Íslenska menntakerfið verði framúrskarandi

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, fjallar um mótun menntastefnu til framtíðar, um mikilvægi kennara og margt fleira í ítarlegu viðtali í nýjasta hefti Þjóðmála. Hér er birtur hluti af viðtalinu.

„Við erum að móta menntastefnu til ársins 2030. Markmiðhennar er að gera íslenska menntakerfið framúrskarandi,“ segir Lilja strax viðupphaf viðtalsins, hvar hún situr með fullt fang af gögnum sem sýna stöðu menntakerfisinsí dag og spár um framtíðina. Það fer ekkert á milli mála að ráðherrann er búinnað vinna heimavinnuna sína. Það er sjálfsagt og eðlilegt að hefja samtal okkará umræðu um menntamál.

„Við höfum verið að skoða menntavísindarannsóknir til aðmeta stöðu Íslands í dag, hvar við stöndum varðandi lesskilning, stærðfræði,náttúrulæsi og svo framvegis,“ segir Lilja.

„Staðreyndin er sú að við höfum gefið eftir, eins og kemurfram í alþjóðlegu menntarannsókn Efnahags- og framfarastofnunarinnar PISA. Íslandvar yfir meðaltali Norðurlandaríkja árið 2000 í stærðfræðiskilningi en nú erumvið komin neðst. Það er staða sem ég tel að sé óásættanleg. Ég hef verið aðskoða hvernig við búum til framúrskarandi menntakerfi út frásamanburðarrannsóknum við ríki sem náð hafa góðum árangri. Þar erum við helst aðhorfa helst til Finnlands og Kanada og jafnvel Singapúr og Suður-Kóreu. Hinsvegar er ljóst að menntastefnan verður íslensk og nýtir þann sterkamenningarlega grunn bókmennta og verkvits sem þróast hefur hér. Ég hef þá trúað stefnumótun eigi að nýta styrkleikana sem fyrir eru en maður verður að hafadug og hugrekki til að breyta því sem betur má fara. Sjálf hef ég lært og unniðí Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu og lít til þeirrar reynslu við mótunmenntastefnu.“

Lilja segir að til þess að byggja upp framúrskarandi menntakerfisé nauðsynlegt að hlúa að starfsumhverfi kennara enda sé það eitt einkenniþeirra menntakerfa sem þykja skara fram úr.

„Kennarar þurfa að upplifa það að samfélagið kunni að metastörf þeirra, það sé eftirsóknarvert að vera kennari og að færri komist að envilja,“ segir Lilja.

„Við létum gera svokallaða færnispá til að meta þörfina áfjölda kennara fram í tímann. Besta sviðsmyndin sýndi að árið 2032 myndi vanta1.600 kennara en sú versta sýndi vöntun upp á 2.300 kennara. Við höfum verið aðútskrifa á bilinu 75-80 kennara á ári á meðan við þurfum að vera að útskrifa270. Eitt af verkefnum mínum var að móta stefnu til framtíðar og bregðast viðþessu. Við gerðum áætlun sem fól í sér að fimmta árið væri tekið í starfsnámi,því það var mikið fall í aðsókn í kennaranám eftir lengingu. Samhliða því kynntumvið styrki fyrir starfsnámið og þegar kennarar hafa lokið mastersnámi sínu fáþeir 800 þúsund krónur. Einnig veitum við umbun fyrir eldri kennara sem takastarfsnema að sér. Allt hefur þetta nú verið framkvæmt og það var 45% aukning íinnritun í kennaranám í Háskóla Íslands síðasta vetur. Ég er mjög ánægð meðþessa vinnu og einkar gott samstarf við forystu kennara, Samband íslenskrasveitarfélaga, menntavísindasvið Háskóla Íslands og Háskóla Akureyrar og önnurráðuneyti.“

Kennaranám var fyrir ekki svo löngu lengt úr þremur árumí fimm. Voru það ekki mistök?

„Flest ríki hafa lengt kennaranám, þannig að ég held að þaðséu ekki mistök,“ segir Lilja.

„En það má gagnrýna hvernig það var framkvæmt því það láekki fyrir hvað kennarar fengju aukalega fyrir lengra nám. Ef þú ætlar aðlengja nám þarftu að búa til hvata þannig að lenging námsins skili einhverju. Byrjunarlauneru svipuð því sem gerist í samanburðarlöndum en það vantar hvata fyrir kennaratil að vinna sér inn frekari ábata. Kennarafrumvarpið, sem samþykkt var í vor,er liður í þessu. Með því gildir leyfisbréf kennara á öllum skólastigum. Égveit að það eru margir sem fóru inn í kennaranám vitandi að þeir hefðu þennansveigjanleika. En ég ítreka að það þarf að hlúa vel að starfi kennara. Það munaallir, þegar þeir hugsa til baka, eftir góðum kennurum. Þess vegna eigum við aðveita þessu starfi meiri viðurkenningu og aukinn sveigjanleika ef við ætlum aðvera með framúrskarandi kerfi.“

Hvíta húfan ekki mikilvægust

Lilja segir að annar þáttur sé að tryggja að hver og einnnemandi í samfélaginu geti lært og að hann finni að hann skipti máli. Til aðallir finni sig með einhverjum hætti í menntakerfinu þurfi að vera rúmt valsnemma á skólagöngunni, til dæmis með aukinni áherslu á allt í senn, verknám,listnám og bóklegt nám.

