Sjálfstæði í flokknum

Það var ekki augljós ákvörðun fyrir mig að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Fjölskylda mín var alls ekki hliðholl flokknum og þótt Morgunblaðið hafi verið keypt inn á heimilið fólust í því engin dýpri skilaboð en þau að þá var Mogginn besta blaðið. Sjálfur las ég íþróttafréttirnar, sjónvarpsdagskrána og fréttir af fræga fólkinu ásamt einstaka erlendri frétt, en þær fylltu forsíðu blaðsins alla daga í þá tíð. Ég var löngu kominn á fullorðinsár þegar ég frétti fyrst af tilvist svonefndra Reykjavíkurbréfa og las fyrst leiðara í dagblaði, enda litu þessir pistlar aðallega út fyrir að vera leiðinlegir, sem í mínum huga hlaut að útskýra nafngiftina. Ég ólst sem sagt ekki upp á pólitísku heimili.
Traustvekjandisjallar
Það gerðist þó á unglingsárum að ég fór að fylgjast meðstjórnmálum og hreifst þá fljótlega af Sjálfstæðisflokknum. Þar réðu nokkrirhlutir miklu.
Í fyrsta lagi fannst mér þeir sjálfstæðismenn sem ég þekktií Eyjum vera traustvekjandi og skemmtilegir menn – þar fór fremstur í flokkiSigurður heitinn Einarsson útgerðarmaður, Siggi Einars, sem alltaf var talað umaf virðingu á heimilinu og kom alltaf fyrir sjónir sem mikillfyrirmyndarkapítalisti. Hann var svo laus við hégóma að honum fannst það ekkifyrir neðan sína virðingu að kaupa notaðan smábíl af prestinum og aka um á honumí mörg ár.
Í öðru lagi var það Davíð Oddsson. Það var eitthvað innilegatöffaralegt við þennan óvenjulega mann sem gnæfði yfir íslensk stjórnmál íríflega aldarfjórðung og gerir að miklu leyti enn. Það virtist vera yfir honum ferskleikablærá meðan allir aðrir stjórnmálamenn þess tíma virkuðu grámyglulegir og leiðinlegirí samanburði. Mér fannst Davíð vera eins konar byltingarleiðtogi; maður sem stóðkeikur gagnvart umheiminum, var bjartsýnn og djarfhuga. Hann trúði á möguleika Íslandsog tækifæri Íslendinga í hinum stóra heimi. Davíð virkaði á mig eins og maður hreyfanleikanssem réðst gegn morknuðu sérhagsmunaneti í íslensku samfélagi. Fyrir mann einsog mig sem kom ekki frá stóreigna- eða valdafólki stóð Davíð einmitt fyrir þaðsem ég trúði á; að stjórnmálamenn ættu ekki að standa vörð um sína eigin hagsmunieða hagsmuni vina sinna heldur að tryggja að straumar nýrrar hugsunar fengju stöðugtað flæða yfir samfélagið og þrýsta út því sem var orðið staðnað, þreytt ogfúið.
En mestu skipti auðvitað hugmyndafræðilegi samhljómurinn semég fann í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Ég varð frekar ungur sannfærður um aðþað væri eitthvað gott í okkur mannfólkinu sem gerði það að verkum að þegarmaður hjálpaði öðrum þá verðlaunaði veröldin fyrir það.
Hugsunin sem sló niður í kollinum á mér snerist um það hvortpiltur sem hjálpar gamalli konu yfir götu gerði það fyrir gömlu konuna eðasjálfan sig. Eftir mikil heilabrot komst ég að því að líklega gerði hann það fyrstog fremst fyrir sjálfan sig – og það væri í raun hið besta mál, því þannig yrðuvelgjörðir ekki sjálfkrafa að ölmusu, heldur gætu báðir aðilar haldið virðingusinni þótt annar þyrfti á stuðningi hins að halda. Þessi barnalega heimspekimín fannst mér ljúka upp miklum sannleik sem gerði mig ákaflega tortrygginn ígarð stjórnmálamanna sem vilja helst skipa öllum öðrum að hjálpa fullfrísku fólkiyfir hinar og þessar götur sem enginn átti erindi yfir – en hrósa svo sjálfumsér fyrir aumingjagæskuna.
