Frjálsir markaðir bæta líf kvenna

Á síðustu 200 árum hafa efnahagslegar framfarir hjálpað tilvið að skapa verulega betri lífskjör og aukið reisn kvenna í þróuðum ríkjum. Núer þetta að endurtaka sig í þróunarlöndum.

Samkeppnismarkaðir efla konur á að minnsta kosti tvennanhátt sem vinna hvor með öðrum. Í fyrsta lagi njóta konur í auknum mæli góðs aftækniframförum og vísindalegri nýsköpun. Heimilistæki sem spara tíma hafa tildæmis hjálpað konum sérlega mikið vegna þess að þau vinna meirihlutahúsverkanna. Framfarir í heilsugæslu drógu úr dánartíðni barna og sængurkvennaog leiddu til minni fjölskyldna og aukinna valkosta fyrir konur. Í öðru lagiveitir þátttaka í vinnumarkaðnum konum aukið sjálfstæði og betri stöðu til aðgera kröfur um samfélagsumbætur. Verksmiðjuvinna hefur, þrátt fyrir illtorðspor í gegnum tíðina, reynst sérlega mikilvæg hvað þetta varðar.

Á þennan hátt bæta markaðir fjárhagslega stöðu kvenna og ýtaundir menningarlegar breytingar. Markaðir stuðla að eflingu einstaklinga meðþví að draga úr kynjamisrétti og öðrum tegundum fordóma. Efling kvenna er áfrumstigi í mörgum þróunarlöndum en rétt stefnumörkun getur komið konum alls staðará braut í átt að þeirri velmegun og frelsi sem konur í þróuðum löndum njóta nú.

Inngangur

Efling kvenna og jafnrétti kynjanna eru nú ríkjandi þættir íumræðum um alþjóðleg þróunarmál. Markaðir hjálpa til við að ná settum markmiðumí þessum efnum. Markaðir hafa í sögulegu samhengi átt stóran þátt í eflingukvenna á Vesturlöndum og halda áfram að styrkja stöðu sífellt fleiri kvennavíða um heim.

Í yfirlitsgrein yfir skrif um þróunarmál er gefið til kynnaað „kynjamisrétti fari minnkandi samhliða því að dragi úr fátækt og að meðaukinni þróun batni aðstæður kvenna meira en karla“. Konur hafa því meiriávinning af aukinni velmegun en karlar.

Markaðir efla konur á að minnsta kosti tvo tengda vegu. Ífyrsta lagi hafa markaðir skapað forsendur fyrir framleiðslu tímasparandi og heilsutengdranýjunga sem gagnast konum meira en körlum. Í öðru lagi leiðir þátttaka ávinnumarkaði til fjárhagslegs sjálfstæðis kvenna og styrkir samningsstöðuþeirra. Þetta tvennt helst í hendur.

Vinnusparandi nýjungar lyftu oki heimilisverka af konum ogfluttu það yfir til véla. Framfarir í læknisfræði, sem einkafyrirtæki hafakynnt, hafa lengt líf kvenna og aukið lífslíkur barna. Það hefur leitt tilminni fjölskyldna.

Afleiðingin er sú að konur hafa fengið meiri tíma til að sjáóskir sínar og vonir rætast; þær lifa lengur og hafa fengið aukinn tíma til að gerafleira en að eignast börn. Þær hafa einnig meiri tíma fyrir tómstundir og þaðhefur aukið lífsgæði þeirra.

Þátttaka á vinnumarkaði sem keppir um vinnuframlag kvennagerir konum kleift að eignast peninga og bæta stöðu sína jafnt í samfélaginusem á heimilinu. Slík vinnumarkaðsþátttaka leiðir einnig til lifandi hringrásaraukins hagvaxtar og nýsköpunar vegna þess að vinnandi höndum fjölgar. Í aldannarás hefur valdboðsvald ríkisins, sem fyrst og fremst hefur túlkað vilja karla,oft hindrað konur í því að taka þátt í vinnumarkaðnum og takmarkað þátttökuþeirra við tiltekin störf. Nú hafa fleiri konur frelsi til að velja sjálfarþegar kemur að fjölskyldu og starfi.

Nýsköpun

Markaðsdrifin nýsköpun hefur haft jákvæð áhrif á líf kvenna.Nýsköpun í læknisfræði og heilsuefling, fjármögnuð af fordæmalausri velmegunsem frjáls framleiðsla og iðnvæðing sköpuðu, hefur almennt leitt til betriheilsu kvenna, aukið lífslíkur þeirra og haft áhrif á frjósemi þeirra.Vinnusparandi tækni hefur dregið úr þeim tíma sem konur verja við heimilisstörfá borð við eldamennsku og þvotta. Jákvæðar breytingar takmarkast ekki viðfortíðina heldur eru nú viðvarandi í þróunarlöndum.

Markaðsdrifin heilsuefling

Lífsskilyrði héldust undarlega óbreytt í aldanna rás og allsstaðar var fátækt. En fyrir um það bil 200 árum fór hagvöxtur að aukast, fyrstá Stóra-Bretlandi og Niðurlöndum, síðan í öðrum löndum Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku og loks annars staðar í heiminum. Markaðir alþjóðavæddust á nítjánduöld og iðnbyltingin varð til þess að framleiðni náði nýjum hæðum. Þetta leidditil aukins hraða hagvaxtar og loks til útbreiddrar velmegunar kvenna.

Lífslíkur – sem eru bestu mælikvarðar á heilsu – héldusteinnig tiltölulega óbreyttar um aldir þar til þær tóku að aukast síðla ánítjándu öld. Þessi „heilsufarsbreyting“ hófst í Evrópu og Norður-Ameríku ááttunda áratug nítjándu aldar og breiddist síðan út um heiminn. Sláandi aukningá tekjum og bætt heilsa haldast í hendur. Fjölmörg rit sýna að fólk í auðugustulöndunum lifir að meðaltali lengur en fólk í fátækum löndum og þessi tengsl eruþekkt undir nafninu Prestonkúrfan. Þótt þessi sterka fylgni sanni ekki endilegaað hærri tekjur leiði til betri heilsu sýnir hún að mati Angus Deaton,Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, að „tekjur hljóti á einhvern hátt og á einhverjumtímum að vera mikilvægur þáttur“ í betri heilsu.

Þegar tekjurnar aukast hefur fólk efni á betra mataræði,betri húsakynnum, hreinlæti og lyfjum og allt þetta stuðlar að betri heilsu. Deatontengir auknar lífslíkur aðallega nýjungum í hreinlæti í borgum og uppgötvunar áþætti örvera í sjúkdómum. Hann bendir á að hinn fordæmislausi auður semiðnbyltingin skapaði hafi greitt fyrir útbreiddari lagningu vatnsveitna – sem dreifðuhreinu vatni og afkastameiri skólpræsakerfa en áður höfðu þekkst. Það leiddi einkumtil minni ungbarnadauða. Vísindalegar framfarir voru vissulega afar mikilvægarog aukin markaðsdrifin velmegun stóð undir kostnaði við lýðheilsuverkefni sembyggðu á nýrri vísindaþekkingu. „Að breyta örverufræðinni í hreint vatn oghreinlæti … kostar … peninga,“ sagði Deaton.

Ör þéttbýlisvæðing í iðnbyltingunni jók í fyrstu ádánartíðnina, þar sem sjúkdómar breiddust með auðveldari hætti út í þéttbýli vegnalítils hreinlætis. Hins vegar hefur dánartíðni í borgum í Bandaríkjunum dregistmeira saman en á landsbyggðinni. Borgarbúar hafa almennt hærri tekjur en íbúarí dreifbýli og betri aðgang að nútíma læknisþjónustu. Á meðan á iðnbyltingunnistóð buðu sumar verksmiðjur starfsfólki upp á ókeypis bólusetningar.

Mikilvægt er að „allar breytingar á heilsufari í öllumlöndum hafa náðst fram eftir að kapítalisminn kom til sögunnar,“ og sérstakar nýjungarí heilsugæslu, svo sem bólusetningar „hljóta að minnsta kosti að hluta að vera afleiðingaðstæðnanna sem kapítalisminn skapaði,“ segir heimspekingurinn Ann E. Cudd viðHáskólann í Boston. Meiriháttar árangur við að auka lífslíkur fór að nást íauðugum löndum eftir iðnbyltinguna og tilkomu alþjóðavæðingar og aukinshagvaxtar. Jafnvel enn örari framfarir má nú sjá í þróunarlöndum þar semfátækari lönd geta tileinkað sér tækni og stofnanir auðugri landa og hraðaðbæði heilsuverndar- og hagvaxtarþróuninni.

Heilsufar kvenna og frjósemi í sögulegu samhengi

Framfarir í heilsuvernd sem markaðurinn átti þátt í að geramögulegar hafa komið konum að meira gagni en körlum. Lítum á heilsufar kvenna ísögulegu samhengi.

Venjuleg kona í veiðimanna- og safnarasamfélögum eignaðistsennilega um það bil fjögur börn, yfirleitt með fjögurra ára millibili. Það gefurtil kynna að frjósemin hefur verið lítil samanborið við fátækustu löndnútímans; á forsögulegum tímum hefur mikil líkamleg áreynsla að líkindum dregiðúr líkum á þungun. Forsögumeinafræðingar áætla að tuttugu af hverjum hundraðbörnum hafi látist fyrir fyrsta afmælisdaginn sinn. „Lífslíkur við fæðingu ísamfélögum veiðimanna og safnara voru 20-30 ár og ultu á lífsskilyrðum,“ segirDeaton.

