Hugsuðir jafnaðarstefnunnar: John Rawls
Tveir kunnustu hugsuðir jafnaðarstefnu okkar daga erubandaríski heimspekingurinn John Rawls, sem gaf út Kenningu um réttlæti (ATheory of Justice) árið 1971, og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty, semgaf út Fjármagn á tuttugustu og fyrstu öld (Capital in the Twenty-FirstCentury) árið 2014. Ég lagði það á mig á fyrir skömmu vegna verkefnis, sem éghafði tekið að mér erlendis, að lesa aftur hin hnausþykku verk þeirra. BókRawls er 607 blaðsíður og Pikettys 793.
Mér fannst í senn fróðlegt og skemmtilegt að endurnýja kynnimín af þessum ritum og tók eftir mörgu, sem farið hafði fram hjá mér áður. Miglangar í tveimur greinum að deila nokkrum athugasemdum mínum með lesendum Þjóðmála.
Kenning Rawls um hyggindi, ekki réttlæti
Rawls og Piketty gera báðir ráð fyrir frjálsum markaði, enhvorugur sættir sig við þá tekjudreifingu, sem sprettur upp úr frjálsum viðskiptum,þar eð að hún verði ójöfn. Rawls setur fram hugvitsamlega kenningu. Hún er um,hvað skynsamir menn með eigin hag að leiðarljósi, en án vitneskju um eiginstöðu (til dæmis um áskapaða hæfileika sína, stétt eða kyn), muni semja um,eigi þeir að setja réttlátu ríki reglur.
Rawls leiðir rök að því, að þeir muni semja um tværfrumreglur. Hin fyrri kveði á um jafnt og fullt frelsi allra borgaranna, en hinseinni á um jöfnuð lífsgæða, þar sem tekjumunur réttlætist af því einu, aðtekjur hinna verst settu verði sem mestar. Með öðrum orðum sættir Rawls sig viðójafna tekjudreifingu upp að því marki, að hún verði hinum fátækustu líka íhag.
Fyrri reglan, um jafnt og fullt frelsi allra borgara, tekurtil kosningarréttar, málfrelsis, fundafrelsis og trúfrelsis, en ekki tilatvinnufrelsis. Rök Rawls fyrir því eru, að nú á dögum sé svo mikið til afefnislegum gæðum, að þau séu mönnum ekki eins mikilvæg og ýmis frelsisréttindi.Hér virðist Rawls hins vegar vera að lauma eigin sjónarmiðum inn íniðurstöðuna, sem samningamennirnir um framtíðina eiga að komast að. Önnurandmæli blasa líka við.
Kenning Rawls er í rauninni ekki um réttlæti, heldur umhyggindi, sem í hag koma. Hann telur, að mennirnir á stofnþingi stjórnmála munifrekar hugsa um að verja sig gegn versta kosti en vonast eftir hinum besta.Þess vegna muni þeir reyna að tryggja sem best hag hinna verst settu. Þeir vitiekki nema þeir lendi í þeim hópi sjálfir. Þetta er auðvitað ekki óskynsamleghugsun, en hún snertir lítt réttlæti, eins og það hefur venjulega verið skiliðá Vesturlöndum.
Sjálfseign einstaklinga eðlileg
Rawls telur þá tekjudreifingu, sem sprettur upp úr frjálsummarkaðsviðskiptum, óréttláta. Hágtekjumenn njóti þar til dæmis iðulega áskapaðrahæfileika sinna. Dreifing slíkra gæða hafi ekki verið eftir verðleikum, heldur tilviljun.Sumir fæðist hraustari, sterkari eða gáfaðri en aðrir. Hetjutenórinn hafi ekki unniðtil raddar sinnar, heldur þegið hana frá náttúrunni. Menn geti auk þess aðeins notiðþessara hæfileika sinna með öðru fólki, og þess vegna megi þeir einir ogsjálfir ekki hirða allan afrakstur af þeim, heldur verði þeir að deila honummeð hæfileikaminna fólki samkvæmt seinni réttlætisreglunni um jöfnuð lífsgæða.