Ósmalaður í Valhöll
Þetta voru helstu ástæður þess að ég fór ásamt nokkrum vinummínum einn dag árið 1992 með strætó í Valhöll til þess að skrá mig íSjálfstæðisflokkinn. Enginn smalaði okkur félögunum úr þriðja bekk í MR þegarvið mættum á skrifstofuna og ég held ég hafi ekki þekkt neinn sjálfstæðismannfyrir utan einn eldri frænda.
Starfsmennirnir sem tóku á móti okkur (líklega Ágúst ogPeta) urðu líka fremur hvumsa; og löngu seinna áttaði ég mig á því að líklegahafa alls konar viðvörunarbjöllur farið að hringja hjá þeim sem þekktu til. Gatþað boðað eitthvað annað en kafbátaárás á einhverja valdastoðungliðahreyfingarinnar þegar fjórir drengir úr menntaskóla mættu upp úr þurruog skráðu sig í flokkinn? Ég hefði að minnsta kosti túlkað þetta af mikilli tortryggnimörgum árum seinna þegar ég var kominn á kaf í hina mjög svo hatrömmu entilgangslitlu valdabaráttu innan ungliðahreyfingarinnar.
En á þeim tíma var aðdráttarafl Sjálfstæðisflokksins slíkt áokkur að okkur langaði einfaldlega til þess að taka þátt í baráttunni fyrirfrjálsara og frísklegra samfélagi.
Á tíunda áratugnum var Sjálfstæðisflokkurinn nefnilega hiðsanna umbyltingarafl og allt tal eldri kynslóða um „helvítis íhaldið“ hljómaði ímínum eyrum eins og aftan úr grárri forneskju. Höfðu vinstrimennirnir ekkifengið fréttirnar? Það voru nefnilega þeir sjálfir sem voru fastir ífortíðinni.
Og við þetta bættist að mér fannst sjálfstæðismennirnir einfaldlegaað jafnaði miklu meira traustvekjandi heldur en vinstrimennirnir. Davíð, Geir,Friðrik, Björn – og síðar Þorgerður Katrín – voru allt fólk sem virtist hafaallt sitt á hreinu; fólk sem myndi ekki glutra niður því sem því væri treystfyrir. Þessi tilfinning mín var ekki byggð á persónulegum kynnum heldur áframkomu og málflutningi þessa fólks sem var í senn yfirvegaður, beittur ogsannfærandi – en umfram allt í mínum huga ferskur og frjálslyndur.
Hreyfanleiki eða stöðnun
Vinstrimennirnir – þótt meðal þeirra væru stórir ogeftirminnilegir karakterar – virtust ráðvilltari, verr undirbúnir og óvissari ísinni sök. Fyrir utan nokkra hugsjónamenn í Alþýðuflokknum fannst mér hinirflokkarnir ekki hafa raunverulegt erindi í sinni pólitík. Sjálfstæðisflokkurinnhafði hins vegar brennandi erindi á tíunda áratugnum. Davíð var eins ogstormurinn í ljóðinu – sem „ loftilla dáðlausa lognmollu hrekur og lífsanda starfandihvarvetna vekur“. Það var bjartsýni og umbyltingarhugur sem ég tengdi við Sjálfstæðisflokkinná þeim tíma.
Þar sem ég var ekki fæddur nógu snemma til þess að hafakynnst kalda stríðinu snerust stjórnmál í mínum huga alltaf um einangrun ogíhaldssemi annars vegar – en opna markaði og hreyfanleika hins vegar. Þetta varþað sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir í mínum augum.