„Börnunum okkar líður almennt vel í skólakerfinu,“ segirLilja og vísar í rannsóknir þess efnis.

„Það er jákvætt og við eigum að vinna með þetta samhliða þvíað bæta grunnfærnina. Við skulum ekki gleyma því að Sókrates lagði mikla áhersluí sinni siðfræði á að hlúa að börnum og menntun þeirra. Hvert barn skiptir máliog það er skylda okkar allra að styrkja menntakerfið til að öll börn njótisín.“

Lilja telur þó að mögulega hafi verið lögð of mikil áherslaá það að beina börnum í bóklegt nám.

„Um 70% nemenda halda áfram í bóklegu námi eftir grunnskólaen hlutfallið í Noregi er um 50%, sem er nær öðrum Evrópuríkjum. Á sama tímaerum við með meira brotthvarf á framhaldsskólastiginu. Ég tel að við höfum ekkihugað nógu vel að því að temja okkur það hugarfar að öll börn hafa hæfileika ogþau skipta öll máli. Það er samfélagsins að búa til tækifæri og svo þarf aðaðstoða börnin okkar við að finna þessa hæfileika, sinna þeim og fylgja þeimeftir,“ segir Lilja.

Höfum við sem samfélag litið niður á iðnnám og jafnvelfundist það minna virði en bóknám?

„Ég myndi orða það þannig að við höfum ekki áttað okkar ámikilvægi verk- og iðnþekkingar fyrir atvinnulífið,“ segir Lilja.

„Mögulega erum við of formleg hvað menntun varðar.Fræðslulögin eru sett árið 1907 og Háskóli Íslands stofnaður 1911, þannig að viðerum ung menntaþjóð í þeim skilningi. Á þessum tíma hefur verið litið á það semstórt skref að klára stúdentspróf. Nú erum við að horfa á allt annan veruleikaog hæfileikar okkar nýtast í víðara samhengi. Við erum stödd í stærstuupplýsinga- og samskiptabyltingu allra tíma og vinnumarkaðurinn breytist hrattí takt við það. Þess vegna þurfum við að byggja upp sterka grunnfærni til að getablómstrað í þessu nýja hagkerfi. Þessi mikla áhersla mín á læsi er þáttur í þvíað styrkja grunninn. Sterkur lesskilningur kemur að notum í öllum störfum oghjálpar okkur að tileinka okkur nýja tækni og þekkingu. Við sjáum dæmin allt íkringum okkur. Vegna tæknibyltingarinnar er eitt lengsta hagvaxtarskeið Bandaríkjannaað eiga sér stað núna og Bandaríkjamenn átta sig á því hvað þetta skiptir miklumáli. Það gagnast bæði atvinnulífinu og menntakerfinu að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemifái að blómstra og að við séum ekki með of miklar hindranir.“

Lilja segir að einnig megi velta því upp hvort ástæða sé tilþess að hafa mismunandi lit á húfum útskriftarnema úr framhaldsskóla.

„Menntakerfið stendur ekki og fellur með lit á húfum, enskilaboðin hafa alltaf verið þau að hvíta húfan sé mikilvægari en þær rauðu eðagrænu. Þetta er rangt og þessu þarf að breyta,“ segir Lilja.

„Á undanförnum árum hefur aðsókn í aðrar greinar en bóklegarþó aukist. Umsóknum í Tækniskólann hefur til að mynda fjölgað mikið, 32% í ár,og hann er nú orðinn næstvinsælasti framhaldsskóli landsins. Ég er mjög ánægðað sjá hvernig Tækniskólinn hefur verið að þróast, þar er öflug forysta ogmikill metnaður fyrir hönd nemendanna. Það að ljúka námi þar er ekki minnavirði en að ljúka stúdentsprófi. Fólk fer mismunandi leiðir í lífinu enmikilvægast er að það velji þær leiðir sjálft. Þá þurfum við að vera búin aðtryggja að hægt sé að fara þær leiðir sem fólk velur.“

Nánar er rætt við Lilju í nýjasta hefti Þjóðmála. Þar er meðal annars fjallað um ríkisstjórnarsamstarfið, þann árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á undanförnum árum, evruna og stöðu Íslands í Evrópusamstarfinu og fleira.

Viðtalið birtist í sumarhefti Þjóðmála, 2. tbl. 2019. Hægt er að gerast áskrifandi að Þjóðmálum með því að senda tölvupóst á askrift@thjodmal.is eða skilaboð á facebook síðu ritsins. Ritið færst einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson.

Previous
Previous

Landnámshaninn gól að morgni

Next
Next

Aukin framleiðni - forsenda betri lífskjara