Hér er ég í senn sammála og ósammála Rawls. Hann hefur réttfyrir sér um, að menn hafa ekki unnið til hæfileika sinna, heldur hlotið þá ívöggugjöf. En eðlilegasta hugmyndin um frelsi er, að menn eigi sjálfa sig, enséu ekki eign annarra, þrælar. Af sjálfseign þeirra leiðir, að þeir eigahæfileika sína og öðlast þá um leið tilkall til afrakstursins af þeim. Þótt þeirhafi ekki unnið til áskapaðra hæfileika sinna, hafa þeir unnið til afrakstursinsaf þeim. Erfitt er hvort sem er og jafnvel ókleift að gera greinarmun á þeimhluta virðisins, sem er gjöf náttúrunnar, og þeim hluta, sem er framlageinstaklingsins. Hvað er áskapað og hvað áunnið? Menn leggja misjafna rækt viðhæfileika sína. Rétta ráðið til þess, að þeir þroski þá, er að leyfa öðrum aðnjóta þeirra með þeim gegn gjaldi, en þá hljótum við að hafna þeirri forsenduRawls, að menn eigi ekki sjálfa sig að fullu. Auk þess fæ ég ekki séð, að aðrirhafi á einhvern hátt unnið til hæfileika þeirra, sem fæðast óvenjuhraustir, sterkireða gáfaðir. Þeir taka ekki frá mannkyni, heldur bæta við.
Ójöfn tekjudreifing ekki nauðsynlega ranglát
Hvað er raunar óréttlátt við ójafna tekjudreifingu, ef menneru fjár síns ráðandi? Setjum svo, að á Íslandi hafi komist á tekjudreifing D1,sem þeir Rawls, Piketty og hinn íslenski lærisveinn þeirra og kallari Stefán Ólafssontelji réttláta. Nú komi gáfnaljósið og mælskusnillingurinn Milton Friedman til landsins,haldi fyrirlestur um atvinnufrelsi og selji inn á hann. 500 manns flykkist áfyrirlesturinn og greiði hver um sig 10.000 krónur í aðgangseyri. Við þettahefur tekjudreifingin breyst í D2, sem er ójafnari en D1.Friedman er fimm milljónum krónum ríkari og 500 manns hver um sig 10.000 krónumfátækari. En hvar er ranglætið? Var einhver misrétti beittur? Ef til villgramdist Stefáni, að fleiri sóttu fyrirlestur Friedmans en hans og vorureiðubúnir að greiða hærra verð fyrir, á sama hátt og Salieri gat ekki á heilumsér tekið vegna Mozarts, ef marka má kvikmyndina Amadeus. En fæstir hafa samúðmeð slíku sjónarmiði. Við þökkum flest fyrir snillinga í stað þess að kvartaundan, að þeir skyggi á meðalmenn.

Í þessari röksemd gegn kenningu Rawls notar bandaríski heimspekingurinn Robert Nozick dæmi af körfuknattleikskappanum Wilt Chamberlain, og löngu áður hafði landi hans, rithöfundurinn William Buckley, nefnt kylfuknattleiksmanninn Joe DiMaggio í því sambandi. Í endursögn sinni á röksemd Nozicks notar Þorsteinn Gylfason stórsöngvarann Garðar Hólm úr skáldsögu Laxness. En aðalatriðið er hið sama í öllum dæmunum: Á frjálsum markaði er tekjudreifing samkvæmt frjálsu vali. Menn fá til sín í hlutfalli við það, hversu margir velja þá, og þeir láta frá sér í hlutfalli við það, hverja þeir velja sjálfir. Hátekjumaðurinn er valinn af mörgum, lágtekjumaðurinn af fáum.
Rawls og aðrir vinstri sinnar keppast við að skiptaímynduðum kökum í sneiðar inni í bergmálsklefum háskóla. En úti í mannlífinu verðurekki gengið að neinum kökum vísum, nema bakaríin séu í fullum gangi, og það verðaþau ekki, nema bakararnir fái umbun verka sinna.
