Endurskoðandi og fjármálamaður lítur um öxl
Í tilefni af sjötugsafmæli sínu 14. janúar sl. ákvað Helgi Magnússon, endurskoðandi, fjármálamaður og iðnrekandi, að ráða Björn Jón Bragason, sagnfræðing og lögfræðing, til að skrá æviminningar sínar.

Helgi Magnússon lítur um öxl
Höfundur: Björn Jón Bragason
Útgefandi: Skrudda
Reykjavík, 2019
544 bls.
Bókin, Lífið í lit, er mikil að vöxtum, 544 bls. meðnafnaskrá, ríkulega myndskreytt og prentuð á vandaðan, þungan pappír. Er ekkerttil sparað við útgáfuna og er frágangur hennar útgefandanum, Skruddu, ogprentsmiðjunni, Prentmeti, til sóma. Kápu bókarinnar teiknaði Brian Pilkingtonog er hún hönnuð af Hvíta húsinu. Stingur útlit hennar dálítið í stúf viðefnið.
Á bókarkápu segir: „Lífið í lit er nýstárleg bók semsegir frá miklum átökum að tjaldabaki í íslensku viðskiptalífi, en bókin erlíka fjölskyldusaga, meðal annars sagan af atvinnurekstri þriggja kynslóða í117 ár.“
Helgi Magnússon varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands1970, viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1974 og hlaut löggildingu semendurskoðandi árið eftir. Með námi og til ársloka 1976 starfaði hann áendurskoðunarskrifstofu Sigurðar Stefánssonar en rak eiginendurskoðunarskrifstofu frá 1977-1986. Árin 1987-1988 var Helgi forstjóri ferðaskrifstofunnarÚtsýnar og síðan ritstjóri Frjálsrar verslunar til 15. mars 1992 er hann tókvið starfi framkvæmdastjóra Hörpu af föður sínum. Hann stýrði því fyrirtæki og síðarHörpu Sjöfn hf. þar til snemma árs 2005.
Frá öllu þessu er sagt í bókinni og fjölmargir einstaklingarnefndir til sögunnar. Helgi segir hana í fyrstu persónu og leggur sig fram umað rifja upp nöfn þeirra sem voru með honum í skóla og í öllum stjórnunum þar semhann hefur setið.
Hann dregur fólk dálítið í dilka eftir því hvort honumfellur vel við það eða ekki og gefur persónulegar einkunnir. Ágerist þettaeftir því sem nær dregur í tíma og ber stundum vott um biturleika sem veikirtrúverðugleika frásagnarinnar.
Lýsing Helga á samskiptum við föður sinn, Magnús Helgason,sem keypti ásamt systkinum sínum meirihluta í Hörpu árið 1961 og tók þá viðstarfi framkvæmdastjóra, sem hann gegndi allt þar til Helgi tók við, er einlægog hlý. Magnús varð stjórnarformaður Hörpu og gekk þar til daglegra starfa tildauðadags 5. október árið 2000, tæplega 84 ára að aldri. Heiti bókarinnar Lífiðí lit vísar til vel heppnaðs kjörorðs Hörpu – Harpa gefur lífinu lit, semblasti við Reykvíkingum á húsgöflum í miðbænum.
Vegna þess hve textinn snýst mikið um afstöðu Helga tileinstakra samferðamanna og þörf hans til að draga þá í dilka skortir bókinaheildarmynd. Hún skiptist í 16 kafla sem hverjum um sig er síðan skipt í marga undirkaflaþar sem lesmál er stundum lítið en frásögnin reist á ljósmyndum, þær eru tæplega500 segir á bókarkápunni.
Hafskipsmálið
Hafskipsmálið svonefnda frá miðjum níunda áratugnum markaðidjúp spor í líf Helga. Hann var einn þeirra sem beittir voru mikilli hörku ogóbilgirni í málinu með fangelsun og gæsluvarðhaldi. Frá þeirri reynslu sagði hanní bókinni Hafskip – gjörningaveður og gæsluvarðhald árið 1986. Saga málsins er rifjuðupp að nýju hér og uppgjörið reist á upplýsingum sem ekki lágu fyrir þegar Helgiskráði bók sína.
Björn Jón Bragason hefur skrifað bókina Hafskip ískotlínu og auk þess meistararitgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands árið 2006er bar yfirskriftina Hafskipsmálið. Gjaldþrot skipafélags 1985 Aðdragandi ogeftirmáli. Þá skrifaði hann BA-ritgerð í lögfræði við Háskóla Íslands umopinberu rannsóknarnefndina sem falið var að kanna viðskipti Hafskips ogÚtvegsbankans.
