Athugasemdir frá Kjarnanum
Þjóðmálum hafa borist athugasemdir frá forsvarsmönnum vefmiðilsins Kjarnans vegna greinar eftir Sigurð Má Jónsson sem birtist í vorhefti Þjóðmála á þessu ári. Þær eru svohljóðandi:
---
Vísað er til greinar um Kjarnann sem birtist í Þjóðmálum, 15. árgangi, vor 2019, 1. hefti.
---
1. Í grein Sigurðar Más segir: „Þegarvið blasti að vinstrimenn myndu gjalda afhroð og missa stjórnartaumana íkosningum til Alþingis vorið 2013 fóru nokkrir vinstrisinnaðir einstaklingar úrfjölmiðlum, stjórnmálum og viðskiptalífi að kanna möguleika á því að stofnanýjan fjölmiðil sem gæti veitt yfirvofandi hægristjórn mótstöðu. Niðurstaðanvar sú að vefmiðillinn Kjarninn var formlega stofnaður hinn 1. júní 2013, vikueftir að ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tók til starfa.“
Fyrir þessari fullyrðingu um hvatann afstofnun Kjarnans, færir Sigurður Már engar sannanir. Fullyrðingarnar eru rangarog Sigurður Már hefði getað sannreynt það með því að kynna sér stofngögnKjarnans sem eru aðgengileg í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra hverjum sem þauvill sækja. Þar kemur skýrt fram hverjir stofnuðu miðilinn, hvernig staðið varað stofnun hans og hversu mikið fjármagn var lagt til.
Um var að ræða sex manns, fjóra blaðamenn,einn fyrrverandi starfsmann fjarskiptafyrirtækis og einn markaðsmann. Enginn íþessum hópi hefur nokkru sinni starfað í stjórnmálaflokki. Enginn varfjárfestir í öðru en eigin húsnæði eða gæti fallið undir skilgreininguna aðvera „úr viðskiptalífinu“. Allt það fé sem lagt var til við stofnunina kom fráþeim sem stofnuðu miðilinn.
---
2. Í grein Sigurðar Más segir: „Lengstaf hefur fjölmiðillinn orðið að treysta á fórnfýsi eigenda sinna, sem hafahlaupið undir bagga, ýmist með lánum eða auknu hlutafé, en eins hafa starfsmenní einhverjum tilvikum þegið hlutabréf, sem við þessar aðstæður eru verðlaus.“
Enginn starfsmaður Kjarnans hefur nokkru sinniþegið hlutabréf frá félaginu. Engin bréf hafa nokkru sinni skipt um hendur nemaað greitt hafi verið fyrir. Virði hvers hlutar í síðustu gerðu viðskiptum kemurfram í gögnum sem skilað hefur verið inn til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóralíkt og lög gera ráð fyrir. Fullyrðing Sigurðar Más er því röng og hann hefðigetað komist hjá því að setja fram þá röngu tilkynningu með því að verða sérúti um gögn frá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, sem eru opinber.
---
3. Í grein Sigurðar Más segir: „Í seinni tíð hefur miðillinn orðið aðskera niður starfsemi sína og flokkast hann nú undir það að vera eins konarbloggsíða sem birtir hugleiðingar Þórðar Snæs [ritstjóra Kjarnans] og treystirmikið á endurbirtingar frétta úr öðrum fjölmiðlum.“
Fullyrðing Sigurðar Más er röng. Á fyrstu 17vikum ársins 2019 birtust samtals tíu skoðanagreinar eftir ritstjóra Kjarnans ávef hans en önnur efni sem þar birtust voru yfir eitt þúsund. Skoðanaefniritstjórans er því vel undir eitt prósent af birtu efni á vef Kjarnans. Nærallt það efni er frumunnið, þótt Kjarninn sannarlega segi frá völdum fréttumsem birtast í öðrum miðlum og ritstjórn hans telur að eigi erindi við lesendurhans, sérstaklega þegar um stór mál er að ræða sem Kjarninn hefur sjálfurfjallað umtalsvert um í frumunnum fréttum og fréttaskýringum.