Þrjár sænskar leiðir
Hvar er fátækt fólk best sett? spyr Rawls. Ef við svipumstum í heiminum, eins og hann er, þá verður eflaust mörgum starsýnt á Norðurlönd,ekki síst Svíþjóð. En margs er að gæta. Þegar norrænu hagkerfin fimm í Norðurálfueru borin saman við norrænu sex hagkerfin í Vesturheimi, Alberta, Saskatchewan ogManitoba í Kanada og Minnesota og Suður- og Norður-Dakota í Bandaríkjunum, kemurí ljós, að meðaltekjur á mann eru almennt miklu hærri í amerísku löndunum. Munurinner aðallega sá, að sumir eru miklu ríkari í amerísku hagkerfunum. Kjör hinna tekjulægstueru svipuð. Tæki Svíþjóð upp á því að verða 51. ríki Bandaríkjanna, þá væri húní röð tekjulægri ríkjanna.
Fróðlegt er og að bera saman meðaltekjur Svía í Svíþjóð ogBandaríkjamanna af sænskum uppruna, sem sjá má á 1. mynd.
Allt segir þetta sömu sögu: Lægsta tekjuþrepið er svipað á Norðurlöndum og á norðurslóðum Vesturheims, en tekjustiginn nær miklu lengra upp. Með öðrum orðum eru tækifærin miklu fleiri í Vesturheimi.
Sænsku leiðirnar eru líka þrjár, ekki ein. Upp úr miðrinítjándu öld náðu frjálshyggjumenn völdum í Svíþjóð og beittu sér fyrirvíðtækum umbótum: Árin 1870–1936 óx sænskt atvinnulíf örast í heimi. Áður enjafnaðarmenn hrepptu völdin 1932 voru lífskjör orðin góð og tekjudreifing jöfn,eftir því sem þá gerðist.
Fyrsta sænska leiðin, frelsisleiðin, var fetuð árið1870–1970: Svíar bjuggu við svipaða skatta og grannþjóðirnar og frjálst, opiðhagkerfi. Horfið var af þeirri braut í tuttugu ár, 1970–1990, skattarstórþyngdir og atvinnulíf hneppt í fjötra. Þetta hafði fyrirsjáanlegar afleiðingar:Framkvæmdamenn fluttust brott, störf sköpuðust aðeins í opinbera geiranum, fjölmennirhópar völdu bætur í stað vinnu.
Þegar allt var komið í óefni sneru Svíar við blaðinu, jukuatvinnufrelsi og lækkuðu skatta. Þriðja sænska leiðin hefur verið farin frá1990.
Argentína og Ástralía
Berum síðan saman Argentínu og Ástralíu, sem ættu um margtað eiga samleið. Löndin eru stór, bæði á suðurhveli jarðar, með svipað loftslagog svipaðar auðlindir. Þau eru bæði að langmestu leyti byggð innflytjendum frá Evrópu.Árið 1900 öðlaðist Ástralía sjálfstæði innan breska samveldisins, en Argentínahafði þá lengi verið sjálfstætt ríki. Þá voru lífskjör svipuð í þessum tveimurlöndum og þau þá á meðal ríkustu landa heims. Menn þurfa ekki að ganga lengi umgötur Góðviðru, Buenos Aires, til að sjá, hversu auðug Argentína hefur verið íupphafi tuttugustu aldar.
Á tuttugustu öld hallaði undan fæti í Argentínu. Það er einaland heims, sem taldist þróað árið 1900 og þróunarland árið 2000. Árið 1950 voruþjóðartekjur á mann í Argentínu 84% af meðalþjóðartekjum í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar,OECD. Árið 1973 var hlutfallið komið niður í 65% og árið 1987 í 43%.
