Maður framfara og árangurs
Minningarorð um Hörð Sigurgestsson
Hörður Sigurgestsson var einn áhrifamesti atvinnustjórnandi á Íslandi á síðustu öld. Hann kom víða við sem leiðtogi og studdi við margvísleg mál innan háskóla og menningar. Hér er fjallað um feril hans, aðallega út frá rekstri Eimskipafélags Íslands.
Hörður Sigurgestsson fæddist í Reykjavík 2. júní 1938 og varalinn upp í Skerjafirði, norðan flugvallarins. Hörður lauk stúdentsprófi fráVerzlunarskóla Íslands 1958 og kandídatsprófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands1965. Hörður stundaði framhaldsnám við Wharton School, University ofPennsylvania, Philadelphia í Bandaríkjunum á árunum 1966-1968 og lauk þaðanMBA-prófi. Á námstímanum naut hann styrks Fulbrightstofnunarinnar.
Hörður lét snemma að sér kveða og sýndi fljótt hæfileika tilforystu. Hann var starfsmaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands 1959-1961 og formaðurþess 1960-1962. Á árunum 1965- 1966 var Hörður fulltrúi framkvæmdastjóra hjáAlmenna bókafélaginu. Að MBA-náminu loknu 1968 var Hörður ráðinn til fjárlaga-og hagsýslustofnunar í fjármálaráðuneytinu og starfaði þar til 1974. Þá réðstHörður til Flugleiða sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs, en hann hafði setiðsem fulltrúi fjármálaráðuneytisins í nefnd um sameiningu Flugfélags Íslands ogLoftleiða 1972-1973. Árið 1979 var Hörður ráðinn forstjóri Eimskipafélags Íslandsog gegndi hann því starfi til ársins 2000. Hörður sat í stjórn Flugleiða1984-2004 og var þar stjórnarformaður 1991-2004.
Auk ofangreindra starfa tók Hörður virkan þátt í ýmsumfélagsmálum, bæði innan atvinnulífs og menningarlífs. Hann lét sér mjög annt ummálefni Háskóla Íslands, sat í háskólaráði og í stjórn Landsbókasafns- Háskólabókasafns.Hörður var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við viðskiptafræðideild Háskóla Íslandsí nóvember 2008. Hann var víðförull heimsborgari og hafði brennandi áhuga átónlist af ýmsu tagi, einkum óperum, og var afar vel að sér á því sviði. Hannog Áslaug Ottesen, eiginkona hans, nutu þess að fylgjast með flutningi á óperumvíða um heim með þekktustu stjörnum í þeirri listgrein.
Af framansögðu er ljóst að Hörður kom víða við og hafðiáhuga á margvíslegum málum og var duglegur við að styðja við þau mál semfönguðu áhuga hans. Hans verður þó helst minnst sem leiðtoga í atvinnulífi,manns sem breytti því hvernig tekist var á við nýjar áskoranir.
Hörður Sigurgestsson var formfastur maður. Öll vinnubrögðvoru mjög eindregin og flest allt sem unnið var, var skráð niður á minnisblöð semvoru vistuð á mjög ákveðinn hátt. Þannig var hægt að rekja ákvarðanir og meta hvaðarök voru færð fyrir því sem ákveðið var.
Eimskipafélag Íslands
Þegar Hörður kom að Eimskipafélagi Íslands stóð félagið átímamótum. Frá stofnárinu 1914 höfðu aðeins þrír menn verið forstjórar félagsins;þeir Emil Nielsen, Guðmundur Vilhjálmsson og Óttarr Möller. Félagið var skipafélagsem rak fjölda skipa, aðallega til og frá Evrópu, en einnig til Bandaríkjanna.
Skipulag félagsins var til þess að gera einfalt. Margirstarfsmenn áttu að baki langan starfsaldur hjá félaginu og fáirháskólamenntaðir starfsmenn voru í þeim hópi. Skiparekstrardeildin var skipuðverkfræðingum og tæknimönnum en aðeins einn viðskiptafræðingur var starfandihjá félaginu.