----
4. Í grein Sigurðar Más segir:„Afskriftir og endurfjármögnun hefur nokkrum sinnum verið endurtekin, en nú máheita að starfsemi miðilsins sé í lágmarki.“
Fullyrðing Sigurðar Más er röng [...]. Engarafskriftir, í þeim skilningi að skuldir hafi verið niðurfærðar án endurgjalds,hafa átt sér stað í rekstri Kjarnans frá því að hann var stofnaður. Í hugtakinuendurfjármögnun felst að taka nýtt lán til að greiða gamalt. Slíkt hefur aldreiátt sér stað í sögu Kjarnans. Einu lánin sem hann hefur tekið eru yfirdráttursem er nánast ekki ádregin, og er með persónulegri ábyrgð, og hluthafalán semsíðar var breytt í nýtt hlutafé. Engin endurfjármögnun hefur átt sér stað ánokkrum sköpuðum hlut. Hægt er að nálgast upplýsingar um slíkt í gögnum semskilað hefur verið inn til fyrirtækjaskráar ríkisskattstjóra og í birtumársreikningum. Auk þess er rangt að starfsemi miðilsins sé í lágmarki. VeltaKjarnans hefur þvert á móti aldrei verið meiri (um 25 prósent vöxtur milli 2017og 2018) og kostnaður vegna framleiðslu á ritstjórnarefni, þ.e. launagreiðslurtil fastráðinna starfsmanna og verktaka, hefur aldrei verið hærri.
---
5. Í grein Sigurðar Más segir: „Afupphaflegu ritstjórninni eru aðeins Þórður Snær Júlíusson og Magnús Halldórssoneftir, sá síðarnefndi raunar mjög laustengdur, býr erlendis og sinnir fyrst ogfremst vikuritinu Vísbendingu.“
Fullyrðing Sigurðar Más um framlag ogstarfshlutfall [Magnúsar] er röng [...]. Magnús Halldórsson hefur verið í 100prósent starfi á Kjarnanum frá því að hann var stofnaður árið 2013.
Efni eftir hann birtist nær alla daga ámiðlinum, merkt blaðamanninum. Auk þess ritstýrir hann útgáfu Vísbendingar,rits sem gefið er út af Kjarnanum. Sigurður Már hefði getað komist hjá því aðsetja fram þessa röngu fullyrðingu með því að fara inn á vef Kjarnans og skoðaþað efni sem þar birtist.
---
6. Í grein Sigurðar Más segir: „...meginvandi Kjarnans hefur alla tíð verið að lesturinn hefur látið á sérstanda[...] Samræmdar vefmælingar bentu til þess að honum hefði aldrei auðnastað ná út fyrir tiltölulega lítinn kjarna lesenda (svo segja má að miðillinnhafi borið nafn með rentu). Nú er svo komið að Kjarninn nær hvorki á blað ívefmælingum Gallups né Modernus.“
Fullyrðing Sigurðar Más um mælingar á lestriKjarnans er röng. Hið rétta er að Kjarninn hefur ekki tekið þátt í vefmælingumþeirra fyrirtækja sem framkvæma slíka frá því í viku 10 2018. Í mælingumGallup, sem eru ráðandi á vefmælingarmarkaði, er auk þess birtur tæmandi listiyfir alla þá vefmiðla sem greiða fyrirtækinu fyrir mælingu á lestri sínum. Þaðer þar af leiðandi ómögulegt að komast ekki „á blað“. Þótt miðill sé með einnvikulegan lesanda þá kemst hann samt á blað. Fullyrðingar Sigurðar Más umlítinn lestur Kjarnans fela því í sér rangfærslu byggða á rangri ályktun, sem byggðiá rangfærslu.
Sigurður Már hefði getað komist hjá því aðsetja fram þessa röngu fullyrðingu með því að skoða mælingar aftur í tímann, ogsjá að Kjarninn var í mælingum árum saman, en hefur ekki verið þátttakandi íslíkri frá því í viku 10 2018. Auk þess hefði Sigurður Már getað kynnt sérforsendur birtinga á vefmælingum, og komist að því að allir sem greiða fyrirvefmælingu eru birtir á listum Gallup.
---
7. Í grein Sigurðar Más segir:„Leiða má að því líkur að Kjarninn hafi að einhverju leyti verið fjármagnaðurmeð fjármunum sem eiga uppruna sinn í skattaskjólum.“
Aðdróttun Sigurðar Más um fjármögnun Kjarnanser röng. Allir eigendur Kjarnans eru íslensk félög eða einstaklingar. SigurðurMár hefði getað komist hjá því að setja fram þessa röngu aðdróttun með því aðnálgast upplýsingar um hlutafjáraukningar Kjarnans í fyrirtækjaskráríkisskattstjóra.