Napur sannleikur virðist vera í þeirri sögu, að fyrst hafiGuð skapað Argentínu, en þegar hann sá, hversu örlátur hann hafði verið, ákvaðhann til mótvægis að skapa Argentínumenn. Auðvitað varð landið illa úti íheimskreppunni á fjórða áratug, en svo var og um Ástralíu. Árið 2016 voruþjóðartekjur á mann í Ástralíu rösklega tvöfalt hærri en í Argentínu, eins ogsést á 2. mynd.
Hvað olli? Skýringarnar eru einfaldar. Órói var löngum í landinu og hagkerfið í ójafnvægi. Hvort sem lýðskrumarar eða herforingjar voru við völd, var fylgt tollverndarstefnu og reynt að endurdreifa fjármunum. Vindar frjálsrar samkeppni fengu ekki að leika um hagkerfið, og þegar endurdreifing fjármuna varð ríkissjóði um megn, voru prentaðir peningar, en það olli verðbólgu og raskaði enn jafnvægi. Argentína er skólabókardæmi um afleiðingarnar af því að eyða orkunni í að skipta síminnkandi köku í stað þess að mynda skilyrði fyrir blómlegum bakaríum.
Jamaíka og Singapúr
Ekki er síður fróðlegt að bera saman Jamaíku og Singapúr.Bæði löndin eru eyjar í hitabeltinu og fyrrverandi nýlendur Breta. Jamaíka öðlaðistsjálfstæði árið 1962, en Singapúr var nauðugt rekið úr Malasíu árið 1965. Þávoru þjóðartekjur á mann örlitlu hærri á Jamaíku en í Singapúr. En atvinnulífóx hratt næstu áratugi í Singapúr og lítið sem ekkert á Jamaíku. Árið 2017 varsvo komið, að þjóðartekjur á mann voru tíu sinnum hærri í Singapúr en á Jamaíku,eins og sést á 3. mynd.
Skýringin á velgengni Singapúr er einföld. Hagkerfið er eitt hið frjálsasta í heimi. Jafnframt stuðla siðir og venjur íbúanna, sem langflestir eru kínverskrar ættar, að veraldlegri velgengni. Lögð er áhersla á fjölskyldugildi, iðjusemi, sparsemi og hagnýta menntun. Það er eins og íbúarnir hafi allir tileinkað sér boðskapinn í frægri bók Samuels Smiles, Hjálpaðu þér sjálfur (sem kom út á íslensku 1892 og hafði holl áhrif á margt framgjarnt æskufólk).
Að sama skapi eru til menningarlegar skýringar á gengisleysiJamaíkubúa. Þar var stundað þrælahald fram á nítjándu öld, en við það hljópóáran í mannfólkið. Þjóðskipulagið einkennist af sundurleitni og óróa, en ekkisömu samleitni, samheldni og sjálfsaga og í Singapúr.
Aðalatriðið er þó, að á Jamaíku er hagkerfið ófrjálst.Sósíalistar hrepptu völd á áttunda áratug og héldu þeim lengi. Þeir hnepptu íbúanaí ósýnilega skriffinnskufjötra. Afar erfitt er að stofna og reka fyrirtæki áþessu eylandi. Fjármagn er illa skilgreint og lítt hreyfanlegt. Frumkvöðlar erulítils metnir. Talið er, að rösklega helmingur af hugsanlegum arði þeirrahverfi í fyrirhöfn við að fylgja flóknum skattareglum. Kostnaður við að skráfasteignir á Jamaíka er að meðaltali um 13,5% af virði þeirra, en íBandaríkjunum er sambærileg tala 0,5%. Í Singapúr er fjármagn hins vegar kviktog vex eðlilega. Þar er fátækt því orðin undantekning, ekki regla.
Hvar eru hinir verst settu best settir?
Nú kunna einhverjir að segja, að slík einstök dæmi séu sérvalin. Almennara og víðtækara svar þurfi við spurningu Rawls: Við hvers konar skipulag er hagur hinna verst settu líklegur til að verða sem bestur? Ef til vill er kerfisbundnasta svarið fólgið í hinni alþjóðlegu vísitölu atvinnufrelsis, sem Fraser-stofnunin í Kanada mælir á hverju ári með aðstoð valinkunnra sérfræðinga.