Það var mikil gerjun í flutningamálum á heimsvísu á þessumtíma. Gámavæðingin var á hraðri leið, ekjuskip voru á styttri leiðum í Evrópuog flutningsmiðlun farin að skipta verulegu máli.
Breytingin fólst helst í því í að stað þess að taka við vöruá hafnarbakka og flytja milli landa var vörðuð leið að uppruna vörunnar tilendanlegs viðskiptavinar, hvort heldur var um útflutning eða innflutning aðræða.
Þessi staða útheimti mikla hugsun og vandasama ákvarðanatökuum bestu leiðir fyrir Eimskip. Hér staldraði Hörður við og einbeitti sér að þvíað ákveða hvernig hann vildi bregðast við þessari stöðu.
Hörður réð norska ráðgjafa til að fara yfir þessi mál meðsér; bæði til að meta skipulagið og hvernig bregðast ætti við þeim tæknibreytingumsem þurfti að innleiða.
Hann byrjaði á því að ráða til sín unga menn sem hann hafðikynnst áður; Þórð Magnússon sem hann þekkti frá störfum hans í Fríhöfninni, ÞórðSverrisson sem hann þekkti úr Stjórnunarfélagi Íslands og Þorkel Sigurlaugsson semvar eini viðskiptafræðingurinn innan Eimskip. Hann nýtti einnig þá þekkingu semfyrir var í félaginu og fékk Valtý Hákonarson til starfa íframkvæmdastjórninni.
Þetta var upphafið. Þessi hópur tók ásamt fleiri lykilmönnumað sér að hleypa af stað breytingum. Hlutirnir þurftu að ganga hratt fyrir sigtil að fyrirtækið heltist ekki úr lestinni. Ráðast þurfti í miklar fjárfestingarog huga að nýjum leiðum til fjármögnunar á þeim.

Stærstu breytingarnar til að byrja með voru að endurnýja skipaflotann þannig að hægt væri að takast á við flutningakerfi austan hafs og vestan. Keypt voru ekjuskip, þau síðan stækkuð og keypt skip sem voru hönnuð fyrir gámaflutninga. Fjármögnun var að hluta til færð beint til erlendra banka, en flest íslensk félög voru fjármögnuð innanlands á þeim tíma.
Þó svo að Hörður væri ekki mikill tölvumaður sjálfur skildihann þá tækni og gerði sér grein fyrir möguleikum hennar. Á fyrstu árunum varráðist í gerð upplýsingakerfa, bæði á fjármálasviðinu og flutningasviðinu.Þetta var mjög dýr framkvæmd, sem skilaði sér vel að lokum. Þó svo að áhugihans á þessu sviði væri ekki mikill vissi hann að þetta var nauðsynlegt tilþess að takast á við breytta tíma. Áætlanagerð var grunnur sem grundvallaði ákvarðanatöku,en vönduð áætlanagerð var ekki framkvæmd í mörgum fyrirtækjum á þessum tíma.
Til að takast á við þessar breytingar innanlands var haldiðáfram með uppbyggingu í Sundahöfn. Það var mikilvæg stöð í flutningakerfinu, þvínú miðaðist allt við að lágmarka tíma skipa í höfn. Á árum áður voru skip alltað 70% af tímanum í höfn og 30% á siglingu, en nú er þessu öfugt farið og skipoftast ekki nema 25% af tíma sínum í höfnum. Vöruhús voru hönnuð miðað við gámaflutningaog til að takast á við aukna sérhæfða geymsluþörf, m.a. frystigeymslur. Samfaraþessu var frystiskipum skipt út fyrir frystigáma. Það var mikil breyting og jókverulega þá þjónustu sem viðskiptamönnum bauðst. Við það fékkst verðmæt þekkinginni í félaginu sem síðar var nýtt til frekari landvinninga.