---
8. Í grein Sigurðar Más segir: „TengslKjarnans við Ríkisútvarpið hafa verið náin. Ægir Þór Eysteinsson var þannigmeðal stofnenda Kjarnans (9,44% eignarhlutur), en hann hafði áður veriðfréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu. [...] Ægir var þó áfram í eigendahópiKjarnans, þar sem hlutur hans í Kjarnanum var illseljanlegur. Að lokum leystifélagið sjálft til sín hlut Ægis Þórs til að komast hjá gagnrýni, en aðrirfjölmiðlar höfðu gert þetta að umtalsefni, meðal annars Viðskiptablaðið.“
Framsetningu Sigurðar Más um sölu á hlut einsstofnfélaga Kjarnans er röng. Hlutur Ægis Þórs Eysteinssonar í Kjarnanum varkeyptur af félaginu sjálfu og fyrir hann var greitt með íslenskum krónum.Hluturinn var aldrei leystur til félagsins. Sigurður Már hefði getað komist hjáþví að setja fram þessa röngu fullyrðingu með því að nálgast upplýsingar umviðskipti með hlutafé Kjarnans í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Eða að leitaeftir upplýsingum um viðskiptin hjá þeim sem áttu þau.
---
9. Í grein Sigurðar Más segir: „ÞórðurSnær Júlíusson, eða Doddi eins og hann er jafnan kallaður, hefur mikil tengslvið vinstrimenn. Alþjóð varð vitni að samskiptum hans við Elías Jón Guðjónsson,þá aðstoðarmann Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra og fyrrverandisamstarfsmann Þórðar á blaðinu 24 stundum, þegar fyrir tilviljun komst upp umað þeir höfðu lagt á ráðin um spunafrétt undir slagorðinu: „Dodda langar aðskúbba.“
Fullyrðing Sigurðar Más um að Þórður Snær hafilagt á ráðin um spunafrétt með pólitiskum ráðgjafa er röng. Ef Sigurður Márhefði lesið þá frétt sem Þórður Snær skrifaði um það mál sem var undir (sjá hér) þá myndi hann sjá að hún er ekki meðneinum hætti í samræmi við þann ætlaða spuna sem ráðgjafinn ræddi um ítölvupósti sínum. Þvert á móti er hún mun ítarlegri, enda byggð á öðrumupplýsingum en hans. Hægt er sjá tölvupósta aðstoðarmannsins hér. Þá virðist Sigurður Márhaldinn þeirri ranghugmynd að umræddur póstur hafi verið sendur á Þórð Snæ, semer ekki rétt. Auk þess er vert að benda á að Þórður Snær hafði enginmannaforráð á 24 stundum og gat því ekki ráðið eða rekið nokkurn mann.Samsetning stafsmannahópsins var á forræði þáverandi ritstjóra miðilsins.
----
10. Í grein Sigurðar Más segir: „ÞórðurSnær hefur undanfarið tekið að sér störf og verkefni víða. Hann erstundakennari við Háskóla Íslands, þar sem hann kennir fjölmiðlafræði(blaðamennsku), og vakti athygli þar með því að nota þann vettvang til að efnatil kæru til siðanefndar gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor.“
Fullyrðing Sigurðar Más um að Þórður Snær hafinotað sér vettvang til að efna til kæru er röng. Hið rétta er að nokkru eftirað Þórður Snær hóf störf sem stundakennari við Háskóla Íslands (í október 2015)þá endurtók umræddur prófessor rangar og meiðandi fullyrðingar um fjármögnunKjarnans á opinberum vettvangi. Hann neitaði að draga þær til baka og íkjölfarið kærði Þórður Snær prófessorinn til siðanefndar Háskóla Íslands, íjanúar 2017, sem komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið siðareglur,með úrskurði í mars 2018.
Ef Sigurður Már hefði lesið þann úrskurð, semer aðgengilegur á internetinu, eða fréttir sem skrifaðar voru um hann, og erueinnig aðgengilegar á internetinu, þá hefði hann getað komist hjá því að setjafram umrædda ranga fullyrðingu. Hann hefði einnig getað nálgast upplýsingar umhvenær Þórður Snær hóf störf hjá Háskóla Íslands með því að setja sig í sambandvið skólann.