Í mælingunni 2018 var stuðst við tölur frá 2016. Mælt varatvinnufrelsi í 123 löndum. Hagkerfi Hong Kong, Singapúr, Nýja-Sjálands, Svissog Írlands reyndust hin frjálsustu í heimi, og ófrjálsust voru hagkerfiVenesúela, Líbíu, Argentínu, Alsírs og Sýrlands (en áreiðanlegar tölur eru ekkitil um hagkerfi Kúbu og Norður-Kóreu). Ef hagkerfum heims var skipt í fjórahluta, þá kom í ljós sterk fylgni milli góðra lífskjara og víðtæksatvinnufrelsis. Meðaltekjur á mann í frjálsasta fjórðungnum voru $40.376, en íhinum ófrjálsasta $5.649 (í Bandaríkjadölum ársins 2011). Í frjálsustu hagkerfunumvoru lífslíkur enn fremur lengri, heilsa betri og fátækt minni en í hinum fjórðungunum.
Rawls hefur þó mestan áhuga á hinum verst settu. Þar erutölurnar líka afdráttarlausar. Meðaltekjur á mann í 10% tekjulægstahópnum ífrjálsasta fjórðungnum voru $10.660, en $1.345 í ófrjálsasta fjórðungnum. Meðöðrum orðum voru kjör hinna tekjulægstu í frjálsasta fjórðungnum ($10.660) nærtvöfalt betri en meðaltekjur í ófrjálsasta fjórðungnum ($5.649). Þetta er sýntá 4. mynd.
Fátæklingur í frjálsu hagkerfi lifir miklu betra lífi en meðalmaður í ófrjálsu hagkerfi. Niðurstaðan er ótvíræð: Jafnvel þótt við myndum samþykkja þá reglu Rawls, að ójöfn tekjudreifing réttlættist af því einu, að hagur hinna verst settu yrði við hana betri en ella, veitir reynslan sterka vísbendingu um, að við myndum velja frjálst hagkerfi, samkeppni og séreign.
Útúrdúr um Márusarland
Þegar ég skoðaði mælinguna á atvinnufrelsi, rak ég augun íþá óvæntu staðreynd, að í Márusarlandi, eins og kalla mætti Mauritius, stendureitt af tíu frjálsustu hagkerfum heims. Landið er eyjaklasi langt undan austurströndAfríku og heitir eftir Márusi af Nassau, ríkisstjóra Hollands á öndverðri sautjánduöld, en Hollendingar réðu um skeið klasanum. Seinna varð hann bresk nýlenda.Margir íbúanna eru afkomendur indverskra verkamanna, sem fluttir voru til landsinsá nýlendutímanum.
Þegar íbúar eyjaklasans kröfðust sjálfstæðis eftir miðjatuttugustu öld hafði Bretastjórn nokkrar áhyggjur af því, að þeir gætu ekki staðiðá eigin fótum. Árið 1961 komst breski hagfræðingurinn James E. Meade, sem var ákveðinnjafnaðarmaður og fékk síðar Nóbelsverðlaun í hagfræði, að þeirri niðurstöðu ískýrslu til nýlendustjórnarinnar, að framtíðarhorfur landsins væru dapurlegar. Márusarlandgæti lokast inni í þeirri gildru fólksfjölgunar án hagvaxtar, sem oft er kennd viðbreska prestinn Malthus. Bresk-indverski rithöfundurinn V. S. Naipaul ferðaðistnokkrum árum síðar um Márusarland og skrifaði í nokkrum lítilsvirðingartón, að þaðværi „yfirfull þrælakista“, sem allir vildu losna út úr. „Það var áMárusarlandi, sem dodo-fuglinn týndi niður listinni að fljúga.“ Naipaul átti eftirað fá Nóbelsverðlaun í bókmenntum.
