Áslaug Arna: Menntakerfið má ekki standa í stað
Frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir settist á þinghefur hún látið töluvert til sín taka varðandi menntamál. Á þessum þingvetri hefurhún lagt fram tvö frumvörp um breytingar á lögum um háskóla sem í stuttu málifela það í sér að auðveldara verði fyrir einstaklinga sem ekki hafa lokiðstúdentsprófi að sækja sér háskólamenntun uppfylli þeir önnur skilyrði, t.d. aðhafa lokið iðnnámi og hafi nægjanlega færni og þekkingu til að stundaháskólanám.
Um þetta er meðal annars fjallað í viðtali við Áslaugu Örnu í nýjasta hefti Þjóðmála. Þar fer hún einnig yfir stöðu Sjálfstæðisflokksins á 90 ára afmæli flokksins, mikilvægi þess að hann svari kalli um nýja tíma og nýjar áherslur, störf sín sem þingmaður og fleira.
„Ég hef nokkrar áhyggjur af því að menntakerfið okkar séekki að þróast með sama hætti og annað í samfélaginu. Á meðan aðrir þættir eruað þróast hratt, tækninni fer fram, störfin breytast og hæfniskröfur til ólíkrastarfa breytast sem og margt annað virðast menntamálin standa í stað,“ segirÁslaug Arna.
„Menntakerfið virðist eiga mjög erfitt með allar breytingar,sem er nokkuð sérstakt í svona litlu samfélagi. Við ættum að eiga auðveldarameð að bjóða upp á fjölbreyttari skóla, aukna fjölbreytni milli skóla ognámsleiða, þora að gera breytingar og svo framvegis. Tækifærin eru svo mikil ogþað er svo margt sem byggist á menntakerfinu okkar, atvinnulífið, efnahagurlandsins, nýsköpun og þróun og þannig mætti áfram telja.“
Er einhver ástæðafyrir því að erfitt er að gera breytingar á menntakerfinu?
„Það virðist oft vera mikil andstaða innan menntakerfisinsgagnvart breytingum og nýjungum. Mér finnst þetta þó aðeins vera að breytast ogég finn að það eru fleiri og fleiri að átta sig á nauðsyn þess að menntakerfið færisthraðar fram á við,“ segir Áslaug Arna.
„Við eigum að þora að taka stærri stökk en bara einhversmáskref. Kerfið er þungt í vöfum og hættir til að steypa alla í sama mót. Þaðer of lítill hvati til þess að verða kennari. Við gætum ekki nægjanlega aðfjölbreytileika menntunar m.t.t. þarfa atvinnulífsins. Þessar áskoranir sérmaður víða.“
Þetta varð meðal annars til þess að Áslaug Arna fór að skoðaiðnnámið sérstaklega.
„Það eru til margar sögur af fólki sem hefur lokið ákveðinnimenntun og á að baki góðan starfsferil en getur ekki bætt við sig í námi af þvíað það var ekki með stúdentspróf,“ segir Áslaug Arna.
„Þá áttar maður sig á því að í samfélaginu okkar er litið ástúdentspróf sem algjöra nauðsyn til áframhaldandi tækifæra. Það er sú hugsunsem þarf að breyta. Það má nefna einstakling sem lokið hefur iðnmenntun og jafnvelrekið sitt eigið fyrirtæki um árabil. Sá einstaklingur er fullfær um að bætavið sig viðskiptafræðimenntun í háskóla, svo tekið sé dæmi. Þetta er þó eitt afmörgu sem þarf að breyta. Það er þess vegna sem ég hef lagt fram frumvarp á lögumum háskóla sem miðar að því að leyfa háskólunum að hafa sveigjanlegriinntökuskilyrði. Það er óskiljanlegt að iðnmenntað fólk, fólk með listmenntun eðaaðra fagmenntun og í mörgum tilvikum með mikla atvinnureynslu geti ekki bættvið sig námi sem meðal annars fælist í því að verða sjálfstæður atvinnurekandieða að fólk með þennan grunn eigi erfiðara með að gerast leikskólakennarar eðakennarar.“
Áslaug Arna ítrekar þó að stúdentsprófið verði alltaf hinhefðbundna leið til þess að halda áfram í bóklegt háskólanám. Tilgangurinn sé ekkiað gjaldfella stúdentspróf.
„Það getur vel verið að fólk þurfi að bæta við sig ákveðnumkúrsum eða einhvers konar brú til þess að bæta við sig frekara námi. Það á ekkiað skipta máli hvaðan þekking kom heldur hvort maður er með hana, en við eigumað vera tilbúin að meta einstaklingana í ríkari mæli út frá reynslu þeirra ogþekkingu,“ segir Áslaug Arna.