Undir forystu Davíðs og Sjálfstæðisflokksins fannst mérÍsland þroskast úr því að vera staðnað og hikandi samfélag yfir í að vera drífandiog hugað. Það þurfti ekki lengur að biðja nokkurn mann um leyfi til að njóta velgengniá Íslandi. Nú skyldu hæfileikar, áræðni og dugnaður fá að njóta sín, ekki flokkstengsl,ættartengsl eða vinaklíkur. Vindar frelsis myndu gráfeysknu kvistina buga ogbrjóta, en bjarkirnar treysta um leið og þeir þjóta.
Það kann að vera að þetta hafi verið misskilningur hjá méren svona horfði þetta við mér þegar ég var kornungur maður að byrja að huga umpólitík; og nú þegar ég er í kringum miðjan aldur leita ég eftir nákvæmlegasömu gildum hjá flokkum og stjórnmálamönnum, en finnst erfiðara að finna þau.
Stríð við einkaaðila
Eftir að hafa stoltur haldið með og síðan kosiðSjálfstæðisflokkinn á tíunda áratugnum fannst mér í upphafi nýrrar aldar smámsaman koma nýtt og leiðinlegra hljóð í strokkinn og Sjálfstæðisflokkinn.Flokkurinn og forystumaðurinn sem hafði komið Íslandi inn í Evrópskaefnahagssvæðið – gert komandi kynslóðum kleift að hugsa miklu stærra en fyrr –virtist smám saman vera farinn að tvístíga gagnvart afleiðingumumbyltingarinnar. Það fór að bera á því að flokkurinn vildi ekki bara ráðaleikreglunum heldur líka niðurstöðu leiksins.
Íslenskt samfélag varð allt í einu í heljargreipum einhversundarlegs stríðsrekstrar milli Davíðs og Baugsfeðga, slags sem mér fannst Davíðvera mörgum númerum of stór til þess að taka þátt í. Skyndilega fór að bera áþeim sjónarmiðum í Sjálfstæðisflokknum að það væri í lagi að beita ríkisvaldinusérstaklega í þessum undarlegu erjum.
Sjálfstæðisflokkurinn virtist vilja standa vörð umkyrrstöðu; eins og gengið hefði verið of langt í frjálsræðisátt og þess þyrftiað hefna á þingi sem tapaðist á markaði. Náði þessi afturför ákveðnu hámarki íþeirri hörmungarþvælu sem var tilraunir til setningar fjölmiðlalaga árið 2004.Þau voru bersýnilega hönnuð til að ná fram hefndum á aðilum sem höfðu neitað aðvera stilltir og prúðir.
Það fannst mér býsna sárt því mér hafði einmitt þótt þaðvera svo mikill kjarni í umbyltingu tíunda áratugarins að nú ættu stjórnmálamennekki að geta fyrirskipað mönnum að vera stilltir og prúðir, eða kyssa á vendieða hringa. Ég hafði skilið pólitískt erindi Sjálfstæðisflokksins þannig aðhann vildi gera Ísland að landi þar sem almennar leikreglur ættu að gilda enþess yrði ekki krafist að almenningur kæmi fram af undirlægjuskap gagnvartstjórnmála- og embættismönnum.
En undirlægjuskapur gagnvart stjórnmála- og embættismönnumer auðvitað litlu verri en sams konar hegðun gagnvart græðgisblinduðu auðvaldi.Og sú hraða breyting sem varð á íslensku samfélagi á fyrsta áratugi nýrraraldar hafði ekki aðeins áhrif á efnahag þjóðarinnar heldur einnig ásiðferðislegt gildismat. Nú keyptu stóreignamenn ekki notaða smábíla af prestumúti á landi heldur kepptust við að innrétta einkaþoturnar sínar á íburðarmeirihátt en milljarðamæringurinn í næsta flugskýli. Það var skiljanlegt að fólk værihugsi og tortryggið gagnvart þeirri þróun.