Þegar landbúnaður kom til sögunnar hættu margir flökkulífinuog tóku sér viðvarandi bólfestu. Lífsgæði kvenna kunna að hafa minnkað, þar semþær eignuðust fleiri börn (en fæðingar voru hættulegar) og misstu einnig fleiribörn en formæður þeirra vegna þess að föst bólfesta án möguleika til að losa sigvið sorp er sjúkdómahreiður.

Í kringum 1800 var dæmigert að konur í Bandaríkjunum eignuðustsjö börn. Að meðaltali lifðu aðeins fjögur fram á fimmta afmælisdag sinn. Dæmigertvar að hin þrjú létust úr sjúkdómum sem nú er auðvelt að fyrirbyggja eða lækna.

En þegar kom fram á tuttugustu öldina lifðu konur lengur enkarlar. Þannig fækkaði meðalfjölda barna sem kona missti úr þremur árið 1800, ítvö árið 1850 og niður í eitt árið 1900. Nú eignast venjuleg bandarísk kona tvöbörn og sér þau bæði vaxa upp og verða fullorðin. Á okkar tímum eignast fólkfærri börn að hluta til vegna þess að það hefur trú á að öll börn sem það fæðirí heiminn muni lifa.

Konur eignast ekki aðeins færri og heilbrigðari börn heldurer sjálf fæðing þeirra orðin öruggari fyrir mæðurnar. Gögn frá Svíþjóð og Finnlandisem ná aftur til 1751 sýna sorglega mynd sem segir okkur að í um 100.000 fæðingumlétust um það bil 1.000 mæður af barnsförum. Ef kona fæddi sjö börn voru sjö prósentalíkur á að hún létist af barnsförum. Á þeim tíma var fátæktin meiri í bresku nýlendunumsem urðu að Bandaríkjunum en í Svíþjóð og Finnlandi og dánartíðni við fæðingar varsennilega enn hærri.

Árið 1900 var dánartíðni við barnsburð í Bandaríkjunum hærrien 800 andlát í hverjum 100.000 fæðingum. Steven Pinker við Harvardháskóla hefurbent á að „fyrir einni öld var þungun næstum jafn hættuleg fyrir bandarískar konurog brjóstakrabbamein er nú“. Eftir skammvinna hækkun árið 1918, þegar vafasamrilæknisfræðilegri tækni var beitt, hefur tíðnin hríðlækkað. „Lækkun á dánartíðnisængurkvenna á tuttugustu öld er ein af ástæðum þess að lífslíkur kvenna hafaaukist hraðar en karla,“ segir Deaton. Nú látast bandarískar konur afar sjaldanaf barnsförum. Nú getur dæmigerð 20 ára kona í Bandaríkjunum vænst þess að húnlifi í 60 ár til viðbótar. Það er 18 árum meira en tvítug kona gat gert sérvonir um fyrir tveimur öldum. Sömu framfarir eru nú að verða í þróunarlöndum.

Heilsufar kvenna og frjósemi í þróunarlöndunum

Konur lifa nánast alls staðar lengur en karlar og dregiðhefur úr þeim fjölda barna sem hver kona eignast. Þegar fólk losnar úr viðjum fátæktareru meiri líkur á að börn þess lifi og það þýðir að fjölskyldur verða minni –þetta er fyrirbæri sem kallast frjósemisumskipti. Það er nær óheyrt að háfæðingatíðni viðhaldist í löndum þar sem árstekjur fólks fara yfir 5.000 dollaraá mann.

„Meðalkona í Bangladess getur nú vænst þess að eignastjafnmörg börn og meðalkona í Frakklandi,“ sagði í Economist árið 2016, ogfæðingatíðni er að lækka, jafnvel í Afríku, fátækustu heimsálfunni. Í allrafátækustu löndunum eignast konur oft fleiri börn en þær segjast vilja, en aðeignast fleiri börn en óskað er eftir kann að vera aðferð til að bregðast við hárridánartíðni barna. Ef kona vill eiga tvö börn en hefur ástæðu til að ætla aðhelmingur barnanna sem hún eignast deyi sem ungbörn gæti hún skipulagt aðeignast fjögur börn í stað tveggja. Dæmigerð fjölskylda í Níkaragva væntir þessað eignast þremur börnum meira en hún í raun og veru vill. Þegar lífslíkur barnaaukast verður slík tryggingarráðstöfun ónauðsynleg.

Minni fjölskyldustærð hefur orðið til þess að konur hafameiri tíma og geta því sinnt hverju barni betur. Það dregur enn úr hugsanlegum barnadauðaog gerir konum kleift að sinna fleiru, svo sem launaðri vinnu. Í þróunarlöndum nútímanshafa aukin menntun kvenna og auknir möguleikar á tekjuöflun aukið enn á möguleikanaá að börnin lifi.

Dauði af barnsförum er orðinn sjaldgæfari um allan heim,jafnvel í þróunarlöndum. Svo tekið sé dæmi hefur Malasía á nokkrum áratugum náðsams konar framförum í baráttunni gegn ungbarnadauða og það tók auðugri lönd margaraldir að ná. Malasía er ekki einsdæmi.

„Sú staðreynd að lífslíkur eru nú meiri á Indlandi en þærvoru í Skotlandi árið 1945 – þrátt fyrir að Bretar hafi náð hærri tekjum á mannþegar um 1860 – sýnir okkur svart á hvítu hvernig afl þekkingar getur styttokkur leið um sögulega þróun,“ segir Deaton. Nú halda framfarirnar áfram, þarsem hlutir á borð við vatnsleiðslur, betri hreinlætisskilyrði, bólusetningar ognýsköpun eru að breiðast út til allra þróunarlanda.

Til að taka þetta saman hafa fordæmalaust betrilífsskilyrði, þekking í læknisfræði og nýsköpun bætt heilsufar kvenna verulegaá síðustu tveimur öldum og þessi þróun heldur áfram í fátækum löndum. Fátækulöndin eru að tileinka sér nýsköpun frá auðugri löndum sem gerir þeim kleift aðbæta heilsufar hraðar.

Matseld: Frá því að vera fullt starf til þess að verðaáhugamál

Eins og við á um framfarir í læknisfræði hafa tækninýjungarenn aukið á tækifærin sem nútímakonur njóta. Matseld hefur í aldanna rás veriðhlutverk kvenna og þess vegna hafa eldhúsáhöld sem spara bæði tíma og vinnu einkumgagnast konum. Með tímanum hafa markaðirnir komið fram með og lækkað kostnað viðný tæki á borð við örbylgjuofna, blástursofna, eldavélar, grill, brauðristar, blandara,matvinnsluvélar, hægeldunarpotta og fleiri eldunaráhöld sem spara tíma. Markaðirhafa einnig veitt konum meiri aðgang að tilbúnum réttum svo ekki þarf að eldaalla rétti frá grunni. Slíkum framförum má þakka að matseld hefur í auðugumlöndum breyst úr því að vera nauðsynleg erfiðisvinna í valkvætt og skemmtilegtathæfi og sú umbreyting er nú að breiðast út til fátækari landa.

Konur í Bandaríkjunum losna úr eldhúsinu

„Árið 1900 fóru 44 klukkustundir (á viku) í að elda mat ádæmigerðu miðstéttarheimili í Bandaríkjunum,“ segir hagfræðingurinn StanleyLebergott við Wesleyan-háskólann. Konur sinntu mestum hluta þeirrar vinnu. Þegarfólk þurfti að strokka sitt eigið smjör og baka sitt eigið brauð fór með öðrumorðum jafn mikill tími í matseld og í fulla vinnu á vinnumarkaðnum. Aukeldamennskunnar var það hlutverk kvenna að þrífa heimilið, þvo þvottana oghengja þá út til þerris, gera við föt og hugsa um börnin.

Lebergott áætlar að á dæmigerðu bandarísku heimili árið 1910hafi sex klukkustundir á dag farið í að elda matinn og ganga frá eftir hann. Ummiðjan sjöunda áratuginn var þessi tími kominn niður í eina og hálfaklukkustund.

 Árið 2008 varði meðallágtekjufjölskylda í Bandaríkjunum aðeins rúmri klukkustund í að elda mat áhverjum degi og hjá meðal hátekjufjölskyldu tók matseldin aðeins innan viðklukkustund á dag. Þegar gögnin eru sundurliðuð með tilliti til kynja kemur íljós að þetta voru enn meiri framfarir fyrir konur. Frá miðjum sjöundaáratugnum og fram til ársins 2008 minnkaði sá tími sem konur í Bandaríkjunum vörðuí eldhúsinu um meira en helming en hjá körlum lengdist sá tími sem þeir vörðuþar um næstum helming, þar sem dreifing heimilisstarfa milli kynjanna varð jafnari.