Eftir að Márusarland varð sjálfstætt árið 1968, var um skeiðórói í landinu. En þótt stjórnmálabaráttan væri hörð náðist samkomulag um aðauka atvinnufrelsi verulega og laða erlenda fjárfesta til landsins. Hagkerfiðvar hið 59. frjálsasta í heiminum árið 1980, en hið 8. árið 2016. Að vonumhefur hagur íbúanna vænkast síðustu áratugi, ólíkt því sem er í flestum öðrumAfríkuríkjum. Meðaltekjur í Márusarlandi árið 2017 voru samkvæmt tölumAlþjóðabankans $10.500, en það var nálægt meðaltekjum í heiminum öllum, $10.700.Meðaltekjur í Afríku voru hins vegar miklu lægri, ekki nema $1.800.Eyðingarmáttur náttúrunnar olli því, að dodo-fuglinn dó út, en sköpunarmátturkapítalismans varð til þess, að Márusarland lifnaði við.
Sósíalismi í einu landi
Ég hef bent hér á nokkra annmarka á kenningu Rawls og mun íseinni grein minni snúa mér að boðskap Pikettys. En um báða þessa hugsuðigildir, að þeir verða að gera ráð fyrir lokuðu hagkerfi, „sósíalisma í einu landi“.Rawls getur ekki látið neina verulega endurdreifingu tekna ná til allrajarðarbúa, því að hún yrði sérhverju vestrænu ríki um megn. Til dæmis bjó árið2017 einn milljarður manna á fátækasta svæði heims, í sólarlöndum Afríku(sunnar Sahara). Meðaltekjur þar voru 1.574 dalir. Í Bandaríkjunum bjuggu hinsvegar 325 milljónir manna, og námu meðaltekjur þeirra 59.531 dal. Þess vegna takmarkarRawls endurdreifinguna við vel stætt vestrænt ríki.
Hann lokar augunum, reynir að hugsa sér Réttláta niðurstöðu,án þess að sérhagsmunir trufli, en þegar hann opnar augun aftur, blasir viðskipulag, sem líkist helst Cambridge í Massachusetts, þar sem hann bjó sjálfur:frjálst markaðskerfi í bjargálna ríki með nokkurri endurdreifingu fjármuna.Örsnauðir íbúar Haítí og Kongó koma ekki til álita.
Piketty krefst ofurskatta á miklar eignir og háar tekjur,svo að fjármagn hlaðist ekki upp í höndum fámenns hóps. En slíkir ofurskattar verðaað vera alþjóðlegir (nema auðvitað fjármagnsflutningar milli landa séubannaðir). Annars flytjast eignafólk og hátekjumenn frá háskattalöndum tillágskattalanda. Það er þessi hópur, sem greiðir mestalla skatta og stendurundir endurdreifingu. Til dæmis greiddi tekjuhæsti fimmtungurinn íBandaríkjunum að meðaltali 57.700 dölum meira í skatta árið 2013 en hann fékktil baka frá ríkinu, næsttekjuhæsti fimmtungurinn 2.600 dölum meira, en hinirþrír fimmtungarnir fengu meira frá ríkinu en þeir lögðu til þess. Þetta erkjarninn í skáldsögu Ayn Rand, Undirstöðunni, sem komið hefur út áíslensku: Setjum svo, að þeir, sem skapa verðmæti, til dæmis frumkvöðlar ogafburðamenn, þreytist á að deila afrakstrinum með öðrum, sem ekkert skapa oglifa á öðrum. Hvað gerist, ef þeir ákveða að hafa sig þegjandi og hljóðalaust ábrott? Gæsirnar, sem verpa gulleggjunum, kunna að vera fleygar. Rawls ogPiketty verða að vængstýfa þær, en þá má vera, að þær hætti að varpagulleggjunum.
Höfundur er stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Greinin birtist í vorhefti Þjóðmála, 1. tbl. 2019. Heimildarskrá má finna í prentútgáfu. Hægt er að gerast áskrifandi að Þjóðmálum með því að senda tölvupóst á askrift@thjodmal.is eða skilaboð á facebook síðu ritsins. Ritið færst einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.