Áhersla á verk- oglistkennslu
Áslaug Arna segir að stjórnmálamenn hafi tækifæri til aðbreyta lögum en það séu þó takmörk á því hversu langt stjórnmálamenn getigengið til að breyta hugsunarhætti. Til þess þurfi meira til.
„Við þurfum að breyta því að foreldrar leggi svo miklaáherslu á það við börn sín frá unga aldri að þau þurfi að klára stúdentspróftil þess að eiga möguleika á því að ná árangri í lífinu,“ segir Áslaug Arna.
„Það er allt of mikið brotthvarf úr framhaldsskólum landsins,sem má að mínu mati að einhverju leyti rekja til vanlíðunar af því að ungt fólker í námi sem hentar því ekki og er eftir tilvikum að fara of seint í iðnnám.Það eru margir sem hefðu átt að fara í iðnnám strax við 16 ára aldur.“
Þá segir Áslaug Arna að það megi að hluta til skrifa þessaþróun á grunnskólana, sem leggi ekki næga áherslu á verk- og listkennslu. Það séþó misjafnt eftir skólum og því ekki hægt að alhæfa um það.
„Það má spyrja sig að því hvernig nemendur eigi að velja sérstarfsvettvang og nám til þess að búa sig undir framtíðarstörf sem þeir þekkjaekki,“ segir Áslaug Arna.
„Í dag eru til mörg störf sem voru ekki til fyrir 10-15 árumog sú þróun mun halda áfram. Sum störf leggjast af en ný störf verða til. Þaðverða til ný störf eftir önnur 10-15 ár sem enginn veit hver verða en þá er ennmikilvægara að bjóða upp á fjölbreyttari kosti í menntakerfinu og búa nemendurbetur undir framtíðina. Við þurfum kannski ekki að mennta fólk fyrir ákveðinstörf heldur mennta fólk þannig að það hafi sem fjölbreyttust tækifæri til aðtakast á við framtíðina. Endurmenntun verður sífellt mikilvægari og þess vegnaverðum við að vera tilbúin að hafa meiri sveigjanleika í kerfinu.“
Áslaug Arna nefnir einnig að huga þurfi sérstaklega aðerlendum krökkum sem hefji nám í íslenskum skólum. Ekki sé hægt að ætlast tilþess að allir nemendur falli í sama form.
„Sumir eiga langt í land með að læra það sem íslenskirjafnaldrar þeirra hafa lært en aðrir eru mögulega komnir lengra en íslenskir jafnaldrarþeirra. Við erum of föst í því að fólk þurfi að klára eitthvað meira hér álandi,“ segir Áslaug Arna.
„Heimurinn fer sífellt minnkandi með aukinni alþjóðavæðinguog við eigum að vinna að því að fá hingað til lands vel menntað og gottstarfsfólk. En þá þurfum við líka að bjóða upp á skóla sem taka vel á mótibörnum þess. Menntakerfið okkar er í grunninn mjög fínt en við eigum að hafametnað til þess að gera betur og vera óhrædd að bera okkur saman við bestumenntakerfi í heimi. Kerfið er að hluta til staðnað og þess vegna þarf aðbrjóta það upp.“
En það er minnkandiáhugi á kennarastarfinu. Er það ekki áhyggjuefni?
„Jú, meðalaldur kennara fer hækkandi og færri vilja verðakennarar. Þar spilar líka inn í að fólk fær mjög lítið fyrir það að vera góðir kennarar,“segir Áslaug Arna.
„Það er enginn hvati fyrir kennara til þess að gera betur.Laun kennara hækka nær aðeins með starfsaldri og ungir kennarar sem koma fulliraf eldmóði inn í kennslu, með nýjar hugmyndir og nýsköpun, fá ekki mikið fyrirþað."
Áslaug Arna segist átta sig á því að þetta sé viðkvæmt málað ræða.
„En við þurfum að taka þessa umræðu af einhverju viti.Menntastofnanirnar ættu að vera okkar flottustu fyrirtæki, með framtíðarsýn,tækniþróun og nýsköpun í hverju horni. Það vill oft gleymast að menntamálin erugrunnur að lífshamingju fólks og fjölbreyttu atvinnulífi. Það væri ekkertatvinnulíf án menntunar. Það styrkir líka stöðu sveitarfélaganna að hafa öflugaskóla. Þau eru í samkeppni um að halda fjölskyldum á svæðinu og það skiptir þvílandsbyggðina miklu máli að geta boðið upp á góða skóla. Allt eru þetta atriðisem við þurfum að vera óhrædd við að ræða,“ segir Áslaug Arna að lokum.
—
Viðtalið birtist í vorhefti Þjóðmála, 1. tbl. 2019. Hægt er að gerast áskrifandi að Þjóðmálum með því að senda tölvupóst á askrift@thjodmal.is eða skilaboð á facebook síðu ritsins. Ritið færst einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.