Fjöldaframleiðsla á þeim matvælum sem neytt er daglega ýttiundir þessa breytingu á þeim tíma sem konur höfðu til ráðstöfunar. Árið 1890bökuðu níutíu af hverjum hundrað bandarískum konum sitt eigið brauð. ChillicotheBaking Company í Missouri hóf að bjóða upp á þann munað að fá niðursneitt verksmiðjubakaðbrauð árið 1928 og önnur fyrirtæki fóru brátt að bjóða upp á svipaða vöru. Árið1965 voru 78 af hundraði af þeim 50 kílóum af hveiti sem bandarískar konur báruinn í eldhúsið sitt á formi bakaðs brauðs eða annars konar tilbúinnar vöru. Núer það að baka sitt eigið brauð ekki lengur nauðsynjaverk heldur aðeinsáhugamál.

Markaðir bjóða einnig upp á heimsendingu og með því að ýta átakka á snjallsímum geta heimili fengið matvælin send heim að dyrum. Vegnaframfara á markaðnum hefur kostnaður við að borða úti einnig lækkað og margir Bandaríkjamennborða nú úti fremur en að borða heima.

Konur í þróunarlöndum eru nú að losna úr eldhúsinu

Frelsun kvenna frá því að þurfa að verja ótal klukkustundumí eldhúsinu heldur áfram þar sem tækninýjungar og fjöldaframleiddar vörur dreifasttil nýrra heimshluta. Á heimsvísu er maturinn eldaður úr grunnhráefnum á alltað 55 prósentum allra heimila og í Kína er talan allt að 71 prósenti.

Í könnun frá 2015 kom í ljós að á Indlandi er meðaltíminnsem fer í matseld heilar 13,2 klukkustundir á viku og 8,3 klukkustundir í Indónesíusamanborið við 5,9 klukkustundir í Bandaríkjunum. En það er aðeins hjá þeim semelda reglulega. Ef hærra hlutfall indverskra kvenna en bandarískra gerir það erlíklegt að rauntala mismunarins á tímanum sem fer í matseld í þessum löndum séhærri.

Þótt enn sé munur á tímanum sem varið er í matarundirbúningí auðugum löndum og fátækum verja konur á Indlandi – fátækasta landinu sem könnuninnáði til og þar sem mestur tími fór í matarundirbúning – nú næstum 31klukkustund minna í matseld en konur í Bandaríkjunum gerðu árið 1900. Þótt tekiðsé tillit til samhæfingarvanda við að bera þessar tölur saman (í áætlunin fyrirárið 1900 var frágangur á eldhúsinu tekinn með í reikninginn en konur áIndlandi sem tóku þátt í könnuninni árið 2015 voru ekki beðnar að taka frágangá eldhúsi með í svörum sínum) gefur þessi mikli munur þó til kynna að eitthvað hefuráunnist. Sérstök könnun í Kína leiddi í ljós að sá meðaltími sem konur verja íeldhúsinu hefur minnkað úr meira en 45 klukkustundum á dag árið 1989 í 1,2klukkustundir á dag árið 2011.

En enn þarf að bæta um betur. Árið 2017 var uppþvottavél áaðeins 0,5 prósentum heimila í Kína og 1,8 prósentum heimila á Indlandi samanboriðvið 71 prósent heimila í Bandaríkjunum. Passport Global Market Information Euromonitorssegir að aðeins 32 prósent heimila á Indlandi hafi átt ísskáp árið 2017. Þegarvelmegun eykst og það dregur úr fátækt munu tilbúin matvæli frelsa fleiri konurí heiminum frá því að verja tíma sínum í matseld og færa þeim fleiriklukkustundir til að sinna öðru. Aðrar nýjungar munu á sama hátt losa konurundan því að vinna tímafrek verk, svo sem að þvo þvotta.

Þvottar: Það sem áður var dagsverk tekur nú einaklukkustund á viku

Hagfræðingurinn Ha-Joon Chang við Cambridge-háskóla hefurhaldið því fram að „þvottavélar hafi breytt heiminum meira enveraldarvefurinn,“ og hvað konur varðar gæti það verið rétt. Markaðsnýjungar,allt frá nýsköpun á þvottaefni að æ hjálplegri þvottavélum og þurrkurum, hafa íauðugum löndum breytt þvotti úr mjög erfiðu verki í minniháttar fyrirhöfn. Núer sú saga að endurtaka sig um allan þriðja heiminn.

Frelsun frá þvotti í sögulegu samhengi

Áhrif tilkomu þvottavélarinnar, „frelsisvélar“ kvenna, íauðugum löndum hafa verið vel skráð, en hefðbundið var að konur sæju um heimilisstörfin.Rithöfundurinn Bill Bryson lýsti hinu erfiða verki að þvo þvotta á Englandi ánítjándu öld í bók sinni At Home: A Short History of Private Life.

Þar sem engin þvottaefni voru til fyrir sjötta áratug nítjándu aldar þurfti nánast allur þvottur að liggja í bleyti í sápuvatni eða lúti í margar klukkustundir og síðan var hann barinn og skrúbbaður af afli, soðinn í klukkustund til viðbótar, skolaður margoft, undinn í höndum eða (eftir um það bil árið 1850) rullaður og borinn út til að verða [hengdur til þerris] … Lín var oft bleytt í gömlu hlandi eða þykktri lausn af hænsnaskít þar sem þetta hafði bleikjunaráhrif, en það varð til þess að skola þurfti þvottinn aftur og aftur, yfirleitt í vatni blönduðu einhvers konar kryddextrakti. Að stífa þvottinn var svo mikið verk að það var oft geymt til næsta dags. Að strauja var annað erfitt og þreytandi verk.

Bryson segir að þegar um litað tau hafi verið að ræða hafiþurft að þvo hvern lit einan og sér upp úr sérstöku efni og að á þvottadögum hafieinhver þurft að fara snemma á fætur, um klukkan þrjú að nóttu, til að byrja aðhita vatnið. Hann segir að þvottakonur hafi verið lægst settar afþjónustufólkinu og að stundum hafi öðru þjónustufólki verið refsað með því aðláta það þvo.

Staðan var svipuð í Bandaríkjunum. Að sögn Sarah Skwire hjáLiberty Fund vörðu bandarískar húsmæður 11,5 klukkustundum á viku í þvotta áþriðja áratug síðustu aldar. Þegar fleiri heimili fengu aðgang að þvottavélum eðaþvottaþjónustu styttist tíminn sem fór í þvotta og var árið 1965 kominn niðurfyrir sjö klukkustundir.

Þvottavélar urðu líka algengari í mörgum löndum Evrópu ásvipuðum tíma. Hans Rosling hjá Karólínsku stofnuninni lýsti eftirvæntingu ömmusinnar þegar fjölskyldan í Svíþjóð keypti fyrstu þvottavélina snemma á sjöttaáratugnum:

Hún hafði alla ævi hitað vatn yfir viðareldi og handþvegið allt af sjö börnum sínum. Og nú átti hún að sjá rafmagnið vinna þetta verk … Amma ýtti á takkann og sagði: „Ó, frábært! Ég vil sjá þetta! Látið mig fá stól! Látið mig fá stól! Ég vil sjá þetta,“ og hún settist fyrir framan þvottavélina og horfði á hana þvo þangað til hún var búin. Hún gat ekki haft augun af vélinni. Fyrir ömmu var þvottavélin kraftaverk.

Kraftaverkið varð brátt hversdagslegt í auðugum löndum áborð við Svíþjóð og Bandaríkin. Þar sem markaðir fengu ekki að starfa varenginn hvati til að færa konum þvottavélar eða aðrar vélar sem spöruðu tíma ogþess vegna urðu framfarirnar hægari. Blaðakonan Slavenka Drakulić segir aðBandaríkjamenn sem komu til Sovétblokkarinnar á níunda áratug síðustu aldarhafi orðið gáttaðir þegar þeir sáu konur enn þvo þvotta eins og gert hafðiverið í Bandaríkjunum fimmtíu árum áður, það er án þvottavéla.

Í ríkjunum í kommúnistablokkinni lögðu konur oft föt íbleyti í málmbölum, stóðu svo bognar yfir bölunum og skrúbbuðu fötin á þvottabretti.Suðu þau síðan á eldavélinni og hrærðu í með löngum sleifum. Þessi athöfn tókallt að heilum dagi í hverri viku og hendur kvennanna voru sprungnar og sárar. Karlmennirnirsem stjórnuðu áætlunarbúskapnum seldu ekki einu sinni gúmmíhanska sem hefðuverndað húðina á höndum kvennanna.

Skortur á þvottasápu var einnig útbreiddur í kommúnistaríkjunum.Þar sem enginn markaðshvati er til að uppfylla mannlegar þarfir eru þaðyfirleitt þarfir kvenna sem gleymast fyrst.

Nú verja Bandaríkjamenn innan við tveimur klukkustundum áviku í þetta verk og þvottavél er nú til á fleiri fátækum heimilum en voru aðmeðaltali á öllum heimilum í Bandaríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar. Þóttþví fari fjarri að þvottavélar séu aðalástæða þess að möguleikar kvenna áVesturlöndum hafa margfaldast hjálpuðu þær vissulega til. „Án þvottavélarinnar,“segir Chang, „hefði breyting á hlutverki konunnar í samfélaginu ogfjölskyldulífinu ekki orðið nærri jafn mikil.“

Frelsun frá þvottum á sér nú stað í þróunarlöndunum

Svo er hagvexti og ört minnkandi fátækt í heiminum fyrir aðþakka að fleiri konur eiga nú þvottavél eða hafa aðgang að henni. Könnun semframkvæmd var árið 2013 sýndi að 46,9 prósent af öllum heimilum í heiminum áttuþvottavél árið 2010 og samkvæmt könnun frá árinu 2016 var þvottavélanotkun áheimsvísu komin í 69 prósent. Því er spáð að markaður fyrir þvottavélar haldiáfram að vaxa.