Lokaátak þessarar uppbyggingar var að opna eigin skrifstofurí stað umboðsmannakerfis og komast þannig nær uppruna og enda flutningaleiðannameð uppbyggingu flutningsmiðlunar og frekari þjónustu við viðskiptamenn.
Þessar breytingar tóku nokkur ár og tóku á. Má segja aðEimskip hafi aldrei breyst jafn mikið og á þessum tíma. Hörður var óhræddur viðað leita ráðgjafar við breytingar. Ráðgjafar kostuðu sitt, en það var matHarðar að hann kæmist hraðar yfir og tæki fleiri réttar ákvarðanir með þeimhætti. Ef of margar rangar ákvarðanir eru teknar tefur það fyrir þróun ogkostnaður hækkar. Þetta viðhorf hafði hann alla tíð; það var betra að vinnamálin í hópi og fá til liðs við hópinn sérfræðinga sem tóku þátt í að hraða framförunum.
Allar þessar breytingar skiluðu sér í hærra þjónustustigi oggóðri afkomu. Þó svo að auðvitað megi benda á ákvarðanir sem ekki skiluðujákvæðri niðurstöðu var það einnig hans skoðun að ef menn tækju ekki áhættu yrðiframþróun hægari.
Hægt er að fullyrða að árið 1985, rúmum fimm árum eftir aðHörður tók við sem forstjóri, var Eimskipafélagið allt annað félag en það varþegar hann tók við; alhliða flutningaþjónustufyrirtæki sem gat tekist á við ennfleiri verkefni og áskoranir. Um þær mundir var Hörður einnig kominn í stjórnFlugleiða, en þar markaði hann einnig djúp spor. Hörður nýtti vel þessa stöðusem hann hafði sjálfur skapað.
Fleiri komu inn í stjórnendahópinn. Við vorum t.d. nokkursem vorum ráðin beint úr skóla og okkur voru falin mikilvæg verkefni. Þaðtraust sem við nutum og sá framgangur sem við náðum í starfi nýttust báðum. Stjórnendahópurinnstækkaði með auknum verkefnum. Ráðnir voru inn karlar og konur með breiðanbakgrunn, ekki einungis viðskiptafræðingar heldur einnig verkfræðingar og fólkmeð húmanískan bakgrunn. Þessi blanda af fólki skapaði frjótt andrúmsloft ogfélagið stækkaði með því.
Um tíma var allt að 30% breyting á forstöðumannahópnum áári, því að aðilar í viðskiptalífinu sáu hvernig stjórnunaraðferðir Harðar skiluðusér í hæfu fólki með mikilvæga reynslu og sóttu í þann hóp sem vann hjá Eimskip.Eitt sinn var ég spurður af blaðamanni hvernig nám mitt hefði nýst mér í starfi.Svar mitt var einfalt, það sem ég lærði í háskóla hefur nýst vel alla daga ensennilega hef ég lært mest í stjórnendaskóla Harðar Sigurgestssonar. Það á viðum fleiri, enda er samstarfsfólk Harðar áberandi í íslensku viðskiptalífi enn ídag.
Aldrei var slakað á í framþróun. Markmiðsáætlanir vorugerðar á hverju ári, og þá til 3-5 ára. Þar voru næstu skref vörðuð. Þessar áætlanirvoru enginn fagurgali um að efla, bæta og kæta. Þetta voru áætlanir sem voru eyrnamerktar,tímasettar og reiknaðar út kostnaðar- og tekjulega.
Ég stýrði í 10 ár starfsemi Eimskips erlendis, Utanlandssviði.Þar voru sett fram markmið um vöxt og hvernig ná ætti þeim vexti fram. Hlutistarfsins var nátengdur flutningakerfi Eimskips, en annar hluti var ótengdurþví. Það er alltaf áhætta að fara út fyrir rammann, en Hörður hvatti okkursífellt áfram í nýjum landvinningum. Hann treysti fólki til góðra starfa.
