommúnismiekki einu sinni framleitt einföld dömubindi, sem konur hafa brýna þörf fyrir,“ skrifarSlavenka Draculić. Í bók sinni How WeSurvived Communism and Even Laughed segir hún frá þeirri dagleguvanvirðingu sem konur bjuggu við í Ungverjalandi, Póllandi, Tékkóslóvakíu,Búlgaríu, Austur-Þýskalandi og heimalandi sínu, Júgóslavíu. Venjuleg dömubindiurðu eftirsóttur varningur á svarta markaðnum og flestar konur þurftu sætta sigvið að þurfa að útbúa eitthvað til að nota í staðinn.
Skipuleggjendur hagkerfisins beindu framleiðslunni frá ölluþví sem taldist kvenlegt og þar af leiðandi hégómlegt og smáborgaralegt. Draculićsegir að „í miðstýringu sem karlar stýrðu var vitaskuld ekkert rúm fyrir smámuniá borð við andlitsfarða“. Konur saumuðu gjarnan sinn eigin fatnað eða útbjuggu fegrunarmeðulúr því sem var að finna í eldhússkápunum þrátt fyrir að konur sem litu of velút „gætu þótt grunsamlegar og þyrftu jafnvel stundum að sæta rannsókn“.
Flestar konur gengu í sams konar fötum vegna þess aðverslanir buðu ekki upp á neitt úrval. Á einu tímabili virtist sem allar konurí Varsjá hefðu ákveðið að lita hárið á sér með sama rauða litnum vegna þess aðhann var sá eini sem efnaverksmiðjurnar framleiddu. Konur í Búdapest, Prag,Sofíu og Austur- Berlín kvörtuðu allar undan því sama: „Engir svitalyktareyðareða ilmvötn voru til og stundum jafnvel hvorki sápa né tannkrem … Verst af ölluvar að engin dömubindi voru til. Hvað er hægt að segja annað en að þetta hafi veriðniðurlægjandi?“
Í kommúnistaríkjunum var þess vænst að konur ynnu utanheimilisins og sinntu líka öllum heimilisstörfum. (Engels taldi að það væri„brjálæðislegt“ að karlar sinntu slíkum störfum: heimilisstörf „svipta menn karlmennskunni“). Konurnar sem stóðu fyrir heimilisrekstrinum fundu fyrstar fyrir skortinum ogþað var þeirra hlutskipti að finna eitthvað sem kom í staðinn fyrirhversdagslegan varning. Alvarlegur skortur var á matvælum,ungbarnamjólkurdufti, húsnæði og um það bil öllu öðru.
Ríkið útvegaði húsnæði með því að skipta upp þeim íbúðum sem til voru og láta fólk sem þekktist ekkert búa saman í æ minna rými, eins og lýst er í ritgerð Josephs Brodsky „In a Room and a Half“.
Oft varð baðherbergið líka að þjóna sem eldhús (sem margar fjölskyldur deildu) og lítil skot voru talin svefnherbergi fyrir margt fólk. Ríkið útvegaði barnagæslu en biðlistar voru oft langir. Ríkið tryggði konum störf en einnig gat verið skortur á þeim. Í Júgóslavíu var meðalbiðtími eftir starfi þrjú ár.
Á sjötta áratugnum lýstu skipuleggjendur ríkisins íJúgóslavíu því yfir að salernispappír væri óþörf munaðarvara og skipuðu verksmiðjumað hætta að framleiða hann. Árum saman þurfti fólk að nota dagblöð (aldrei varskortur á pappír til að prenta áróður á). Á meðal annars yfirlýstsóþarfavarnings voru kvenhattar, hanskar, þvottaefni, barnaleikföng, mjólk ogkjöt. „Almenna reglan var sú að allt gat hvenær sem var orðið yfirlýstmunaðarvara,“ skrifar Draculić. Einkum var hætt við að vörur sem konur notuðuféllu í þann flokk.
Bandaríkjamann sem fór til kommúnistaríkjanna á níundaáratugnum rak í rogastans þegar hann komast að raun um að konur þvoðu ennþvotta eins og þær gerðu í Bandaríkjunum fimmtíu árum áður. Þær höfðu engar þvottavélar.Í öllum kommúnistaríkjunum lögðu konur þvottinn í bleyti í járnbala, beygðu sigsvo yfir balann og skrúbbuðu þvottinn á þvottabretti, suðu hann síðan á eldavélinniog hrærðu í með langri sleif.
Þetta flókna ferli tók heilan dag í hverri viku og hendurkvennanna bólgnuðu, sprungu og voru þaktar sárum. Engir gúmmíhanskar voruframleiddir til að verja húðina á höndum þeirra – skipuleggjendur hagkerfisinssáu enga ástæðu til að selja þá. Þeir karlar sem sáu um skipulagið hafa aðlíkindum aldrei þurft að vinna þetta „kvenmannsverk“.
Skortur á þvottaefni var útbreiddur í kommúnistaríkjunum. Konaí Sofíu sagði við Draculić: „Þegar ég finn það kaupi ég tvo eða þrjá stórapakka. Maður getur aldrei verið viss um að það verði til aftur.“ Hún hafðialdrei heyrt talað um þurrkara. En ef þvottavélar og þurrkarar hefðu verið tilhefði títt rafmagnsleysi orðið til þess að ekki var hægt að reiða sig á slíktæki.
Kommúnistaríkin framleiddu ekki vélar sem léttu konum lífiðaf sömu ástæðu og þau vanræktu aðrar þarfir þeirra og langanir. Þrátt fyrirallar kvartanirnar yfir gróðasjónarmiðum ýta markaðir undir að fólk uppfylliþarfir annarra með frjálsum viðskiptum. Í ríkisreknu hagkerfi eru engir slíkirhvatar. Enginn skortur er á kommúnískum fagurgala um kynjajafnrétti en hanngetur ekki bætt upp fyrir hræsnina og misréttið sem gegnsýrir miðstýrthagkerfi.
Chelsea Follett er ritstjóri vefsíðunnar HumanProgress.org. Greininbirtist á vef CAPX en er hér birt í íslenskri þýðingu með góðfúslegu leyfihöfundar.
---
Greinin birtist í vetrarhefti Þjóðmála, 4. tbl. 2018. Hægt er að gerast áskrifandi að Þjóðmálum með því að senda tölvupóst á askrift@thjodmal.is eða skilaboð á facebook síðu ritsins. Ritið færst einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.