Lítum á Kína, þar sem lausn úr fátækt hefur verið allra mesteftir að efnahagslegt sjálfstæði leysti hundruð milljónir Kínverja úr örbirgð. Hagvöxturí Kína (metinn árið 2014 í Bandaríkjadölum og leiðréttur fyrir mun á kaupmætti)jókst meira en þrjátíufalt frá árinu 1978, þegar horfið var frá efnahagsstefnukommúnista, og fram til ársins 2016. Árið 1981 var þvottavél á innan við 10%heimila í kínverskum borgum. En árið 2011 áttu 97,05% heimila þvottavél. Árið1985 áttu innan við 5% heimila á landsbyggðinni í Kína þvottavél en árið 2011áttu 62,57% slíka vél. Framfarir í Kína hafa ekki einvörðungu verið gífurlegamiklar heldur hefur bilið á milli borgarbúa og landsbyggðarbúa dregist saman.Árið 2016 var þvottavél á 89,4% allra heimila í Kína, en það var aukning úr60,4% árið 2002.

Snúum okkur þá að Indlandi, þar sem umbætur á efnahagslegufrelsi hófust árið 1992. Frá 1992 til 2016 fjórfaldaðist hagvöxtur á Indlandi.Árið 2016 áttu 11% heimila á Indlandi þvottavél. Heimili í borgum eru betur settog nú eiga 20% heimila í fjölmennustu borgunum þvottavél. Á meðan hagvöxtur helduráfram að vaxa á Indlandi og enn dregur úr fátækt munu fleiri konur geta látiðvélar sjá um þvottinn.

Samkeppni á markaði og hagnaðarvon sköpuðu hvatningu til aðfinna upp þvottavél og til að selja hana nýjum viðskiptavinum í þróunarlöndum.Bendix Home Appliances fengu einkaleyfi fyrir fyrstu sjálfvirku þvottavélinni tilheimilisnota árið 1937. Eins og Bendix orðaði það árið 1950 „varðþvottadagastrit bandarískra kvenna úrelt á aðeins 13 árum“. Árið 2007 settiPanasonic á markað þvottavélar með sótthreinsunarbúnaði og notaði silfurjónirsem hannaðar voru sérstaklega til að mæta áhyggjum kínverskra neytenda afbakteríum í nærfötum. Með þessu jók fyrirtækið markaðshlutdeild sína í Kína.

Þvottavélareign fer vaxandi í mörgum þróunarlöndum, fráBrasilíu til Víetnam. Illu heilli er Afríka sú álfa sem stendur sig verst varðandiefnahagslegt frelsi og er auk þess fátækasta heimsálfan þar sem minnst er umtímasparandi tækninýjungar. En jafnvel í Afríku eru markaðir hægt og bítandi aðhjálpa til við að draga úr fátækt. Markaður fyrir þvottavélar er lítill (innanvið helmingur heimila á þvottavél samkvæmt könnun frá 2016) svo þar er mikiðrúm fyrir framfarir.

Nú eru þvottavélar að gera það fyrir konur í flestumþróunarlöndum sem þær gerðu fyrir konur á Vesturlöndum fyrir hálfri öld: aðlosa þær undan tímafrekum, erfiðum og linnulausum verkum. Konurnar ráða svohvernig þær verja þeim frjálsa tíma sem nýsköpun hefur fært þeim.

Með því að losa konur undan tímafrekum verkum hefur nýsköpun fjölgað möguleikum þeirra

Konur velja ekki alltaf að nota þennan „frjálsa“ tíma semrætt var um hér að framan í tómstundir eða verkefni utan heimilisins. Þær gætu variðhonum í heimaframleiðslu eins og áður, en svo er skilvirkniaukandi nýjungumfyrir að þakka að lífsskilyrði á heimilunum eru nú betri.

Útreikningar hagfræðingsins Valerie Ramey viðKaliforníuháskóla í San Diego gefa til kynna að frá 1900 og fram á miðjasjöunda áratug síðustu aldar hafi sá heildartími sem konur vörðu viðheimilisstörf styst um aðeins sex klukkustundir á viku en ekki þær 42 klst. semLebergott heldur fram. En Ramey staðfestir þessa jákvæðu þróun og viðurkennirað með því að nota svipaðan tíma í heimilisstörf hafi konur getað skapað betrilífsskilyrði. Fyrir iðnbyltinguna og á fyrstu árum hennar var það að bera framvel eldaðan mat, „hrein föt, hreina diska, hreint heimili og vel uppfóstruð börnmunaður sem fátækt fólk hafði ekki efni á“ vegna þess að kona sem ekki hafði þjónustufólkhafði hvorki tíma né þrek til að sinna öllum þessum nauðsynlegu verkum, segirRamey.

Með öðrum orðum, eins og sagnfræðingurinn Ruth Cowan viðPennsylvaníuháskóla segir, „gerði nútíma tækni bandarískri húsmóður ársins 1950kleift að áorka því hjálparlaust sem húsmóðir í Bandaríkjunum þurfti árið 1850 aðhafa þriggja til fjögurra manna þjónustulið til að ná fram: heilsufari ámiðstéttarskala og hreinlæti fyrir sjálfa sig, eiginmann sinn og börn sín.“

Mikilvægt er að með því að frelsa tíma kvenna meðlæknisfræðilegri og tæknilegri nýsköpun fjölguðu markaðir valkostum kvenna.Hvort sem þær kjósa að nota frítímann sem þær fengu til heimaframleiðslu eðaannarra verka hafa markaðir gert líf þeirra betra.

Rétt er að víkja að breytingum á kynjaskiptingu verka.Heildarfjöldi þeirra klukkustunda sem karlar í Bandaríkjunum verja viðheimilisstörf hefur aukist jafnt og þétt frá 1900 og þeim klukkustundum semkonur verja við heimilisstörf hefur fækkað. Þótt nýsköpun hafi verið helstaleiðin sem markaðurinn hefur notað til að gefa konum frjálsari tíma hafamarkaðir einnig ýtt undir menningarlegar breytingar og þannig leitt til jafnariskiptingar heimilisstarfa. Eitt af öflunum að baki þessari breytingu gæti veriðsterkari staða kvenna innan heimilisins, sem er afleiðing þess að þær eiga umþað að velja að fara út á vinnumarkaðinn.

Með því að losa konur frá heimilisstörfum og færa þeim tíma,sem er takmörkuð og dýrmæt auðlind, hefur markaðsdrifin nýsköpun gert konumkleift að fara út á vinnumarkaðnum. Og í þróunarlöndum þar sem vinnusparandi vélareru ekki enn útbreiddar er ótrúlegt magn af duldum mannauði sem bíður þess aðverða leystur úr læðingi.

Þátttaka á vinnumarkaði

Þátttaka á vinnumarkaðnum hefur líkt og nýsköpun haft jákvæðáhrif á fjárhagslega velferð og félagslegt jafnrétti kvenna. Þrátt fyrir illtorðspor hefur verksmiðjuvinna reynst sérlega mikilvægur þáttur í að koma konum inná vinnumarkaðinn, bæði í sögulegu samhengi og nú í þróunarlöndunum. Íhugum sögulegáhrif verksmiðjuvinnu á konur í Bandaríkjunum á nítjándu öldinni og áhrif verksmiðjuvinnunútímans á konur í þróunarlöndum á borð við Kína og Bangladess.

Verksmiðjur í Bandaríkjunum á nítjándu öld

Þátttaka kvenna í efnahagslífi Bandaríkjanna jókst jafnt ogþétt frá Amerísku byltingunni og alla nítjándu öldina. „Konur … upplifðu vaxandi… sjálfræði á þann hátt að þær voru ekki lengur algjörlega háðar körlum,“ áþessu tímabili þar sem æ fleiri konur fóru í launaða vinnu og giftar konurfengu lagalegan rétt til að eiga sérstakar eignir, eins og segir í skýrslu umverksmiðjuborg í Suðurríkjunum. En það var iðnvæðingin mikla í Norðurríkjunumsem ýtti undir fyrstu miklu þátttöku kvenna á vinnumarkaðnum.

Jafnvel hin auðugu Bandaríki höfðu áður „þrælabúðir“. Íiðnbyltingunni flýðu ungar konur fátækt landsbyggðarinnar og fóru að vinna íverksmiðjum í borgum þar sem þær gátu unnið sér inn og eytt eigin peningum. Flestarhættu að vinna úti þegar þær giftust en um skeið nutu þær sjálfstæðis sem fórfyrir brjóstið á viðkvæmu fólki á Viktoríutímanum.