Hörður var ekki maður smáatriðanna. Hann hafði stóru myndinaalltaf ljósa fyrir sér. Spurði mikið og kom með athugasemdir en þegar línan varlögð var verkefnið þess sem á því bar ábyrgð. Hann fylgdist vel með og varferðast mjög reglulega um starfsstöðvar félagsins til að fá kynningar á þvíhvað væri að gerast og hvernig það væri að skila sér í rekstrar- ogefnahagsreikning Eimskips samstæðunnar. Verkefnin urðu að sjálfsögðu að metastút frá þeirri afkomu sem þau skiluðu.
Þegar nýir markaðir voru kannaðir tók Hörður þátt í að skoðaþá til að geta tekið ákvörðun um hvort farið yrði í landvinninga eða ekki.
Því ferðaðist hann mikið til að sjá með eigin augum hvernigallar aðstæður voru. Til dæmis var Norður-Atlantshafið markaður Eimskips.Starfsstöðvar á Nýfundnalandi og í Færeyjum unnu að því að fá fiskafurðir og aðrarvörur til flutnings og nýta þar með þá þekkingu sem Eimskip bjó yfir íflutningum á frystum og kældum afurðum í gámum.
Eðlilegt framhald var að auka flutninganetið til Noregs. Þávar aftur farið í að blanda saman frystiskipum og gámum, en Eimskip hætti umtíma rekstri frystiskipa og var alfarið með frystigáma. Þarna þurfti að taka ákvarðanirum breytingar því með auknum uppsjávarafla á Norður-Atlantshafi og löngum flutningaleiðumtil Norður-Noregs þurfti að breyta og nota frystiskip aftur á ákveðnum leiðum.
Þar sem Hörður hafði farið um allt markaðssvæðið, hittviðskiptamenn og metið tæknistig flutninga var hann fljótur að sjá að þetta varrétt leið. Í dag er Eimskip eitt öflugasta flutningafyrirtækið á norskuströndinni, í Færeyjum og á Nýfundnalandi.
Hann stóð líka með sínu fólki þegar á móti blés. Árið 1998hafði félagið mikið flutninganet til, frá og innan Eystrasaltslandanna og Rússlands.Rússneska rúblan var látin fljóta, sem hafði mjög mikil áhrif til hins verra á starfsemiEimskips þar. Teknar voru erfiðar ákvarðanir um samdrátt í starfseminni á skömmumtíma.
Kostnaður var nokkur, en á næsta aðalfundi á eftir varupplýst um þann kostnað. Engu var sópað undir teppi heldur voru staðreyndir kynntarhluthöfum. Þannig var afstaða hans til þess sem vel gekk og ekki eins vel; hluthafarvoru upplýstir því hann var sem forstjóri í vinnu hjá þeim.
Hörður Sigurgestsson skildi að breytingar eru drifkraftur. Það að nýta sér breytingar og framþróun til að stækka og bæta rekstur Eimskips jók verðmæti hluthafanna. Þetta skildu bæði stjórnarmenn, almennir hluthafar og starfsmenn. Ef engar breytingar eru, þá er stöðnun.
Flugleiðir
Hörður beitti svipuðum aðferðum sem stjórnarmaður og síðarstjórnarformaður Flugleiða og hann beitti hjá Eimskip. Sem framkvæmdastjórifjármálasviðs hjá Flugleiðum innleiddi hann áætlanagerð og ný bókhaldskerfiþannig að hann lagði strax grunn að bættum starfsháttum innan félagsins.Flugleiðir stóðu einnig frammi fyrir mikilli uppbyggingu sem var kostnaðarsöm. Þávar lagður grundvöllur að því kerfi sem í raun er enn í gangi í íslenskriferðaþjónustu. Hann stóð þétt við bakið á stjórnendum Flugleiða og semstjórnarformaður fylgdist hann mjög vel með öllum rekstrarþáttum.