Erfitt upphafkapítalismans
Fyrstu skref raunverulegs kapítalisma á Íslandi voru býsnabrokkgeng og bankabólan og hrun bankanna árið 2008 – þar sem íslenska krónanhafði leikið aðalhlutverk í að sporðreisa efnahag þjóðarinnar – var gríðarlegtáfall fyrir marga af helstu sporgöngumönnum frjálslyndisvæðingar umliðinnaáratuga.
Pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins og DavíðsOddssonar voru fljótir að gera sitt allra besta til að klína bankahruninu áDavíð. Hann sjálfur og hans tryggustu bandamenn virðast hafa tekið þær ásakanirbýsna nærri sér þótt þær séu algjörlega fráleitar. Bankahrunið íslenska varekki einstakur eða einangraður viðburður í veraldarsögunni heldur harkalegtefnahagsáfall, ekki ósvipað ýmsu sem flest önnur kapítalísk lönd höfðu áðurgengið í gegnum.
En okkur Íslendingum brá í brún. Áfallið og vonbrigðin vorunánast áþreifanleg. Og þó ætti það kannski ekki að hafa komið okkur á óvart aðilla hafi farið. Ísland varð í einni sviphendingu þátttakandi í alþjóðlegu fjármálaumhverfimeð ófullburða eigin mynt og nánast enga raunverulega reynslu af alþjóðlegribankastarfsemi. Um reynsluleysið okkar get ég sjálfur vottað því ég starfaðivið markaðsmál í Landsbankanum (þar á meðal í tengslum við Icesave-reikningana)og þar var ekki nokkur maður sem hafði raunverulega gagnlega reynslu íalþjóðlegri bankastarfsemi, þótt margir væru leiftrandi greindir og vel lesnirí fræðunum. Þetta góða starfsfólk átti að sjálfsögðu fullt í fangi með aðstarfa í nýju alþjóðlegu umhverfi þar sem önnur lönd búa að margra alda hefð,með öllum þeim mistökum, áföllum og reynslu sem hugsast getur.
Reynsluleysi okkar í alþjóðlega bankaheiminum kom heldurekki bara í ljós í bankabólu og hruni hjá bankastarfsmönnum á plani, heldurhafði það löngu fyrr komið fram á fyrstu stigum einkavæðingar bankanna þegarstjórnvöld – þar á meðal forystumenn Sjálfstæðisflokksins – létu harðsvíraðaviðskiptamenn plata sig upp úr skónum. Hið dýrkeypta reynsluleysi Íslendinga eraf sama meiði hvort sem litið er til stjórnvalda eða þátttakenda íatvinnulífinu. Þegar öllu var á botninn hvolft voru Íslendingar miklueinangraðri og sveitalegri í hugsun en við höfum jafnan sjálfstraust til aðviðurkenna.
Bæði stjórnvöld og viðskiptalíf komust í aðstæður, bæði íuppsveiflu og hruni, sem engin reynsla var til þess að takast á við – og má íþví ljósi segja að ótrúlega vel hafi tekist að lágmarka skaðann; fyrst ogfremst fyrir tilstuðlan Geirs Haarde forsætisráðherra og þeirra ákvarðana semhann tók dagana örlagaríku haustið 2008.
Óbrúað kynslóðabil
Eftir bankahrunið hefur Sjálfstæðisflokkurinn að mörgu leytitroðið hugmyndafræðilegan marvaða. Forysta flokksins, formaður og varaformenn,hafa allir verið talsmenn hreyfanleika og víðsýni; en þó gerðist það að dágóðurhópur sjálfstæðismanna sagði skilið við flokkinn og stofnaði Viðreisn – og mjögmargir af þeim sem gengu í flokkinn á þeim grundvelli að hann væri hreyfiaflbreytinga hafa sagt skilið við hann, sagt sig úr honum eða eru hættir að kjósahann. Staða flokksins meðal fólks af minni kynslóð er bág.