Margir kvörtuðu yfir því að aðstæður í verksmiðjum væru ofhættulegar fyrir konur. Aðrir óttuðust að þær konur sem byggju ekki undirverndarvæng eiginmanns eða föður fengju illt orð á sig vegna þess að þótt þær brytuekki gegn siðferðislögmálum þessa tíma ættu þær engu að síður á hættu aðvirðast haga sér ósæmilega. Árið 1840 sagði ritstjóri Boston Quarterly Review:„Að hafa unnið í verksmiðju er nóg til að kalla skömm yfir siðprúðustu ogverðugustu stúlku.“

Konur sem unnu í verksmiðjum litu ekki allar svo á að þærværu fórnarlömb „kapítalísks arðráns“ og hefðu ekki næga vernd karlmanns. Svonatal um skömm og illa meðferð varð til þess að kona sem vann í spunaverksmiðju, HarrietFarley í Lowell í Massachusetts, brást við með þessum skrifum:

Við erum í fjötrum, en þeir eru sjálfviljugir og okkur er frjálst að fara ef þeir verða særandi og þreytandi.

[Við] erum [hér] til að vinna okkur inn peninga, eins mikið af þeim og eins fljótt og við getum … Það eru þessi laun, sem þrátt fyrir strit, fjötra, óþægindi og fordóma hafa dregið svo margar … stúlkur … í verksmiðjurnar … [Ekki] ætti að hafna einu af gjöfulustu störfum sem konur geta fengið vegna þess að það er erfitt eða vegna þess að sumt fólk hefur fordóma gagnvart því. Bandarískar stúlkur eru of sjálfstæðar til þess.

Farley var ekki ein um þessa skoðun. „Ánægjan yfirtiltölulegu sjálfstæði“ kom aftur og aftur fram í frásögnum kvennanna í spunaverksmiðjunum,segir sagnfræðingurinn Alice Kessler Harris við Columbia-háskóla. „Tilfinninginum að eiga valkosti sem margar konur upplifðu í fyrsta sinn var jafn mikilvæg ogtilfinningin um að eiga peninga í vasanum,“ skrifar hún.

Mismunandi ástæður og árangur

Þeir sem ímynda sér að verksmiðjuvinna iðnbyltingarinnar íBandaríkjunum hafi verið myrkur kafli í sögunni gætu haft gagn af að lesa orðþeirra sem lifðu þá tíma. Farm to Factory: Women‘s Letters, 1820-1860 ersamsafn frásagna frá fyrstu hendi og sýnir miklu blæbrigðaríkari veruleika.

Bréfin segja vissulega frá ömurleika, en ömurleikinntengdist lífi á bóndabæ á nítjándu öldinni. Fyrir margar konur voru verksmiðjurnarflóttaleið frá mikilli erfiðisvinnu við landbúnað. Íhugum þennan bút úr bréfi semung kona á bóndabæ í New Hampshire skrifaði systur sinni sem vann í verksmiðjuí borg árið 1845:

Þar sem ég þarf að sinna heimilisstörfum og mjólka, spinna, vefa og raka hey gefst lítill tími til að skrifa … Í morgun leið yfir mig og ég varð að liggja á gólfinu í skúrnum í 15 til 20 mínútur til að líða sæmilega áður en ég gat komist í rúmið. Og á morgun þarf ég að gjalda fyrir þetta með því að þvo [þvott], strokka [smjör], baka [brauð] og búa til ost og fara … og tína brómber.“

Samanborið við störfin á bóndabæjum sem aldrei tóku endavirtist jafnvel erfið verksmiðjuvinna vera breyting til batnaðar. Í borgunumvoru lífskjör oft betri en á bóndabæjum. Ásókn kvenna í verksmiðjustörf var miklumeiri en eftirspurnin.

Þegar bréfin í bókinni eru skoðuð nánar sjáum við hversuótrúlega mismunandi lífi „verksmiðjustúlkurnar“ lifðu. Delia Page, sem hafðifengið töluverðan arf, hafði til dæmis enga þörf fyrir peninga. En þegar húnvar 18 ára ákvað hún að fara að vinna í verksmiðju í New Hampshire þrátt fyriráhættuna – spunaverksmiðja í nágrannaríkinu Massachusetts hafði hrunið eftireldsvoða sem varð 85 manns að bana og slasaði meira en hundrað aðra alvarlega.Fósturfjölskylda Deliu skrifaði henni um þennan dapurlega atburð og óttaðist umöryggi hennar. En hún hélt áfram að vinna í verksmiðjunni í mörg ár.

Hvað varð til þess að hin tiltölulega auðuga Delia fór aðvinna í verksmiðju þrátt fyrir hætturnar og langan vinnudag? Svarið er leit aðfélagslegu sjálfstæði. Í bréfum sínum hvetja fósturforeldrar hennar hanaítrekað til að hætta því sem þeir telja skammarlegt athæfi, sárbiðja hana aðsækja kirkju og gefa í skyn að þau vilji að hún komi heim. En með því að vinnaí verksmiðju var Delia frjáls að því að lifa á eigin forsendum – og hennifannst erfiðið þess virði.

Einstæð saga af Emeline Larcom kemur einnig fram í bréfunum.Bakgrunnur Emeline var allt annar en Deliu. Faðir hennar lést á sjó og móðir hennar,ekkja með 12 börn, átti í erfiðleikum með að sjá fyrir fjölskyldunni. Emelineog þrjár systur hennar fengu launaða vinnu í verksmiðju og sendu peninga heimtil að styðja móður sína og systkin. Emeline, sem var elst af þessum fjórumLarcom-verksmiðjustúlkum, ól hinar þrjár meira og minna upp. Ein þeirra, Lucy,varð þekkt ljóðskáld, prófessor og afnámssinni. Endurminningar hennar varpajákvæðu ljósi á verksmiðjuvinnu.

Ein af þeim stúlkum með mismunandi persónuleika sem viðkynnumst í bréfunum fór ekki í launkofa með að hún hataði vinnuna íverksmiðjunni. Mary Paul var eirðarlaus stúlka. Hún fór borg úr borg, vannstundum í verksmiðjum en reyndi stundum annars konar vinnu, svo sem klæðskurð,en eirði hvergi lengi. Hún hataði verksmiðjuvinnu en vinnan sú gerði hennikleift að safna nægum peningum til að láta draum sinn rætast: að kaupa sér inngönguí útópískt samyrkjubú, „Norðuramerísku breiðfylkingunni“, sem rekið var samkvæmtfrumsósíalískum prinsippum.

Hún naut þess að búa þar og vinna aðeins í tvær til sexklukkustundir á meðan á því stóð. En eins og algengt er með slík samfélög lentiþað í fjárhagsvandræðum sem hlöðubruni jók enn á og hún neyddist til að fara.Hún giftist loks verslunareiganda og – samkvæmt því sem bréf hennar virðastgefa í skyn – tengdist hún bindindishreyfingunni sem vildi banna áfengi, en þaðvar enn eitt framtakið sem endaði illa.

Delia, Emeline og Mary veita okkur örlitla innsýn í hvaðaáhrif verksmiðjuvinna hafði á konur í iðnbyltingunni. Hinni auðugu Deliu hlotnaðistsjálfstæðið sem hún þráði og Emeline gat stutt fjölskyldu sína.Verksmiðjuvinnan varð líka til þess að jafnvel Mary, sem hataði hana, gat lokslátið fjarlægan draum sinn rætast.

Auknar tekjur og betri samningsstaða

Auk þess að hjálpa konum til að ná persónulegum markmiðumsínum jók verksmiðjuvinnan fjárhagslegt afl þeirra til að berjast fyrir mörgumsamfélagsbreytingum.

Um miðja öldina hófu konur í iðnvædda norðrinu að sögnsagnfræðingsins Roberts Dinkin við Kaliforníuháskóla í Fresno að safna liði ogberjast fyrir jöfnum eignarétti og forsjá yfir börnum. Þetta varð til þess aðkarlkyns fréttamaður kvartaði árið 1852 og sagði að „okkar bandarísku konur“ættu að vera „englar en ekki áróðursmenn“. Nokkrar lykilumbætur, svo sem bylgjalaga sem veittu giftum konum meiri og jafnari eignarétt, voru ekki bein afleiðinguppþota kvennanna. „Jákvæðar breytingar á stöðu kvenna geta orðið þar sem enginnskipulagður femínismi er til staðar,“ eins og Suzanne Lebock, sagnfræðingur viðRutgers-háskóla, orðaði það. En engu að síður léku verkakonur lykilhlutverk íBandaríkjunum og Bretlandi í baráttunni fyrir kosningarétti kvenna.

Konurnar sem leiddu baráttuna gegn endurbótum voru yfirleittallar húsmæður. Mörgum þeirra fannst sér ógnað af þessu nýja kaupgetuvaldi verkakvenna.Sarah Hale, ritstjóri Godey‘s Lady‘s Book sem var áhrifaríkasta kvennatímaritþessa tíma, hélt því fram að konur ættu að sniðganga aðgerðastefnu og harmaðiþá staðreynd að konur sem unnu í verksmiðjum hefðu efni á að kaupa sams konar fötog hástéttarkonur – jafnvel gullúr – og það skapaði „vandamál við að greina dömurfrá verkakonum af klæðnaðinum einum“. Ótti hennar við að stéttarmunurinn væriað verða ógreinilegur sýnir að iðnvæðingin leiddi í fyrsta sinn tilefnahagslegrar velmegunar.