Hörður var mjög áhugasamur um flug og rekstur flugfélaga áheimsvísu. Æskustöðvar hans voru í kringum flugvöllinn í Vatnsmýri þar sem sááhugi var vakinn. Hann var vel inni í öllu sem við kom getu og kostnaði við mismunandigerða flugvéla. Hann skynjaði einnig mjög vel þá árstíðasveiflu sem var í íslenskriflugþjónustu. Fjárhagsleg staða að hausti varð að vera mjög sterk til að félagiðlifði af veturinn. Hann vissi að ef ekki væri nægjanlegt fé fyrir hendi tilmögru mánaðanna lenti félagið í erfiðri stöðu. Lausnin var m.a. að lengjaferðamannatímann – verkefni sem er langhlaup og enn í gangi.
Samstarf Harðar og Sigurðar Helgasonar, yngri forstjóraFlugleiða, var gott og unnu þeir eins og einn maður að framgangi félagsins, svosem um stórar ákvarðanir um flugflota félagsins.
Hörður sat sem formaður Flugleiða í krafti stórs eignarhlutaEimskips í Flugleiðum. Sú vegferð sem félögin fóru saman á þessum árum varbáðum til góðs. Eimskip var góður kjölfestufjárfestir í Flugleiðum.
Lokaorð
Hörður Sigurgestsson var ekki skoðanalaus maður. Hann stóðekki á torgum og sagði sína skoðun, heldur gerði hann það í smærri hópum. Þarvar hlustað á það sem hann hafði fram að færa, hvort heldur var á vettvangi atvinnulífs,stjórnmála eða menningarmála.
Eftir því var tekið hvað Hörður sagði. Menn tóku tillit tilþess. Hann var maður framfara og árangurs sem eftir var tekið. Hann gat veriðgagnrýninn, jafnt á samherja sem andstæðinga. Sú gagnrýni var byggð á mati hansá stöðunni í stóru sem smáu. Margir sóttu í smiðju hans utan formlegra funda.Hann hitti marga og ræddi hin ýmsu viðfangsefni og var vel inni í mörgum málum.
Hörður var fjölskyldumaður. Hann og Áslaug stóðu saman ílífinu sem og börn þeirra. Barnabörnin færðu þeim mikla gleði og það var gottað sjá á síðustu árum hve duglegur stjórnandinn fyrrverandi var að sinna þeim.
Þegar farið er yfir feril Harðar Sigurgestssonar má draga þáályktun að hann hefði náð árangri í hvaða rekstri sem er. Hann beitti aðferðumí rekstri sem nýttust vel og hægt er að heimfæra á nánast hvers kyns rekstur, þvímeð góðum undirbúningi, öguðum vinnubrögðum og skýrri sýn á hvert skal fariðeru meiri líkur á að árangur náist. Enda þótt starfið hafi verið fastskipulagtvar alltaf gefandi að vinna í slíku umhverfi með framgang Eimskips aðleiðarljósi.
Það var mér mikilvægt að kynnast Herði Sigurgestssyni ogvinna með honum. Hann var kröfuharður yfirmaður og góður félagi. Með okkurþróaðist vinátta sem entist til síðasta dags.
Höfundur er er rekstrarhagfræðingur sem starfaði hjá Eimskipafélagi Íslands í 18 ár, þar af síðustu tvö árin sem framkvæmdastjóri Eimskips.
—
Greinin birtist í sumarhefti Þjóðmála, 2. tbl. 2019. Hægt er að gerast áskrifandi að Þjóðmálum með því að senda tölvupóst á askrift@thjodmal.is eða skilaboð á facebook síðu ritsins. Ritið færst einnig í lausasölu í verslunum Pennans/Eymundsson