Sem sagt – fólkið sem mótaðist af Davíð Oddssyni ogskilaboðunum um hreyfanleika og tækifæri lítur síður á Sjálfstæðisflokkinn semþann vettvang sem passar best við lífssýn þess. Í gegnum ýmis mál –fjölmiðlalögin, stuðning við Íraksstríðið, umdeildar dómararáðningar,einangrunartal sumra þingmanna flokksins og krampakennda vörn fyrir íslenskukrónuna (þótt henni hafi ítrekað verið hafnað á landsfundi) – hefur fjölmargtfrjálslynt fólk af minni kynslóð fengið efasemdir um raunverulegt erindi flokksins.Og helsti talsmaður bjartsýni, víðsýni og frjálslyndis á uppvaxtarárum minnarkynslóðar virðist í dag vera stöðugt tortryggnari gagnvart þessum gildum. Maðurinnsem var ástæða þess að svo margir af minni kynslóð löðuðust aðSjálfstæðisflokknum fælir sama fólk frá flokknum í dag. Þetta er mikil synd,því í mínum huga verður Davíð Oddssyni aldrei fullþakkað það afrek sem hannvann við að gera Ísland opnara, sterkara, ríkara og skemmtilegra.
Kannski áttum við, unga sjálfstæðisfólkið af minni kynslóð,alltaf erfitt með að skilja eldri kynslóðirnar. Blind flokkshollusta kom ekkitil greina hjá mér eða fólkinu sem ég starfaði með í ungliðahreyfingunni; ogvirtist raunar í okkar augum algjörlega óhugsandi. Okkur fannst að slíkarkröfur væru úr takti við inntakið í stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Í okkar huga var þetta flokkurinn sem stóð vörð umsjálfstæði einstaklingsins og sjálfstæða hugsun ekki síður en sjálfstæði þjóðarinnar.Skilningsleysi okkar á pólitískum raunveruleika kalda stríðsins, og öllum þeim áhrifumsem það hafði á íslenska pólitík, virtist örugglega jaðra við heimsku og virðingarleysií augum eldri kynslóðanna í flokknum. En fyrir þá sem ekki höfðu tekið þátt íþeirri hugmyndabaráttu eða innbyrt kaldastríðspólitík með móðurmjólkinni varþessi ættbálkastemmning í flokknum algjörlega framandi. Fólk hafði ekki gengið íflokkinn til þess að vera í réttu liði heldur af því að flokkurinn lofaði þvíað standa vörð um samfélag hreyfanleika, tækifæra og frelsis.
Á 90 ára afmæli flokksins er augljóslega ástæða til að fagnaog þakka fyrir ómetanlegt framlag Sjálfstæðisflokksins til þess velmegunar- ogmenningarsamfélags sem Ísland er í dag. Grundvallargildi flokksins eiga fullterindi nú sem fyrr, og þótt ég taki sjálfur lítinn þátt í flokksstarfi í dagvona ég að flokkurinn hafi sjálfstraust til þess að halda af víðsýni á loftiþeim bjartsýnis-, réttlætisog umbyltingarboðskap sem togaði mig inn í Valhöll íupphafi tíunda áratugarins til að munstra mig inn í flokk með sanna köllun og brýnterindi.
Þau gildi hafa reynst vel og þau þarfnast öflugra málsvara ídag, ekki síður en þá.
Höfundur er sjálfstætt starfandi og var formaður SUS á árunum 2007-2009.
—
Greinin birtist í vorhefti Þjóðmála, 1. tbl. 2019, undir greinaflokk um Sjálfstæðisflokk framtíðarinnar, sem birtur er í tilefni 90 ára afmæli flokksins . Hægt er að gerast áskrifandi að Þjóðmálum með því að senda tölvupóst á askrift@thjodmal.is eða skilaboð á facebook síðu ritsins. Ritið færst einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.