Konur í Suðurríkjunum, þar sem landbúnaður stóð að mestuundir hagkerfinu, stunduðu launuð störf í minni mæli en konur í Norðurríkjunum.Frjálsbornar konur komu yfirleitt ekki að rekstri plantekranna en þó voru athyglisverðarundantekningar seint á átjándu öldinni eins og indígómógúllinn Eliza Pinckney.Og hvað varðar ófrjálsar konur takmarkaðist geta þræla til að vinna sér inn peningaog kaupa eignir að mestu við borgir. Árið 1860 voru um það bil 6% af þrælum á landsbyggðinniog 31% af þrælum í borgum „leigðir út“ en fengu þó oft hluta af laununum semþeir unnu fyrir. Eignaréttur þeirra var hins vegar afar takmarkaður. Afnámþrælahalds árið 1861 gerði um að bil 13% af bandarískum konum sem höfðu veriðþrælar kleift að taka í fyrsta sinn að sér launaða vinnu.

Verksmiðjur hjálpuðu til við að breyta viðhorfi tilþátttöku kvenna á vinnumarkaði

Fyrir tilkomu nútíma reglugerðaríkis voru almennt enginskráð lög sem bönnuðu frjálsbornum konum að stunda vinnu. En hefðbundnar hömlurbyggðar á kynjafordómum voru sterkar. Menningarleg viðhorf urðu því til þess aðtakmarka tækifæri kvenna til að hasla sér völl í mörgum atvinnugreinum.

Sýnileiki kvenna sem störfuðu í verksmiðjum hjálpaði til viðað gjörbreyta þessum viðhorfum. Um miðja nítjándu öldina töluðu jafnvel blöð íSuðurríkjunum opinskátt fyrir auknu frelsi (hvítra) kvenna. „Það sem sérhverkona, ekki síður en sérhver karl, ætti að þurfa að reiða sig á er einhverskonar hæfni til að breyta vinnuframlagi í peninga. Vera má að hún … notfæri sérhana ekki, en allir ættu að búa yfir henni.“ Í ritstjórnargreinum varskilmerkilega kallað eftir margs konar atvinnu sem konur hefðu aðgang að, alltfrá því að vera póstmeistarar að því að vera listamenn.

Árið 1840 sagði einn heimildarmaður að aðeins sjöstarfsgreinar væru opnar konum: kennsla, að stýra krám eða gistiheimilum, setjarastörf,bókband, saumaskapur, vinnukonustörf og verksmiðjuvinna. En árið 1883 voru 300starfsgreinar opnar konum, allt frá „kvenkyns embættismennsku í ríkiskerfinu“ aðbýflugnarækt og útskurði í tré. Þá voru um það bil 30 kvenlögfræðingar aðstörfum í Bandaríkjunum og jafnvel kvenlæknar. Þrátt fyrir að mætakynþáttafordómum og auk þess kynjafordómum fékk fyrsta svarta konan, RebeccaLees Crumpler, læknisgráðu frá New England Female Medical Centre árið 1864, og fyrstisvarti kvenlögfræðingurinn, Charlotte E. Ray, útskrifaðist frá HowardUniversity School of Law árið 1872.

Nýjar leiðir opnuðust konum alla tuttugustu öldina. Þátttaka kvenna á vinnumarkaðnum jókst, sem að hluta mátti þakka síauknum tækifærum. „Annar þáttur í þessu var að giftum konum var vel tekið á vinnumarkaðnum,“ segir hagfræðingurinn Caludia Goldin í Harvardháskóla. En það voru umbæturnar í heimilistækjatækni um miðja tuttugustu öldina sem gerðu mörgum konum kleift að fara út á vinnumarkaðinn í stað þess að heimilisstörfin væru fullt starf. Heimaframleiðsla kvenna minnkaði hraðar eftir árið 1966 í tengslum við að heimilistæki urðu víðar aðgengilegri og það jók þátttöku kvenna á vinnumarkaði enn frekar.

Þótt tækninýjungar og framfarir í læknavísindum sem losuðu konur undan heimaframleiðslu og gerðu þeim kleift að eignast minni fjölskyldur, væru ekki einu ástæðurnar átti þetta tvennt stóran þátt í að auka starfsþátttöku kvenna í Bandaríkjunum og koma henni á það stig sem hún er nú á. Þótt iðnbyltingin sé oft ófrægð efldi hún konur bæði til að ná sínum persónulegu markmiðum og koma á samfélagslegum umbótum. Það var mikilvægt fyrsta skref í átt að auknum félagshagfræðilegum hreyfanleika kvenna. Tækifæri til að taka þátt í vinnumarkaðnum eflir konur með því að gera þeim kleift að vinna sér inn peninga og öðlast fjárhagslegt sjálfstæði. Valkosturinn á að vinna sér inn peninga jafngildir auknu samningsafli bæði heima fyrir og í samfélaginu. Valkosturinn að fara út á vinnumarkaðinn styrkir einnig möguleika kvenna sem ekki kjósa að vinna fyrir launum til að bjarga sér.

Iðnbyltingin breytti ekki einvörðungu lífi kvenna heldureinnig samfélaginu og leiddi að lokum til þeirrar útbreiddu velmegunar sem átímunum fyrir hana hefði varla verið hægt að ímynda sér. Þróunarhraðiiðnaðarhagkerfisins hefur farið sívaxandi. Í Suður-Kóreu, Taívan, Hong Kong ogSingapúr hefur leiðin frá „þrælabúðum“ til lífskjara þróaðra ríkja tekið innanvið tvær kynslóðir en hún tók heila öld í Bandaríkjunum. Yfirleitt eru það aðallegakonur sem vinna í slíkum „þrælabúðaverksmiðjum“.

Það sem Harriet Farley sagði á enn við í dag. Svo lengi semvinnan er „unnin af fúsum vilja“ og verkafólki er „frjálst að hætta“ henni eigumvið ekki að reyna að vernda konur í þróunarlöndum með því að hafna því sem mögulegaeflir þær.

„Spyrjið konuna,“ lagði hagsögufræðingurinn Deirdre McCloskytil, „hvort hún vilji heldur að skóverksmiðjan geri henni ekki tilboð … Lítið álengd biðraðarinnar sem myndast þegar Nike opnar nýja verksmiðju í Indónesíu.Og spyrjið hana hvort hún kjósi heldur að fá alls engin tækifæri ávinnumarkaðnum og þurfi að vera heima, algjörlega háð eiginmanni sínum eðaföður.“

Verksmiðjur í þróunarlöndum í dag

Í þróunarlöndum nútímans halda verksmiðjur áfram að veraleið út úr fátækt, leið til að losna úr striti við landbúnað og færa þeim konumávinning sem sækjast eftir fjárhagslegu sjálfstæði. Enn eru til staðir þar sem„konur dreymir um þrælabúðaverksmiðjur“ sem bjóða upp á laun sem breyta lífiþeirra.

Sérfræðingar sem aðhyllast mismunandi hugmyndafræði erusammála um að verksmiðjur hafi sannað gildi sitt sem leið til þróunar. „Ríkjandiviðhorf hagfræðinga er að vöxtur í þessari grein atvinnulífsins sé mikil blessunfyrir hina fátæku í heiminum,“ eins og hagfræðingurinn Paul Krugman orðaði það.Iðnvæðing hjálpar einkum konum: Lítum á Kína og Bangladess.

Verksmiðju í Kína samtímans

Kína upplifði stórkostlegustu sókn út úr fátækt sem sögurfara af. Að hluta mátti þakka það framleiðsluaukningunni sem kom í kjölfarefnahagsfrelsis seint á áttunda áratug síðustu aldar og á þeim níunda. Sumiróttast að þetta hafi leitt til útbreidds arðráns og þrælabúðaaðstæðna.

„Þessi einfalda frásögn af kröfum Vesturlanda og þjáningumKína er hjartnæm,“ segir rithöfundurinn Leslie T. Chang. „En hún er líka ósönnog niðrandi.“ „Kínverskt verkafólk var ekki neytt til að fara í verksmiðjurvegna óseðjandi löngunar okkar í iPod,“ segir Chang. „Það kaus að fara fráheimilum sínum á landsbyggðinni til að vinna sér inn peninga, læra eitthvaðnýtt og sjá heiminn.“

Hún var í tvö ár í Kína til að kynnast verksmiðjufólki ogsegja sögu þess. „Það sem vantar í yfirstandandi umræður um alþjóðavæðingu errödd verkafólksins,“ segir hún. „Vissulega eru aðstæður í verksmiðjunum mjögerfiðar og hvorki ég né þið mynduð vilja vinna þar, en að þeirra mati komu þeirúr miklu verri aðstæðum … Í þessu samhengi vel ég bara að halda því á lofti semhrærist í huga þeirra en ekki endilega því sem hrærist í huga ykkar.“

Í bókinni sem Chang skrifaði um rannsóknir sínar, FactoryGirls: From Village to City in a Changing China, er dregin upp hlý mynd af þvíhvernig alþjóðavæðing breytti lífi kvenna í landi forfeðra hennar. Myndirnarsem dregnar eru upp af sjálfstæðum, metnaðargjörnum ungum konum eru í algjörriandstæðu við útbreiddar sögur um fórnarlömb.

Konur voru 70 prósent þeirra sem fluttu af landsbyggðinni ogfóru í verksmiðjurnar sem Chang heimsótti. Þær fara lengra burt frá heimkynnumsínum og dvelja lengur í borgunum en karlarnir. Konur „eru líklegri til aðvilja flytja sig um set til að fá möguleika á að breyta lífi sínu“ en karlarvegna þess að hefðbundin kynjahlutverk eru ekki í jafn föstum skorðum íborgunum og í sveitum.