Hafskipsmálið var mótað af pólitískum átökum, grimmilegriblaðamennsku og fjármálasviptingum auk samkeppni í sjóflutningum. Ragnarheitinn Kjartansson tók forystu í baráttunni fyrir Hafskipsmennina svonefndu.Helgi segir:
„Í hetjulegri baráttu sinni fyrir réttlæti í Hafskipsmálinutapaði Ragnar heilsunni. Síðustu tólf ár ævinnar var hann lamaður og gat lítiðtjáð sig. Helga Thomsen, eiginkona hans, er einstök og helgaði líf sitt umönnunhans allan þann tíma. Ragnar lést árið 2008.“ (Bls. 314)
Eftir Hafskipsmálið hætti Helgi störfum sem endurskoðandi ogsneri sér að rekstri fyrirtækja, ritstjórn, forystustörfum meðal iðnrekenda,eignaumsýslu og setu í stjórnum lífeyrissjóða og fyrirtækja auk setu íbankaráði Íslandsbanka. Hann sat í stjórn Marels hf. frá 2005 þar til nú fyrirskömmu. Hann hefur verið stjórnarformaður Húsasmiðjunnar hf. frá 2012 og erformaður stjórnar Bláa lónsins, þar sem hann hefur verið stjórnarmaður oghluthafi frá árinu 2005.
Fyrir þá sem hafa áhuga á sviptingum í fjármálum ogfyrirtækjarekstri gefur frásögn Helga hans hlið á því sem gerðist þegar til ágreiningskom milli hans og annarra. Þeir sem ekki voru í liði með Helga telja vafalaust áhlut sinn gengið í frásögninni. Bókin ber með sér að Helgi vill ekki láta neinneiga neitt inni hjá sér í opinberum umræðum frekar en í fjármálum.
Viðreisn og ESB
Undir lok verksins er vikið að stjórnmálaafskiptum Helga.Hann starfaði á vettvangi Sjálfstæðisflokksins þar til hann var kallaður til 17manna fundar annan dag hvítasunnu, 16. maí 2016, til að stofnastjórnmálaflokkinn Viðreisn.
„Ég var staddur uppi í sveit um hvítasunnu þegar ég fékksímtal og var beðinn um að mæta á fund með nokkrum þeirra sem starfað höfðu aðtjaldabaki við undirbúning að stofnun nýs flokks.“ (Bls. 506)
Helgi segir einnig:
„Þorsteinn Pálsson [fyrrv. formaður Sjálfstæðisflokksins] varmættur á þennan fund, sömuleiðis sjö verðandi þingmenn Viðreisnar, nokkrirþjóðþekktir fjölmiðlamenn sem vilja ekki láta nafngreina sig hér og fáeinir aðrir,þar á meðal einn ágætur maður sem þá var kjörinn fulltrúi Sjálfstæðisflokks (oger enn þegar þetta er ritað). Ég tók að mér að setjast í fjáröflunarnefnd flokksinsásamt nokkrum góðum mönnum.“ (Bls. 517)
Upphaf Viðreisnar má rekja til áhuga flokksmanna á aðÍslendingar gangi í Evrópusambandið eða fái að minnsta kosti að greiða atkvæðium aðildarsamning að sambandinu. Er Helgi sannfærður um að unnt sé að semja viðESB með fyrirvörum eða undantekningum af því að Danir fengu slíkan samningfyrir tæpum 40 árum. Til að þetta gangi eftir þarf Evrópusambandið að taka ásig allt aðra mynd en nú er og birtist til dæmis í viðræðum fulltrúa þess ogBreta um Brexit.
Helgi leggur hvað eftir annað áherslu á að gagnvart ESB hafiskapast fordæmi sem sýni að fært sé að taka upp evru einhliða, það er án þessað ganga í sambandið.
Að ESB-aðildarsinni skuli boða þetta er nýnæmi. Þegar vakinvar athygli á þessari leið af Sjálfstæðisflokknum fyrir þingkosningarnar íapríl 2009 blandaði sendiherra ESB á Íslandi sér í kosningabaráttuna og sagðiað þetta yrði aldrei liðið.
Þýsk hugveita, Centrum für Europäische Politik (CEP), sendifrá sér skýrslu 25. febrúar 2019 þar sem lagt er mat á hagnað og tap þjóða afþví að hafa tekið upp evruna fyrir 20 árum. Niðurstaðan hefur vakið miklar umræðuren metið er hve há verg landsframleiðsla (VLF) einstakra landa hefði verið efþau hefðu ekki tekið upp evruna.
Niðurstaðan var að Þjóðverjar hefðu hagnast mest á evrunni,næstum um 1,9 billjón evrur frá 1999 til 2017. Það eru 23.000 evrur á hverníbúa landsins. Þá hefðu Hollendingar einnig hagnast umtalsvert af evrunni.Grikkir koma einnig út með örlítinn hagnað þrátt fyrir tapið mikla frá 2011.
Önnur evruríki hafa tapað. Frakkar 3,6 billjónum evra,56.000 evrum á mann, og Ítalir hafa tapað 4,3 billjón evrum, 74.000 evrum ámann.
Skýrslan olli víða uppnámi. Hvort hún verður til þess aðbreyta afstöðu Helga Magnússonar eða Viðreisnar til upptöku evru er ólíklegtþví að eins og málum er háttað heldur trúin á evruna flokknum saman.
Farsæld Helga Magnússonar í heimi fjármálanna blasir viðlesandanum þegar frásögn hans sjálfs er lesin. Glöggskyggnin er ekki sú samaþegar að stjórnmálunum kemur.
Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
---
Bókarýnin birtist í vorhefti Þjóðmála, 1. tbl. 2019. Hægt er að gerast áskrifandi að Þjóðmálum með því að senda tölvupóst á askrift@thjodmal.is eða skilaboð á facebook síðu ritsins. Ritið færst einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.