---
11. Í grein Sigurðar Más segir: „Ídesember 2018 var upplýst að Ágúst Ólafur hefði sætt áminningu trúnaðarnefndarSamfylkingarinnar fyrir að hafa brotið gegn Báru Huld Beck, blaðamanniKjarnans, með því reyna endurtekið og í óþökk Báru að kyssa hana. Þettakynferðisáreiti átti sér stað á starfsstöð Kjarnans eftir lokun skemmtistaðanóttina 20. júní 2018. Kjarninn fjallaði ekki um málið fyrr en það var upplýstá öðrum vettvangi og litlar fréttir hafa verið fluttar af viðbrögðum stjórnendaKjarnans við atvikinu.
Tilkynningarþeirra Ágústs Ólafs og Báru Huldar voru látnar nægja í umfjöllun um málið.Athygli vekur að Bára Huld hélt áfram að birta fréttir er vörðuðustjórnmálavafstur Ágústs Ólafs í Kjarnanum, eftir atvikið og fram að því aðhann fór í leyfi. Augljóst var þó að Bára Huld var ekki ánægð með hvernig tekiðhafði verið á máli hennar.“
Ýmsar fullyrðingar Sigurðar Más í þessum hlutaeru rangar. Afstaða Kjarnans er þessi: Það er alltaf þolenda að ákveða í hvaðafarveg brot gegn þeim fara. Fyrirtæki, eða stjórnendur fyrirtækis, geta aldreitekið þá ákvörðun fyrir þolendur sem hjá þeim starfa. Það sem stjórnendurfyrirtækja þolenda sem verða fyrir áreitni eða annars konar ofbeldi geta ogeiga að gera er hins vegar að styðja þá þolendur að öllu leyti.
Það hefur Kjarninn gert í einu og öllu. Hér er til að mynda yfirlýsing stjórnar og stjórnendaKjarnans vegna málsins sem birt var eftir að þolandinn ákvað, sjálfmeð okkar stuðningi, að svara yfirlýsingu gerandans í málinu opinberlega. Þarsegir m.a. „Hegðun hans var niðrandi, óboðleg og hafði víðtækar afleiðingarfyrir þann sem varð fyrir henni. Afleiðingar sem eru bæði persónulegar ogfaglegar. Stjórn og stjórnendur Kjarnans gerðu þolanda ljóst frá upphafi aðhann réði ferðinni í þessu máli og til hvaða aðgerða hann taldi réttast aðgrípa.“
Fullyrðing Sigurðar Más um að „litlar fréttirhafa verið fluttar af viðbrögðum stjórnenda Kjarnans við atvikinu“ er þvíaugljóslega röng og hann hefði getað komist hjá því að setja hana fram með þvíað tengjast internetinu og nýta sér leitarvél.
Fullyrðing Sigurður Már um að þolandinn ímálinu sé ekki ánægð með hvernig tekið hafi verið á máli hennar innan Kjarnanser einnig röng. Sigurður Már spurði hana ekki hvort svo væri áður en að hannfór að gera henni upp skoðanir. Samstarfsmenn, sem starfa með þolanda á hverjumdegi, geta hins vegar staðfest að hún er ekki óánægð með hvernig tekið var ámáli hennar innan Kjarnans. Þær upplýsingar fengust með því að spyrja þolanda.
Fullyrðing Sigurðar Más um að Bára Huld hafihaldið áfram að birta fréttir er „vörðuðu stjórnmálavafstur Ágústs Ólafs íKjarnanum, eftir atvikið og fram að því að hann fór í leyfi“ er röng og á sérengan stað í raunveruleikanum. Bára Huld skrifaði ekki eina frétt um téðanÁgúst Ólaf eftir að umrætt atvik átti sér stað.
---
Aths. ritsj.
Rétt er að taka fram að forsvarsmenn Kjarnans kærðu skrif Sigurðar Más tvisvar til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands, sem í bæði skiptin vísaði kærunum frá og tók þær ekki til efnislegrar meðferðar - enda taldi siðanefndin, með réttu, að um skoðanagrein væri að ræða. Greinin sem um ræðir var merkt höfundi líkt og flest allar greinar sem birtast í Þjóðmálum. Það er ritstjórnarákvörðun Þjóðmála hvaða efni er tækt til birtingar á síðum þess. Þó að menn kunni að greina á um þær skoðanir, sem settar voru fram í fyrrnefndri grein, þá var ekkert í henni sem kallaði á afskipti ritstjóra og það er ekki á hans valdi að „leiðrétta“ skoðanir annarra. Aftur á móti er bæði rétt og sanngjarnt að birta þær athugasemdir sem nefndar eru hér fyrir ofan.