Ólíkt mörgum löndum eru sjálfsvíg kvenna í Kína hlutfallslega fleiri en karla og á landsbyggðinni eru konur helmingi til fimm sínum líklegri til að svipta sig lífi en konur í borgum. En á undanförnum árum hefur dregið örar úr sjálfsvígstíðni í Kína en í nokkru öðru landi. Tíðnin hefur fallið úr því að vera ein hin hæsta í heimi á tíunda áratug síðustu aldar í að verða ein lægsta tíðni í heimi. Alþjóða heilbrigðisstofnunin telur þessa framför að hluta stafa af því að konur hafa fengið tækifæri til að fara úr sveitum til að vinna í verksmiðjum í borgum og bæta með því félagslega og fjárhagslega stöðu sína.

Yuan Ren hjá The Telegraph telur háa sjálfsvígstíðni í sveitum stafa af ströngum reglum um hlutverk kynjanna: „Jafnvel enn í dag er komið fram við margar konur á landsbyggðinni sem annars flokks borgara sem eru undirgefnir feðrum sínum, bræðrum og – þegar þær eru giftar – eiginmönnum sínum og tengdamæðrum.“ Niðurstöður frá 2010 sýndu að þótt hjónaband hefði verndandi áhrif í mörgum löndum þrefaldaði það áhættuna á sjálfsvígi á meðal ungra landsbyggðarkvenna í Kína. Höfundurinn telur að hugsanleg skýring sé að „það að vera gift kona í menningunni sem ríkir á landsbyggðinni í Kína … takmarki yfirleitt frelsi [konunnar] enn frekar.“

Flótti frá slíku kynjahlutverki skýrir hvers vegna svona margar konur kjósa að flytja sig um set. Í fyrstu var almennt talið í Kína að vinna í verksmiðju væri hættuleg og kallaði skömm yfir konur. Þetta endurómaði áhyggjur Viktoríutímabilsins af stúlkum sem stunduðu verksmiðjuvinnu í iðnbyltingunni. En með tímanum varð flutningur frá landsbyggðinni að eins konar manndómsvígslu í Kína. Nú á dögum býður líf í borgum iðnverkafólki – einkum konum – upp á að losna úr viðjum strangari samfélagshefða sveitanna. Eða eins og The Economist orðar það: „Flutningur til borganna til að vinna … hefur bjargað mörgum ungum sveitakonum og veitt þeim frelsi.“ Chang varð undrandi yfir því að komast að raun um hversu hraður framgangur gat verið þar sem margar konur sem unnu við samsetningarlínu voru færðar upp í stjórnunarstöður eða yfir á annað svið. Starfsmannavelta var mikil, þar sem konur skiptu ört um vinnu í leit að betri tækifærum. Samanborið við forvera þeirra í iðnbyltingunni hafa kínverskar konur miklu fleiri tækifæri til að bæta efnahag sinn og vera lengur á vinnumarkaðnum. Chang sá að kvöldnámskeið í viðskiptahegðun, ensku eða tölvuhæfni gátu skotið metnaðargjörnum konum upp í hvítflibbavinnu. Staðreyndin er sú að eftir því sem mannauðurinn hefur orðið verðmætari og launin hærri hefur æ fleira iðnverkafólk fært sig yfir í þjónustugeirann og margar verksmiðjur hafa flutt starfsemina til fátækari landa á borð við Bangladess.

Flutningur til borga býður ekki einvörðungu upp á lausn úrfátækt heldur hefur einnig þau áhrif að bæta lífskjör í þorpunum sem fólk fluttiúr. Hann ryður burt hugmyndinni um að það sé jafn slæmt ef ekki verra að verafátækur í borgum en í sveitum. Þegar Min, sem vinnur í handtöskuverksmiðju oghefur aðlagast borgarlífinu, heimsótti fjölskyldu sína á landsbyggðinni varupplifun hennar þessi:

Rafmagn var notað eins lítið og mögulegt var til að spara peninga og flestar máltíðir voru borðaðar í hálfgerðu myrkri. Þarna voru engar pípulagnir og ekkert miðstöðvarkerfi. Í rökum vetrarkuldanum í Hubei var öll fjölskyldan í úlpum og með vettlinga inni í húsinu og steinsteyptir veggirnir og gólfin soguðu kuldann í sig eins og svampur. Ef maður sat of lengi dofnuðu tærnar og fingurnir líka.

Min gerði það að köllun sinni að nútímavæða býlið sem húnólst upp á. „Min gekk um húsið og sagði hvaða umbætur hún vildi sjá: krana meðheitu vatni, þvottavél, steinstétt á eðjuna í garðinum.“ Hún sagði Chang að húnhugsaði sér að með tímanum gæti hún greitt fyrir byggingu baðherbergisinnanhúss og vatnshitara sem gengi fyrir rafmagni til þess að fjölskylda hennargæti baðað sig á veturna án þess að henni yrði allt of kalt.

Farandverkafólk á borð við Min er aðaltekjulind þorpanna þarsem það sendir peninga heim. Min og eldri systir hennar, Guimin, senda heim upphæðsem er meira en helmingi hærri en tekjurnar sem fást á litla fjölskyldubýlinufyrir sölu á svínum og bómull. Peningarnir urðu líka til þess að systurnarfengu að segja álit sitt á fjölskyldumálum og krefjast þess að yngri systurþeirra gengju lengur í skóla en flestar sveitastúlkur gera.

Chang segir að flest farandverkafólk snúi aldrei aftur tilað setjast að á landsbyggðinni. „Þegar því vegnar vel er líklegt að það kaupi séríbúð í borginni sem það flutti til. Aðrir flytja stundum til bæja og borga nálægtheimaþorpi sínu og koma sér upp verslunum, veitingahúsum eða litlum fyrirtækjumá borð við hárgreiðslustofur eða saumastofur. Afar fáir snúa sér aftur aðlandbúnaði. Meirihluti vaxandi millistéttar í Kína er fyrrverandiefnahagsflóttafólk sem vegnaði vel í borgum og settist þar að.

En borgarlífið gerir meira en að ýta undir væntingar kvennaum þjóðfélagsstöðu og áhrif. Að sögn Chang verður flutningur til borga til þessað kona frá landsbyggðinni verði líklegri til að leita eftir jafnræði íhjónabandi. Það var ein leið til þess að ungar konur í verksmiðjuborgunum fyrirsunnan „færu að trúa því að þær skiptu máli þrátt fyrir að hafa fæðst ífátækt“.

Þeir efnahagslegu möguleikar sem hafa opnast og farið einsog stormsveipur um Kína hafa aukið sjálfsvirðingu Kínverja. Chang segir að eldriKínverjar sem hún talaði við í sveitum hafi ekki haft trú á því að sögur þeirraværu þess virði að þær væru sagðar, en ungar konur í borgum töldu sögur sínarverðugar. Chang segir að „einstaklingshyggja sé að skjóta rótum“.

Svo er efnahagsfrelsinu fyrir að þakka að í fyrsta sinn „vartækifæri til að fara úr þorpinu sínu og breyta örlögum sínum, tækifæri til að ímyndasér annars konar líf og reyna að grípa það … [Konur] hugsuðu um eigin örlög og tókueigin ákvarðanir.“ Alþjóðavæðingin gerði þær ekki að föngum íþrælabúðaverksmiðjum heldur jók á möguleika þeirra.

Verksmiðjur í Bangladess samtímans

Orðið „þrælabúðaverksmiðja“ vekur enn upp í huganum myndiraf hinu dapurlega hruni Rana Plaza-fataverksmiðjunnar í Bangladess árið 2013sem varð til þess að þúsundir létust. Eftir slíka hörmungaratburði telur margtfólk í auðugri löndum að samúðarfullu viðbrögðin eigi að veraviðskiptahindranir. En slík viðbrögð myndu valda starfsfólki í fataverksmiðjumí Bangladess, sem aðallega er konur, miklu tjóni og þvinga þær inn í verriaðstæður en áður.

Félagshagfræðingurinn Naila Kabeer skoðaði „breytingaafl“verksmiðja í bók sinni The Power to Choose, árið 2000. Hún talaði við 60konur í heimalandi sínu, Bangladess. Í landinu búa 184 milljónir af fátækastafólki í heimi og þar gilda strangar hefðir um hlutverk kynjanna.

„Á tímum móður minnar,“ sagði ein konan við Kabeer, „urðukonur að þola meiri þjáningar vegna þess að þær höfðu enga leið til að verða sjálfstæðarog óháðar. Konur hafa það betra núna. Þær njóta meira frelsis.“

Í mörg ár reyndu ríkisstjórnir og óháð samtök árangurslaustað ýta undir þátttöku kvenna í Bangladess á vinnumarkaði. „En að lokum þurftiaðkomu markaðsaflanna og tilkomu fataiðnaðar sem miðaði að útflutningi til að náþví fram sem ríkisstjórninni og óháðum samtökum mistókst: að skapa vinnumarkað fyrirkonur,“ segir Kabeer.

Landið iðnvæddist hratt og fataverksmiðjum sem miðuðu aðútflutningi fjölgaði úr örfáum um miðjan áttunda áratuginn í um það bil 700árið 1985. Nú eru um það bil 80 prósent af vinnuafli í fataverksmiðjum konur,samkvæmt Alþjóðabankanum.

Árið 1985 settu Bretland, Frakkland og Bandaríkin kvóta áinnflutning á fatnaði frá Bangladess til að bregðast við baráttunni gegnþrælabúðaverksmiðjum sem verkalýðssamtök í auðugum löndum fjármögnuðu. Innanþriggja mánaða hættu tvær af hverjum þremur fataverksmiðjum í Bangladessstarfsemi og meira en hundrað þúsund konur misstu vinnuna.

Aðalritari samtaka fataverksmiðja í Bangladess hafði þettaað segja um baráttumenn gegn þrælabúðaverksmiðjum:

Að kaupa ekki skyrtur frá Bangladess mun ekki hjálpa okkur, það tekur bara störfin frá fólki. Hætta ætti að beita aðferðum sem ætlað er að ofbjóða fólki – svo sem með myndum af blóðugum skyrtum frá Bangladess … Við sem vinnum í verksmiðjunum segjum „já“ við baráttunni gegn kvótum.

Bretar og Frakkar afnámu kvótana árið 1986. Síðan þá hefurfataiðnaðurinn í Bangladess vaxið ört og nú eru verksmiðjurnar mörg þúsund ogstarfsfólkið margar milljónir (Bandaríkin afnámu loks fatakvótana, þar á meðalkvóta á innflutning frá Bangladess, árið 2005, en leggja enn tolla á margskonar fatnað). Vaxandi verndarsjónarmið í mörgum auðugum ríkjum sem tröllasögurum vinnuaðstæður í fátækum löndum ýta undir gætu dregið úr þessum vexti íBangladess.

Þrátt fyrir slæmt orðspor hafa verksmiðjurnar í Bangladessdregið úr örbirgð og aukið á menntunarmöguleika kvenna og á sama tíma dregið úrbarnahjónaböndum. Hlutfall kvenna í Bangladess sem eru giftar við átján áraaldur hefur lækkað úr 73% árið 1994 í 59% árið 2014 og meðalaldur barnungrabrúða hefur hækkað úr 16 árum árið 1975 í 19 ár árið 2013. Eins og í Kína erusjálfsvíg kvenna í Bangladess tíðari en sjálfsvíg karla og sjálfsvígstíðni ísveitum er 17% hærri en í borgum. Í yfirlitsgrein er komist að þeirriniðurstöðu að óeðlilega há sjálfsvígstíðni meðal ungra kvenna endurspegliþvinguð hjónabönd, lága þjóðfélagsstöðu kvenna, fátækt og títt ofbeldi gegnkonum. Og líkt og í Kína hefur dregið úr tíðni sjálfsvíga í Bangladess í takt viðað flutningur til borga hefur aukist. Konur hafa farið af landsbyggðinni til aðvinna í verksmiðjum í borgum og það hefur ekki einvörðungu bætt þeirra eiginstöðu heldur einnig hrint af stað víðtækari þjóðfélagsbreytingum í átt að auknufrelsi kvenna.

„Nú finnst mér ég hafa réttindi,“ sagði kona í verksmiðju þegar laun hennar gerðu henni kleift að flýja frá ofbeldisfullum eiginmanni. „Ég get unnið fyrir mér og lifað af.“

Fataiðnaður landsins, sem konur vinna aðallega við, hefurbreytt hefðinni um purdab eða þá útilokun (bókstafleg merking orðsins er blæja eðahjúpur) sem samkvæmt hefðinni kom í veg fyrir að konur ynnu utan heimilisins, gengjuúti án þess að vera undir verndarvæng karlmanns eða jafnvel tækju til málsþegar óskyldur karlmaður væri nálægur. Margar konur í Bangladess túlka númerkingu purdab einfaldlega sem hógværð en ekki sem félagslega og efnahagslegaaðgreiningu. Kabeer segir að verksmiðjuvinna hafi orðið til þess að konur hafi„endursamið um mörk leyfilegrar hegðunar“. Nú ganga konur um Dhaka og aðrariðnaðarborgir og eiga samskipti við karla sem ekki eru skyldir þeim.

Kabeer komst að raun um að „ákvörðunin um að fara að vinna íverksmiðjum hafi aðallega verið tekin af konum og að sú ákvörðun hafi oft mættmikilli andstöðu innan fjölskyldunnar“. Sumir karlar berja eiginkonur sínarfyrir að sækjast eftir verksmiðjuvinnu. Og dapurlegt er að í könnun frá 2011kom í ljós að 65% kvenna höfðu verið þolendur heimilisofbeldis.

Fjölmargir karlar sem Kabeer talaði við óttuðust aðverksmiðjuvinna veitti konum of mikið frelsi. Einn maðurinn sagði:

Konur … eru að verða dálítið of frjálsar. Þegar ég kvænist leyfi ég konunni minni ekki að vinna. Þá verður hún að fara að óskum mínum vegna þess að hún verður háð mér.

Svona hugsa ekki allir karlar í Bangladess. Staðreyndin ersú að geta kvenna til að vinna sér inn peninga er að gera út af við þann sið aðgefa heimanmund með konum. Vinna kvenna hefur líka breytt afstöðuréttarkerfisins til kvenna. Eftir að þær byrjuðu að vinna úti „stendurlagabókstafurinn með þeim,“ útskýrði ein konan.

Viðhorf til kvenna eru að breytast og Kabeer komst að raunum að launað starf jók áhrif kvenna á heimilunum. „Þegar hún hefur tekjur verðég að kaupa það sem hún vill að ég kaupi,“ útskýrði eiginmaður konu sem vinnur íverksmiðju. Hann hélt áfram og sagði: „Hana kann að langa í nýjan sarí eðagetur sagt að dóttur [okkar] vanti einhverja bók …“

„Þar sem konur geta unnið og fengið laun er farið aðviðurkenna þær að einhverju leyti. Nú finnst öllum körlum að þær séu einhversvirði,“ sagði ein konan.

Hörmulegir atburðir á borð við hrun Rana Plaza-verksmiðjunnareru skelfilegir og skiljanlegt er að þeir fái mikla fjölmiðlaumfjöllun. En þeireiga ekki að yfirskyggja víðtæk áhrif fataiðnaðarins á fjárhagslega velmegun ogfélagslegt jafnrétti kvenna í Bangladess. Eins og einn verksmiðjustarfsmaðursagði: „Fötin hafa bjargað svo mörgum mannslífum.“

Niðurlag

Markaðsdrifin nýsköpun hefur bætt líf kvenna jafnvel meiraen líf karla. Konur hafa í meiri mæli notið heilsufræðslu sem frjáls fyrirtæki hafafjármagnað; lífslíkur kvenna hafa aukist hraðar en karla og nú lifa konurlengur en karlar næstum alls staðar í heiminum. Minni líkur eru á að konur deyiaf barnsförum og sílækkandi tíðni ungbarnadauða hefur gert þeim kleift aðeignast minni fjölskyldur, sem gefur þeim meiri tíma fyrir annað. Vinnusparandiheimilistæki hafa einnig losað þær undan oki heimilisstarfa. Þessi aukning á frjálsumtíma kvenna heldur áfram þar sem heimilistæki eru að breiðast út um heiminn og þarsem konur verja minni tíma í framleiðslu á heimilinu hafa margar kosið að vinnafyrir launum utan heimilisins.

Þátttaka á vinnumarkaði verður til þess að konur öðlastefnahagslegt sjálfstæði og betri félagslega stöðu. Þrátt fyrir aðverksmiðjuvinna hafi haft illt orð á sér efldi hún konur í Bandaríkjunum ánítjándu öldinni með því að hjálpa þeim að ná fram fjárhagslegu sjálfstæði ogfélagslegum breytingum. Nú er saga verksmiðjustúlknanna að endurtaka sig ánýjum stöðum víða um heiminn og ungar konur að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði meðþví að taka áhættu og strita. Í Kína veitti verksmiðjuvinna konum aflandsbyggðinni tækifæri til að breyta örlögum sínum og aðstæðum í heimaþorpumsínum. Í Bangladess varð hún til þess að konur gátu endursamið um hamlandimenningarlegar hefðir.

Nýsköpun og þátttaka markaðarins gera konum kleift að öðlastaukna fjárhagslega velmegun og ýta undir jákvæðar menningarlegar breytingar íátt frá kynjafordómum. Framfarirnar eru enn á frumstigi í mörgum löndum en meðréttri stefnumörkun geta konur alls staðar einn góðan veðurdag komist upp á þaðstig fjárhagslegrar velmegunar og menningarlegs kynjajafnréttis sem nú er við lýðií Bandaríkjunum.

Chelsea Follett er ritstjóri vefsíðunnar HumanProgress.org. Ritgerðin var birt á vegum bandarísku hugveitunnar Cato Institute í desember 2018 og er hér birt í íslenskri þýðingu með góðfúslegu leyfi höfundar. Hana má nálgast ásamt heimildaskrá á vef Cato, cato.org. Þýðing: Elín Guðmundsdóttir.

Greinin birtist í vorhefti Þjóðmála, 1. tbl. 2019. Hægt er að gerast áskrifandi að Þjóðmálum með því að senda tölvupóst á askrift@thjodmal.is eða skilaboð á facebook síðu ritsins. Ritið færst einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.

Previous
Previous

Silfrið: Vinstri-vísitalan heldur velli

Next
Next

Áslaug Arna: Tímarnir breytast og stjórnmálin þurfa að taka mið af því